16. fundur 07. september 2023 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Austvaðsholt Grásteinn. Staðfesting landamerkja

2302135

Landeigendur jarðanna Grásteins L174770 og Austvaðsholts L164966 hafa gert með sér samkomulag og lagt fram hnitsettan og áritaðan uppdrátt með staðfestingu á landamerkjalínu milli jarðanna, hnit nr. 1-8 sbr. uppdrátt frá Eflu dags. 22.2.2023. Mörkum til staðfestingar hafa landeigendur skrifað undir og samþykkt fyrir sitt leyti, með fyrirvara um nákvæmni hnita.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landamerki milli jarðanna enda samþykkt af beggja hálfu.
Fylgiskjöl:

2.Hróarslækur landskipti. Hróarslækur 3

2308018

Landeigandi Hróarslækjar L164520 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, lóð sem yrði 6498,3 m² að stærð og fengi heitið Hróarslækur 3, L236178. Notkun lóðarinnar yrði í landbúnaðarnotum með áforum um fast aðsetur lóðarhafa í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 4.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.

3.Búð 1, L165368, Landskipti.

2309008

Eigandi Búðar 1, L165368, óskar eftir að fá að skipta út spildunni sem merkt er "C" af staðfestum spildum jarðarinnar i samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 24.5.2013. Spildan er 7,35 ha að stærð og fengi heitið Búð 3 og landeignanúmerið Lxxxxxx. Stærð jarðarinnar minnkar sem nemur útskiptri spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.

4.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar.

5.Skipulags- og umferðarnefnd. Kjör varaformanns

2308056

Kjör varaformanns. Í 2. gr. erindisbréfs nefndarinnar er kveðið á um að nefndarfólk kjósi varaformann á fyrsta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að Steindór Tómasson verði varaformaður nefndarinnar.

6.Landmannalaugar, pallur á laugasvæði. Kæra 101-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.

2308020

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendi afrit kæru dags. 15. ágúst 2023 ásamt fylgiskjölum, móttekið af nefndinni s.d., vegna afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings ytra, á framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar vegna uppbyggingar og endurnýjunar á búningsaðstöðu við náttúrulaugina í Landmannalaugum. Í kjölfarið sendi skipulagsfulltrúi svar til nefndarinnar þar sem ferill málsins var rakinn. Þann 29. ágúst sl barst bráðabirgðaúrskurður frá nefndinni þar sem kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda var hafnað.
Lagt fram til kynningar.
Gunnar Aron vék sæti við meðferð og afgreiðslu málsins

7.Sunnan Suðurlandsvegar Skilti Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 ,

2308025

Knattspyrnufélag Rangæinga sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti. Um er að ræða uppsetningu á heitgalvanhúðuðu stálmastri með tveimur auglýsingaskiltum ásamt steinsteyptri undirstöðu. Skiltið er um 4 x 3 metrar að stærð og efsti punktur þess yrði í um 6,5 m frá jarðvegi kringum það. Umsókn fylgir gögn frá Mannviti dags. 8.8.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið en bendir á að vegna framtíðaráforma og hugsanlegrar uppbyggingar á eða við hólinn austan æskilegrar staðsetningar, þá gæti verið um víkjandi staðsetningu að ræða. Uppsetning og staðsetning skiltisins skal grenndarkynna til næstu lóðarhafa.
Fylgiskjöl:
Gunnar Aron kom aftur á fundinn

8.Sigöldustöð. Mat á umhverfisáhrifum.

2206026

Landsvirkjun hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna stækkunar Sigöldustöðvar. Í dag er virkjað rennsli 240 m3/s og uppsett afl Sigöldustöðvar er 150 MW. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1973 og var hún gangsett í byrjun árs 1978. Landsvirkjun áformar nú að stækka stöðina með því að bæta við fjórðu vélinni og auka með því afl stöðvarinnar í allt að 215 MW. Með þessari aflaukningu eykst orkuvinnslugeta stöðvarinnar aðeins lítillega nema að til komi meira rennsli, til dæmis með aukinni bráðnun jökla eða aukinni úrkomu. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 25. september nk.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við umhverfismatsskýrsluna.

9.Landmannalaugar. Bílastæði við Námskvísl Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna grjótgarðs

2308026

Rangárþing ytra sækir um framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á grjótvörn vegna fyrirhugaðrar stækkunar á bílastæði við Námskvísl í Landmannalaugum. Um er að ræða fyrri hluta heildarframkvæmdar sem kynnt er í umhverfismatsskýrslu. Fyrir liggur umsögn Landgræðslunnar og Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra og gildandi deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd. Jafnframt er umræddri framkvæmd lýst í matsskýrslu mats á umhverfisáhrifum. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Umhverfisstofnun og Landgræðslunni. Þar sem umsögn Forsætisráðuneytisins hefur ekki borist fyrir fundinn er tillaga nefndarinnar bundin þeim fyrirvara að ráðuneytið geri ekki athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis.

10.Landmannalaugar. Beiðni Náttúrugriða um endurupptöku umhverfismats.

2308060

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að vísa frá beiðni Náttúrugriða ehf um endurupptöku á áliti stofnunarinnar frá 13. júlí sl um mat á umhverfisáhrifum þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

11.Rangá, veiðihús deiliskipulag

2112001

Eigendur lóða L165412, L198604 og L223017 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá.

Í endanlegri afgreiðslu Skipulagsstofnunar eftir auglýsingu tillögunnar kom í ljós að vantaði undanþágu frá ráðuneyti vegna fjarlægðar bygginga frá ám og vötnum.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir þess efnis að veitt verði undanþága frá grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð og leggur til að óskað verði eftir því. Núverandi byggingar sem þegar eru komnar eru í 28 metra fjarlægð frá ánni en nýjar byggingar verða ekki nær en 33 metrar þar sem næst er ánni. Þar sem um þjónustusbyggingar eru að ræða telur nefndin ekki þörf á undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægða frá Þykkvabæjarveginum.

12.Vestursel L235160. Ósk um breytingu á landnotkun

2308021

Elísabet Guðmundsdóttir fyrir hönd landeigenda að Vesturseli L235160 óskar eftir að gerð verði breyting á landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði verði fært yfir í landbúnarðarnot að nýju. Stefnt er að skógrækt og lítilsháttar hestahaldi.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu

13.Mósel L224132. Ósk um breytingu á landnotkun.

2308022

Elísabet Guðmundsdóttir eigandi að Móseli L224132 óskar eftir að gerð verði breyting á landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði verði fært yfir í landbúnarðarnot að nýju. Stefnt er að skógrækt og lítilsháttar hestahaldi.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu

14.Sel L202401. Beiðni um breytingu á landnotkun.

2308023

Hannes Guðmundsson eigandi að Seli L202401 óskar eftir að gerð verði breyting á landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði verði fært yfir í landbúnarðarnot að nýju. Stefnt er að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því tengdu.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu

15.Aðalsel L235159. Beiðni um breytingu á landnotkun

2308024

Hannes Guðmundsson fyrir hönd landeiganda að Aðalseli L235159 óskar eftir að gerð verði breyting á landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði verði fært yfir í landbúnarðarnot að nýju. Stefnt er að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því tengdu.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á landnotkun svæðisins þar sem frístundasvæði verði fellt út. Nefndin beinir því til landeigenda að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir svæðið ef áform eru um uppbyggingu

16.Hróarslækur og Hróarslækur 2. Deiliskipulag

2306006

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustusvæði sitt. Stefnt er að áframhaldandi þróun á jörðinni með stækkun gistirýma og byggingu íbúðarhúsnæðis. Tillagan var auglýst frá og með 19.7.2023 til og með 30.8.2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni um að sýna þurfi veghelgunarsvæði á uppdrætti. Ekki var um fleiri athugasemdir að ræða.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórunn Dís vék af fundi við meðferð og afgreiðslu erindisins.

17.Meiri Tunga 2 deiliskipulag ferðaþjónustu

2307001

Landeigendur Meiri Tungu 2, L190166, hafa lagt fram deiliskipulag úr hluta jarðarinnar. Um rúmlega 1,1 ha svæði verði notað undir uppbyggingu ferðaþjónustu í formi gistingar í allt að fimm gistiskálum. Aðkoman að svæðinu er frá Ásvegi /(275) og um sama aðkomuveg og að íbúðarhúsinu á Meiri Tungu 7.

Skipulagsgögn eru frá Eflu dags. 29.6.2023. Tillagan var auglýst frá og með 19.7.2023 til og með 30.8.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórunn Dís kom aftur á fundinn

18.Uxahryggur 2, fjórar lóðir. Deiliskipulag.

2307004

Eigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Háigarður L235143, Bugurinn (Uxahryggur 2) L211029, Sóleyjartún (Uxahryggur 2 lóð 4) L212279 og LitliBær (Uxahryggur 2 lóð 3) L212278. Heimilt verður að byggja á hverri lóð frístundarhús, allt að 150m² og gestahús allt að 40m², mænishæð allt að 6m, og önnur smáhýsi sem eðlilegt getur talist að tilheyra frístundarhúsi, s.s. gróðurhús, geymslu, baðhús o.þ.h. Aðkoma að lóðunum er frá Landeyjavegi nr. 252. Tillagan var auglýst frá og með 19.7.2023 til og með 30.8.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Sigöldustöð. Deiliskipulag

2301011

Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Sigöldustöð (landnr. 165348). Mannvirki eru í Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og heimila stækkun stöðvarinnar. Í dag er virkjað rennsli 240 m3/s og afl Sigöldustöðvar er 150 MW. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1973 og var hún gangsett í byrjun árs 1978. Landsvirkjun áformar nú að stækka stöðina með því að bæta við fjórðu vélinni og auka með því afl stöðvarinnar í allt að 215 MW. Auk þess verður stöðvarhús stækkað og frárennslisskurður breikkaður næst stöðvarhúsi. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélögum 16. júní til 7. júlí 2022. Tillaga var auglýst frá og með 19.7.2023 til og með 30.8.2023. Ábendingar bárust frá umsagnaraðilum og lögð er fram uppfærð tillaga.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Hrauneyjafossstöð. Deiliskipulag

2301012

Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hrauneyjafossstöð og leitarmannahúsið Þóristungur á

Holtamannaafrétti. Hrauneyjafossstöð (landnr. 165332). Mannvirki eru í Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun. Uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar er allt að 210 MW og verður heimilt að stækka hana í 240 MW. Ef farið verður í þær framkvæmdir munu þær einungis felast í endurbótum á núverandi vélum og verða innanhúss. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélgöum 16. júní til 7. júlí 2022. Tillagan var auglýst frá og með 19.7.2023 til og með 30.8.2023. Ábendingar bárust frá umsagnaraðilum og lögð er fram uppfærð tillaga.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar umsagnir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Ægissíða 1, L165446. Deiliskipulag ferðaþjónustu

2303093

Andri Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon í fullu umboði landeiganda hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af hluta jarðarinnar Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Tillagan var auglýst frá og með 6.3.2023 til og með 24. maí 2023. Ábendingar bárust og lögð er fram uppfærð tillaga þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra. Eftir auglýsingu var ákveðið að stækka umfang minni byggingareitsins og hann færður undir núverandi útihús.
Skipulags- og umferðarnefnd telur ekki ástæðu til að auglýsa að nýju þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á byggingareit. Nefndin leggur til að deiliskipulagið taki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?