19. fundur 13. september 2023 kl. 08:15 - 09:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í ágúst.
Fylgiskjöl:

2.Mótun málstefnu - Hvatning frá Innviðaráðuneytinu

2309014

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því að fá sveitarfélög hafi sett sér málstefnu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða að sveitarfélagið setji sér málstefnu, sér eða í samvinnu við önnur sveitarfélög.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

3.Aldamótaskógur

2309004

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Rangæinga varðandi málefni Aldamótaskógarins á Gaddstöðum.

Lagt til að fela sveitarstjóra að kalla til fundar með stjórn Skógræktarfélagsins varðandi málið. Sveitarstjórn beinir því til vélhjólamanna og akstursíþróttadeildar UMF Heklu að öll umferð vélhjóla er óheimil í Aldamótaskóginum.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

4.Ársþing SASS 26. og 27. október 2023

2309001

Lagt til að fulltrúar á aðalfund SASS í Vík í Mýrdal þann 26.-27. okt. verði:
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Eydís Þ. Indriðadóttir

Til vara:
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Björk Grétarsdóttir
Svavar L. Torfason

Lagt til að fulltrúar á aðalfund Hes verði:
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Björk Grétarsdóttir
Svavar L. Torfason

Til vara:
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Eydís Þ. Indriðadóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Samþykkt samhljóða.

5.Landsmót 50 á Hellu árið 2025

2309020

Lagt fram erindi frá UMF Heklu varðandi möguleika sveitarfélagsins til að halda Landsmót UMFÍ 50 plús á Hellu árið 2025.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að funda með stjórn HSK og UMF Heklu um framhald málsins.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

6.Tillaga Á-lista um opið bókhald

2309024

Fulltrúar Á lista leggja til að upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélagsins verði gerðar aðgengilegar með því að opna bókhald sveitarfélagsins.

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að taka saman upplýsingar um kostnað og framkvæmd vegna opins bókhalds og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Bókun fulltrúa D-lista varðandi tillögu um opið bókhald. Fulltrúar D lista lýsa yfir ánægju með tillögu Á-lista um opið bókhald. Tillagan er í anda stefnu D-lista og áður framkominnar tillögu um að auka hlut rafrænna leiða í starfsemi sveitarfélagsins (IPG, EÞI, ÞS).

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

7.Byggðarráð Rangárþings ytra - 17

2307005F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 17 Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

    Viðauki 3 gerir ráð fyrir lækkun rekstrarniðurstöðu um 8,0 milljónir (18,5 milljónir samanlagt viðauki 1, 2 og 3) sem mætt er með lækkun á handbæru fé.

    Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2023 verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 17 Lögð fram beiðni Arons Gunnars Halldórssonar um að fá að halda þrjá hunda á heimili sínu á Hellu en í samþykkt um hundahald er einungis gert ráð fyrir tveim.

    Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina. Byggðarráð leggur jafnframt til að samþykkt um hunda- og kattahald verði tekin til endurskoðunar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að afgreiðsla byggðarráðs verði samþykkt og sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun samþykktana.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 17 Lagt til að framlengja þjónustusamnings við KFR út árið 2023 og fela sveitarstjóra að undirrita samninginn. Byggðarráð vekur athygli á því að ójafnvægi er á milli sveitarfélaganna varðandi æfingatíma og hvetur stjórn KFR til þess að gæta jafnræðis hvað varðar æfingastaði.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að afreiðsla byggðarráðs verði samþykkt. Sveitarstjórn tekur undir hvatningu byggðarráðs til stjórnar KFR að gæta jafnræðis hvað varðar æfingastaði.

    Samþykkt samhljóða.

8.Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 5

2308005F

Fundargerð stýrihósins lögð fram og staðfest.

9.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16

2308002F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landamerki milli jarðanna enda samþykkt af beggja hálfu. Bókun fundar Lagt til að fresta afgreiðslu málsins þar sem ný gögn hafa verið lögð fram í málinu eftir fund skipulags- og umferðarnefndar.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að Steindór Tómasson verði varaformaður nefndarinnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið en bendir á að vegna framtíðaráforma og hugsanlegrar uppbyggingar á eða við hólinn austan æskilegrar staðsetningar, þá gæti verið um víkjandi staðsetningu að ræða. Uppsetning og staðsetning skiltisins skal grenndarkynna til næstu lóðarhafa. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við umhverfismatsskýrsluna. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra og gildandi deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd. Jafnframt er umræddri framkvæmd lýst í matsskýrslu mats á umhverfisáhrifum. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Umhverfisstofnun og Landgræðslunni. Þar sem umsögn Forsætisráðuneytisins hefur ekki borist fyrir fundinn er tillaga nefndarinnar bundin þeim fyrirvara að ráðuneytið geri ekki athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt og að framkvæmdaleyfi verið veitt með þeim fyrirvara að forsætisráðuneytið geri ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir þess efnis að veitt verði undanþága frá grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð og leggur til að óskað verði eftir því. Núverandi byggingar sem þegar eru komnar eru í 28 metra fjarlægð frá ánni en nýjar byggingar verða ekki nær en 33 metrar þar sem næst er ánni. Þar sem um þjónustusbyggingar eru að ræða telur nefndin ekki þörf á undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægða frá Þykkvabæjarveginum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Þórunn Dís Þórunnardóttur víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulags- og umferðarnefnd telur ekki ástæðu til að auglýsa að nýju þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á byggingareit. Nefndin leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

10.Oddi bs - 14

2308004F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

11.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 3

2308007F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

12.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 7

2308003F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

IPG tók til máls.

13.Húsakynni bs - 5

2309001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

14.Fundargerðir 2023 - Stjórn félags- og skólaþjónustu RangárvV-Skaft

2304034

Fundargerð stjórnar frá 30. júní s.l. Liðir 2-6 þarfnast staðfestingu aðildarsveitarfélagana.
Lagðar fram til samþykktar reglur um fjárhagsaðstoð, reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, reglur um stuðningsþjónustu 18 ára og eldri, reglur fyrir starfsmenn í stoð- og stuðningsþjónustu og reglur fyrir stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Lagt til að reglurnar verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

15.Almannavarnanefnd Rangárvalla- og V Skaftaf.sýslu

2210009

Fundur nefndarinnar frá 6. sept. s.l. Liður 4.1 þarfnast staðfestingar.
Lögð fram tillaga almannavarnarnefndar um að fast framlag til almannavarna verði á árinu 2024 kr. 350 á hvern íbúa í sveitarfélögunum.

Lagt til að tillagan verði samþykkt.

EÞI og JGV tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

16.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Fundargerðir 59., 60. og 61. stjórnar Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.

17.Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun

2302133

Fundargerð starfshóps frá 25. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.

18.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2023

2309003

Fundarboð á ársfund 20. sept. nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 19. september 2023

2309011

Lagt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aukaaðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

20.Ósk um leyfi vegna kvikmyndatöku við Tungná og Jökulgil

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?