Menningarsjóður Rangárþings ytra var stofnaður í maí 2023.
Markmið sjóðsins er að efla og styrkja menningarstarf í sveitarfélaginu.

Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað tvisvar á ári, í júní og nóvember.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur umsókna styrkja úr Menningarsjóði Rangárþings ytra hér að neðan.

Umsóknareyðublað er rafrænt og má nálgast hér að neðan..

Með umsókninni verður að fylgja lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun og upplýsingum um viðkomandi umsóknaraðila.

Reglur um úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Rangárþings ytra

  1. Markmið Menningarsjóðs Rangárþings ytra er að efla og styrkja menningarstarf í sveitarfélaginu.
  2. Umsækjendur geta verið lögráða einstaklingar, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki sem koma að menningarviðburðum í Rangárþingi ytra. Verkefni sem styrkt eru verða að fara fram innan sveitarfélagsins. Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd metur hvaða verkefni eru styrkhæf.
  3. Auglýsa skal eftir styrkumsóknum í maí og október ár hvert. Auglýsa skal í þeim auglýsingamiðlum sem gefnir eru út í Rangárþingi ytra hverju sinni sem og á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.
  4. Með umsókninni skal fylgja lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun og upplýsingum um viðkomandi umsóknaraðila. Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Rangárþings ytra.
  5. Menningarsjóður Rangárþings ytra veitir ekki rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbótastyrki heldur eru framlög sveitarfélagsins ætluð til einstakra verkefna. Að jafnaði eru ekki veittir ferðastyrkir sérstaklega.
  6. Gerður skal samningur milli styrkþega og Rangárþings ytra um sérhverja styrkveitingu. Styrkþegi skal skila upplýsingum um framkvæmd verkefnisins á þar til gert eyðublað, í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að styrktu verkefni lýkur, eigi síðar en ári eftir að samningur um verkefnið var undirritaður. 2/3 hlutarstyrkupphæðarinnar er greiddur út þegar skrifað hefur verið undir samning og 1/3 hluti er greiddur út við skil á lokaskýrslu. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk verður ný umsókn ekki tekin til greina nema viðkomandi hafi skilað inn eyðublaði um framkvæmd.
  7. Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákveður upphæð úthlutunar hvert sinn samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra 10.5.2023

Fyrirspurnir vegna Menningarsjóðs sendist á markaðs- og kynningafulltrúa, Ösp Viðarsdóttur, á netfangið osp@ry.is eða í s: 4887000

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?