4. fundur 03. mars 2015 kl. 08:30 - 10:30 Lundi
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Fundinn sátu einnig Drífa Hjartardóttir stjórnarformaður Lundar og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarforstjóri. Egill Sigurðsson var forfallaður.

1.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

1502004

Fundargerðin staðfest og undirrituð

2.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Samstarf um Lund, samþykktir ofl.
Farið var yfir rekstur á Lundi. Fyrir liggur að endurskoða þarf samþykkir fyrir Lund þar sem breytingar hafa orðið frá því starfsemin hófst. Stjórn Lundar mun fjalla um samþykktirnar og koma tillögu að endurskoðuðum samþykktum til viðræðunefndarinnar sem fyrst.

3.Verkáætlun viðræðunefndar

1501066

Áætlun um fundadaga og umræðuefni
Næst verður fundað í viðræðunefnd n.k. þriðjudag 10 mars kl 8:30 í fundarsal Miðjunnar. Á þann fund hafa verið boðaðir Ingvar Pétur Guðbjörnsson stjórnarformaður Húsakynna og Guðmundur Einarsson frá Fannberg. Áætlanir viðræðunefndar eru að ganga frá drögum að rammasamningi og áfangaskýrslu um útfærslu einstakra samstarfsverkefna fyrir páska.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?