Fjölmenningarstefna Rangárþings ytra

Leiðarljós: Rangárþing ytra - Fyrir okkur öll!

Allir íbúar sveitarfélagsins skulu njóta fjölbreytts mannlífs og menningar þar sem samkennd, jafnrétti, víðsýni og gagnkvæm virðing einkennir samskipti fólks.

Starfsfólk Rangárþings ytra skal ávallt leitast við að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins sömu þjónustu óháð þjóðerni þeirra og uppruna.

Stofnanir sveitarfélagsins geri ráð fyrir ólíkum forsendum einstaklinga

og komi til móts við sérstakar þarfir þeirra þannig að þeir geti í hvívetna verið virkir þátttakendur. Óheimilt er að mismuna fólki vegna aldurs, kyns, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, ætternis, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, fötlunar, heilsufars, eða þjóðernis.

 

Þjónusta sveitarfélagsins skal vera öllum aðgengileg. Upplýsingar um samfélagið og þjónustu, réttindi og skyldur séu aðgengilegar fyrir nýja íbúa RY. Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd fer með málefni nýrra íbúa. Í sveitarfélaginu er unnið markvisst að víðsýni og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Sveitarfélagið vinni að því að auka þátttöku nýrra íbúa í umræðum og starfi sem tengist stjórnsýslu sveitarfélaganna og almennum kosningum.

Aðgerð

Ábyrgðaraðili

Tímamörk

Útbúa welcome skjal

Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

Vor 2026

Fólk er boðið velkomið á skrifstofuna og sagt að það sé heitt á könnunni ef það lítur við.

Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

Vor 2026

Útbúa upplýsingaskjal birta á heimasíðu, ásamt tölvupóstfangi hjá fjölmenningarfulltrúa. Flipinn heitir t.d. Velkomin/welcome Setja á ensku (og íslensku.)

Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

Janúar 2026

Á hverju vori er haldinn viðburður til að bjóða nýja íbúa velkomna, t.d. fjölmenningardagur eða ferð með leiðsögn um svæðið. Þetta verður unnið í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki, önnur fyrirtæki og félagasamtök.

Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

Haust 2026 og árlega eftir það

Kjörstjórn auglýsi framkvæmd

kosninga á fleiri tungumálum.

Sveitarstjórn og kjörstjórn

Þegar það á við

Starfsfólk sveitarfélagsins fái fjölmenningarfræðslu og upplýsingar um stöðu/fjölda íbúa af erlendum uppruna. Kynnt á árlegum haustfundi starfsmanna RY.

Sveitarstjóri

Árlega

Unnið verður að því að kynna þjónustu Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og vestur-Skaftafellssýslu sem sveitarfélagið hefur þjónustusamning við fyrir

Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

Árlega

 

íbúum RY og auka sýnileika hennar á svæðinu. PDF-bæklingur útbúinn.

 

 

Sveitarfélagið verði hvatt til þess að fá einstaklinga af ólíkum þjóðernum til starfa við stjórnsýslu og nefndir innan sveitarfélagsins. Kynnt á árlegum haustfundi starfsmanna RY.

Sveitarstjórn og markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd

Árlega

Sveitarfélagið taki ákvörðun um hvernig tryggja skuli aðgengi að vandaðri túlkaþjónustu. Tryggt að börn séu ekki í túlkahlutverki. Listi yfir túlka verður útbúinn og fjármagn tryggt fyrir þjónustunni.

Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd

Vor 2026

Hreppsskrifstofa og íþróttahús verða merkt að utan.

Skipulagsfulltrúi/forstöðumaður íþróttamannvirkja.

2026

Gott mannlíf

 

Aðgerð

Ábyrgðaraðili

Tímamörk

Skapaðar verði aðstæður og hvatt til tengslamyndunar nýrra íbúa og þeirra sem fyrir eru, t.d. með íbúafundum og viðburðum, m.a. í samráði við félagasamtök.

Íbúar sveitarfélagsins

Þegar við á

Félagasamtök eru hvött til að auglýsa viðburði hjá sér líka á ensku. Félagasamtök verða hvött til að bjóða nýja íbúa í sínar raðir.

Félagasamtök

Þegar við á

Þjónusta íþróttahúss taki í auknum mæli mið af þörfum nýrra íbúa. Tímatafla og þjónusta íþróttahús sé aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt á fjölbreyttan hátt.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Þegar við á

Þjónusta bókasafns taki í auknum mæli mið af þörfum nýrra íbúa. Athugaðir eru möguleikar á lengri opnunartímum á bókasafninu, setustofu, kaffi, bókaskiptum (book exchange) og bókum á öðrum tungumálum.

Skólastjórar og stjórn Odda bs

Vor 2026

Nýjum íbúum sé við fyrsta tækifæri gerð grein fyrir möguleikum þeirra til að læra íslensku. Sveitarfélagið styður við íslenskukennslu fyrir útlendinga á svæðinu með samstarfi við fræðsluaðila á svæðinu t.d. með því að leggja til húsnæði. Starfsmönnum sveitarfélagsins skal gert kleift að sækja íslenskunámskeið.

Sveitarstjórn og markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd

Vor 2026

 

Skólamál

Skólar sveitarfélagsins taka vel á móti nemendum sínum og skólastarfið tekur mið af fjölbreyttum nemendahóp.

 

 

 

 

 

 

Aðgerð

Ábyrgðaraðili

Tímamörk

Skólar og Leikskólar skulu í samvinnu móta verkferla og fara eftir þeim við móttöku nýrra nemenda.

Skólastjórar, leikskólastjórar og stjórn Odda bs

 

Vor 2026

Markviss fjölmenningarfræðsla fari fram í skólunum.

Skólastjórar, leikskólastjórar og stjórn Odda bs

 

Vor 2026

Leik- og grunnskólar skulu leggja mikla áherslu á að kenna erlendum börnum íslensku, en jafnframt hvetja foreldra til að kenna þeim móðurmálið. Skólarnir skapi vettvang í samvinnu við foreldra, til þess að halda utan um móðurmálskennslu.

 

 

Skólastjórar, leikskólastjórar og stjórn Odda bs

 

 

 

Vor 2026

Lögð verði áhersla á samskipti heimilis og skóla og tryggt að foreldrar fái nauðsynlegar upplýsingar og öðlist skilning á skólastarfinu og námi barna sinna ásamt tómstunda- og íþróttastarfi. Grunn- og leikskólar vinni í sameiningu kynningarefni með því helsta sem varðar skólagöngu barnsins. Hver einstaklingur fái tengilið úr hópi starfsmanna fyrstu 2 árin.

 

 

Skólastjórar, leikskólastjórar og Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi

 

 

 

 

Vor 2026

 

Um stofnun Fjölmenningarráðs.

Hlutverk ráðsins: Fjölmenningarráð Rangárþings ytra er markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd, sveitarstjórn og öðrum nefndum til ráðgjafar í málefnum nýrra íbúa. Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og móta stefnu og gera tillögur til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar sem varðar verksvið þess. Fjölmenningarráð aðstoðar markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd við undirbúning fjölmenningarferðar/ viðburðar sem haldinn er á hverju vori.

Fyrirkomulag: Ráðið heldur fundi svo oft sem þurfa þykir en að minnsta kosti árlega að vori. Ráðið getur haldið fundi opna almenningi, eftir því sem við á. Ráðið fylgir samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp. Formaður ráðsins sér um að boða nefndina til fundar í samráði við Íþrótta og fjölmenningarfulltrúi sem er starfmaður ráðsins og sjá þeir sameiginlega um undirbúning funda hennar. Sveitarstjóra er frjálst að sitja fundi fjölmenningarráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Þá getur ráðið boðað til fundar einstaka starfsmenn sveitarfélagsins sem og aðra þá sem það telur þörf á hverju sinni.

Starfstími ráðsins „Fjölmenningarráð“ er skipað til tveggja ára í senn. Fjölmenningarráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Ráðið skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

 

Yfirlit yfir þær upplýsingar sem verða á heimasíðu

  • Upplýsingar um verkalýðsfélög
  • Upplýsingar um Lífeyrissjóði
  • Upplýsingar um lögregluna og sýslumann
  • Upplýsingar um d. Aflið samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi
  • Upplýsingar um öryggismál, vegagerð, veður og náttúruvá
  • Upplýsingar um þjónustu s.s. pósthús og banka, búðina, verkstæðið, og annað sem nýtist.
  • Umfjöllunum um hvaða leiðir við notum til að auglýsa í sveitinni, d. Búkolla, um síður á Facebook sem eru mikið notaðar í RY, upplýsingasíður jafnt sem sölusíður.
  • Upplýsingar um félög og félagslíf .
  • Upplýsingar um menningu: Tónlist, kórar, tónlistarskólinn.
  • Upplýsingar um kirkjur á svæðinu og aðra söfnuði.
  • Upplýsingar um íslenskunám.
  • Upplýsingar varðandi flutning í sveitarfélagið, s. kennitala, lögheimili, dvalarleyfi, tryggingar, island.is.
  • Upplýsingarit á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um fyrstu skrefin í íslensku samfélagi og á atvinnumarkaði sé aðgengilegt hjá sveitarfélögum á sem flestum tungumálum.

http://www.mcc.is/wp-content/uploads/2018/11/EEA-and-EFTA-citizens-

IS-EN-2018-ok.pdf

https://www.mcc.is/wp-content/uploads/2018/11/non-EEA-and-EFTA-citizens-IS-EN-2018-ok.pdf

  • Upplýsingar um félags- og skólaþjónustu. Upplýsingar um skóla og félagsstarf fyrir börn. Upplýsingar um heilsugæsluna, apótek, 112, sjukra.is, spítala, heilsuvera.is, Rauða kross síminn, barnavernd, félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu.
  • Upplýsingar um túlkaþjónusta

 

  • Upplýsingar um íþróttahúsið og sundlaug, worldclass, íþróttafélög og ungmennafélög á svæðinu, Heklu, Garp, Framtíðina, Skytturnar, Geysi, Golfklúbbinn og KFR.
  • Upplýsingar um bókasafnið
  • Upplýsingar um félagsstarf aldraða

 

Viðauki 3

Hugmyndir fyrir sveitarfélagið, félagasamtök, saumaklúbba og stofnanir

  • Skipulagning viðburða
  • Fá nýja íbúa til að starfa með hópnum
  • Auglýsa viðburði á d. ensku, pólsku
  • Skipuleggja svo ekki séu margir viðburðir í einu í sveitinni
  • Finna leiðir til að ná til sem flestra þegar er auglýst
  • Mikilvægt að segja nýju fólki frá því hve mikið við notum Facebook í skipulagningu og auglýsingum
  • Auglýsa á Facebook
  • Þýða auglýsingar á ensku
  • Nota póstlista
  • Huga að ferðamáta fólks

Hugmyndir viðburðum:

  • Fyrirlestrar
  • Spilakvöld
  • Tölvuleikjahittingur
  • Matarhittingur
  • Námskeið (prjónanámskeið, saumanámskeið, matreiðslunámskeið, smíðanámskeið, tölvunámskeið)
  • Tónleikar
  • Ljósmyndaklúbbur
  • Leikhús
  • Viðburðir úti
  • Skipuleggja einhverskonar mót eða keppni
  • Sýna bíómyndir með enskum texta (t.d. íslenskar myndir), d. í Menningarsalnum með skjávarpa
  • Hlaupaklúbbur
  • Gönguhópur
  • Leiklistarhópur

 

  • Ratleikur
  • Sundhópur
  • Gönguferðir
  • Partí – ball, dans
  • Sumarmarkaður, svipaður og jólamarkaðurinn
  • Tungumálahittingur þar sem fólk getur æft sig í að tala íslensku
  • Barnamenningarhátíð
  • Upplýsingar um möguleika til að fara á skíði
  • Viðburður eins og Jónsmessa að vetri
  • Fleiri viðburði- viðburðadagatal – sudurlif.is

 

Viðauki 4

Vegna móttökuáætlunar í skólunum.

http://hjalli.hjalli.is/hjalli/vefur_mottokuaaetlun_born_erlenduruppruni.pdf

https://reykjavik.is/mottokuaaetlun-vegna-barna-med-islensku-sem-annad-tungumal.pdf

http://www.hvaleyrarskoli.is/media/stodthjonusta/Mottaka-tvityngdra-nemenda.pdf

https://erlendir.akmennt.is/wp-

content/uploads/2016/04/innflhandbok.pdf

 

 

Ráðgjöf, t.d. hjá Fjölmenningarsetri, www.mcc.is

Í fjölmenningarstefnu Eyþings er áhugaverður listi fyrir móttökuviðtal og móttökuáætlun fyrir skóla:

https://erlendir.akmennt.is/wp-content/uploads/2017/12/fjolmenningarstefna_eythings_2017_lokautgafa. pdf

 

 

https://reykjavik.is/fjolmenning-i-leikskola Hugmyndir:

  • Það getur verið gott fyrir nýja nemendur að fá fyrst að heimsækja skólann utan skólatíma með foreldrum sínum og fá að sjá húsnæðið,

s.s. baðherbergi, eldhús, skólastofur og íþróttahús.

  • Það getur verið gott fyrir nýjan nemenda af fá annan nemenda sem vin fyrstu mánuðina. Það væri gott að fá upplýsingar frá skólanum á t.d.
  • Gott að vita um skóladagatalið, stundaskrá og þau verkefni sem börnin eru að fást við á hverjum degi/ viku/mánuði svo að foreldrar geti stutt við námið heima.

 

  • Áður en nýir nemendur koma í skólann er gott að vita d. hversu stór

skólinn er, hvernig skólaárið er og stundatöflur.

  • Það er gott fyrir foreldra leikskólabarna að fá að vita hvað börnin þurfa að hafa með sér og hvenær á að taka það heim aftur.
  • Það væri gott að þýða þessar upplýsingar og gera enn skýrari.
  • Upplýsingar um skólakerfið á Íslandi, d. um hvað þarf að greiða s.s. leikskólagjöld og matinn og þá hvað mikið. Það er gott fyrir fjölskyldur að vita þetta fyrirfram til þess að geta skipulagt fjármál sín.
  • Það er gott að vita um íslenskar hátíðir og siði, t.d. Þorrablót, Öskudagur, Litlu jólin, árshátíð, jól og páska. Einnig væri hægt að vera með viðburð í kringum t.d. páska sem byggði á erlendri hefð, t.d. pólskri.
  • Upplýsingar um menningarmun (nesti, mæting í foreldraviðtöl,

afmæli/gjafir, íþróttastarf o.fl.).

  • Mikilvægt að skapa sem mest tengsl við foreldra barna af erlendum uppruna og vera með viðburði til að tengja nýja nemendur og foreldra þeirra inn í hópinn.
  • Íslenskukennsla getur farið fram í litlum hópum, t.d. þrisvar í viku í nokkra mánuði. Íslenskukennsla getur farið fram í litlum hópum, d. með eldri nemendum í leik í skólahúsnæði og skólalóð.

 

Viðauki 5

Aðrar hugmyndir og pælingar:

  • Íslenskunámskeið, (12 vikna, ca 50 manns)
  • Fræðsla –
    • námsnetið
    • is - Renata
  • Aðgangur að bara tala? – láta fyrirtæki vita af styrkveitingu á móti.
  • Bæklingar á ensku og pólsku
  • Óformlegur hittingur til að spjalla á íslensku – (Tungumálakaffi)
    • Bakarí
    • Bóndabær
    • Hesthús
    • Sundlaug
    • Rækt
    • Ferðafélagið
    • Kirkjan
    • Önnur félagasamtök
  • Leiðsögn um bæinn
    • Bæjarskrifstofur
    • Leikskóli
    • Skóli
    • Íþróttasvæði- Sundlaugar
    • Veiði

 

  • Gönguleiðir/gönguferðir/ferðafélagið
  • Innviðir
  • Skatturinn
  • Heilsugæslan
  • Verslunin
  • Bakarí
  • Apótek
  • Matsölustaðir
  • Annað í nágrenninu – frítt og það sem er greitt fyrir
  • Selfoss-Hvolsvöllur
  • Viðburðir á ensku
  • Hestar og námskeið
  • Er bæklingurinn á ensku?
  • Hvað er í boði fyrir erlenda íbúa?
  • Hvernig er þeim tekið?
  • Hvernig er inngildingin – er sveitarfélagið með frumkvæði?
  • Hvernig er tungumálaframsetningu háttað?
  • Hefur verið gerð skoðanakönnun á líðan fólks?