17. fundur 30. ágúst 2023 kl. 08:15 - 10:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Rangárljósa 2023

2308028

Á fundinn mæta Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri og Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri. Guðmundur og Klara fóru yfir rekstrar- og fjárfestingaryfirlit fyrir janúar-júní og farið var almennt yfir málefni Rangárljóss.

Byggðarráð þakkar fyrir góða yfirferð og upplýsingar.

2.Rekstaryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-júlí. Reksturinn er að mestu skv. áætlunum fyrir utan áhrif kjarasamninga og aukinnar verðbólgu.

3.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2305030

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 3 gerir ráð fyrir lækkun rekstrarniðurstöðu um 8,0 milljónir (18,5 milljónir samanlagt viðauki 1, 2 og 3) sem mætt er með lækkun á handbæru fé.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

4.Hrafnskálar 1. Umsókn um lóð

2305069

Rökstuðningur
Lögð er fram beiðni lóðarhafa að Hrafnskálum 1 um rökstuðning fyrir höfnun á beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum. Rökstuðningur vegna afgreiðslu byggðarráðs á síðasta fundi sínum: Heimild til afsláttar af gatnagerðargjöldum í samþykkt um byggingargjöld í Rangárþingi ytra er ákvæði sem heimilar afslátt en ekki er sérstök skylda að verða við því. Í þessu tilviki er verið að krefja lóðarhafa um greiðslu gatnagerðargjalda í þegar byggðu hverfi en ekki hafa áður verið lögð á gatnagerðargjöld á þessa lóð. Af þeirri ástæðu og einnig til að gæta jafnræðis við álagningu gatnagerðargjalda eru ekki talin rök til að verða við beiðninni.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

5.Leyfi fyrir hundahaldi

2308010

Lögð fram beiðni Arons Gunnars Halldórssonar um að fá að halda þrjá hunda á heimili sínu á Hellu en í samþykkt um hundahald er einungis gert ráð fyrir tveim.

Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina. Byggðarráð leggur jafnframt til að samþykkt um hunda- og kattahald verði tekin til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða.

6.Hagsmunaaðilar vega nr. 264 og F210 - Bréf til Vegagerðar

2308036

Lagt fram erindi frá hagsmunaaðilum til Vegagerðarinnar varðandi slæmt ástand á Rangárvallavegi nr. 262 og Fjallabaksleið syðri nr. F210, að brú við Reynifell.

Byggðarráð tekur undir erindi hagsmunaaðila.

Lagt fram til kynningar.

7.Fyrirspurn frá Helgu Dögg Sverrisdóttur

2308035

Lögð fram fyrirspurn varðandi heimild transkvenna að fara í einkarými kvenna og barna sem skilgreina sig sem annað kyn að fara inn í búningsklefa þess kyns sem þau skilgreina sig.

Byggðarráð þakkar fyrir fyrirspurnina og felur sveitarstjóra að svara henni. Í frekari þróun íþróttamannvirkja þarf síðan að hafa í huga að hægt sé að koma fyrir kynlausum klefum til að geta komið á móts við slíkar eða sambærilegar þarfir.

Samþykkt samhljóða.

8.Ósk um styrk til áframhaldandi uppbyggingar í barna og unglingastarfi við Skotfélagið Skyttur

2308034

Byggðarráð leggur til að styrkja Skotfélagið Skyttur um 500.000 kr á árinu 2023.

Samþykkt samhljóða.

9.Framlenging samnings við KFR

2307050

Lagt til að framlengja þjónustusamnings við KFR út árið 2023 og fela sveitarstjóra að undirrita samninginn. Byggðarráð vekur athygli á því að ójafnvægi er á milli sveitarfélaganna varðandi æfingatíma og hvetur stjórn KFR til þess að gæta jafnræðis hvað varðar æfingastaði.

Samþykkt samhljóða.

10.Markaðs- og kynningarfulltrúi

2308031

Lögð fram uppsögn markaðs- og kynningarfulltrúa þar sem honum hefur boðist annað starf.

Byggðarráð þakkar markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun á starfslýsingu starfsins og skoða möguleika á tilfærslu verkefna m.a. vegna ráðningu byggðarþróunarfullrúa. Einnig verði sveitarstjóra falið að ræða áfram hugmynd um sameiginlegan heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir Rangárvallasýslu.

Samþykkt samhljóða.

11.ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023

2308001

Lögð fram beiðni ADHD samtakanna um styrk vegna ársins 2023.

Byggðarráð leggur til að hafna beiðninni.

Samþykkt samhljóða.

12.Matvöruverslun á Hellu

2103048

Á fundinn mætir Guðrún Elín Pálsdóttir formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Rætt var um þróun á matvælaverði í verslun á Hellu eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf um sölu á verslun sinni á Hellu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með Samkeppniseftirlitinu til að ræða þessi málefni þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

13.Drög að nýrri gjaldskrá MAST

2308049

Byggðarráð tekur undir ályktun Bændasamtakana um möguleg áhrif nýrrar gjaldskrár MAST og fagnar að Matvælaráðherra hafi frestað gildistöku hennar.

Samþykkt samhljóða.

14.Hugmyndagáttin og ábendingar 2023

2301023

Þrjú erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi göngu- og hjólabraut yfir Rangá á eldra brúarstæði, setja regnbogaliti á Hólavanginn og áhrif Reykjagarðs á íbúasvæði.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Það er vilji til þess að tengja þorpið á Hellu við framtíðaríbúðarsvæði vestan ár með göngu- og hjólabrú en nákvæm staðsetning og útfærsla liggur ekki fyrir. Varðandi regnbogagötu þá er þeirri hugmynd vísað til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með Reykjagarði.

15.Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga - Umsögn

16.Upplýsingapóstur til sveitarstjórna - Innviðaráðuneytið

17.Hvítbók um húsnæðismál og Húsnæðisþing 2023

2308037

Lagt fram til kynningar.

18.Ranaflöt - Brún ehf. Umsagnarbeiðni v. gistingu

2308033

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi þ. 18.8.2023 sl. vegna umsóknar Þórdísar Rögnu Guðmarsdóttur fyrir hönd Brúnar ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" á gististað á lóðinni Ranaflöt, L226511, Rangárþingi ytra.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

19.Fossalda 7. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2308041

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ragnars Ulrich Valssonar fyrir hönd Skatta - Bókhalds&skila ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á lóðinni Fossalda 7 á Hellu, Rangárþingi ytra.

Byggðarráð tekur undir umsögn byggingarfulltrúa og hafnar beiðninni þar sem hún samrýmist ekki skipulagi svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

20.Hvílusteinn. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2308042

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi þ. 24.7.2023 sl. vegna umsóknar Jónasar Ketilssonar fyrir hönd Hvílusteinasehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á gististað á lóðinni Hvílusteini, L211013, Rangárþingi ytra.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

21.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 229 fundar Heilbrigðsisnefndar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.

22.Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun

2302133

Fundargerð starfsnefndar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar 5. fundur

2308039

Fundargerð 5. fundar fjallskiladeildar Holtamannaafréttar frá 21. ágúst s.l.
Byggðarráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

24.Héraðsvegur - Hróarslæk

2308046

Afgreiðsla Vegagerðarinnar vegna umsókna um héraðsveg að Hróarslæk.
Lagt fram til kynningar.

25.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfél. Brunabótafél. Ísl

2308047

Tilkynning um aðalfund EBÍ þann 6. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

26.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi dansleikur á Töðugjöldum

2308019

Umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Suðurlandi vegna beiðni um tímabundið áfengisleyfi þann 19.-20. ágúst í íþróttahúsinu á Hellu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?