19. fundur 13. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Oddi bs - 23

2001002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 209

2001003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 209 Tillaga að endurskoðaðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. lögð fram og samþykkt samhljóða. Huldu Karlsdóttir falið að koma henni í birtingu í Stjórnartíðindum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti endurskoðaðar samþykktir um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 209 Ýmsar útfærslur á grenndarstöðvum ræddar. Ákveðið að vinna að samræmingu grenndarstöðvanna þriggja á Hellu, Hvolsvelli og við Meiri-Tungu í samstarfi við sveitarfélögin.
  Gerð var skoðanakönnun um opnunartíma á Strönd á fésbókarsíðu Sorpstöðvarinnar, og var þátttakan góð. Jafnfram var kannað hvernig opnnartíma er háttað hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Við tillögugerð var tekið mið af þeim upplýsingum sem söfnuðust. Lögð fram tillaga að breyttum opnunartíma á Strönd. Nýr opnunartími tekur gildi 1. mars 2020. Opnunartíminn verður eftirfarandi: apr-sept, mán-fös. kl. 13:30-18 og á lau kl. 10-16, okt-mar, mán-fim. kl. 13:30-17, fös. kl. 13:30-16 og lau kl. 11-15. Lokað verður á sunnudögum. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Rangárþings ytra - 20

1912005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 20 Hreiðar Hermannsson hótelstjóri á Stracta hótel, fyrir hönd Mosfells fasteignar ehf, óskar eftir að fá að stækka núverandi lóð undir Stracta hótel, bæði til suðurs og vestur. Áform eru um verulega stækkun hótelsins. Heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun yrði um 7,5 ha.

  Hreiðar hefur áður sent inn óformleg erindi um annars vegar stækkun lóðar til suðurs og hins vegar til vesturs. Hreiðar hefur komið og kynnt hugmyndir sínar fyrir m.a. byggðarráði 28. mars 2019 og einnig á fundi með sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6. janúar 2020. Hugmyndir um uppbyggingu hafa verið að mótast og eru nú orðnar skýrari og að mörgu leyti mjög spennandi. Í grunninn eru hugmyndirnar þær að koma upp stórum a.m.k. 500 manna ráðstefnusal á svæðinu sunnan Stracta hótels og jafnframt að reisa þar í framtíðinni aðra hóteleiningu sem fylgir til hins ýtrasta stöðlum um vistvænar byggingar og starfsemi. Ráðstefnusalur af þessari stærð myndi gerbreyta forsendum þess að laða hingað stærri ráðstefnur og uppákomur. Á svæðinu vestan við núverandi lóð Stracta er hugmyndin að reisa í austurhlið hæðarinnar nokkur nýstárleg gistihús með gagnsæju þaki þar sem njóta mætti m.a. norðurljósa og stjörnudýrðar himinsins. Væri þar um að ræða nýjung í ferðaþjónustu á svæðinu sem trúlega er mikill áhugi fyrir.

  Byggðaráð tekur jákvætt í erindi Hreiðars. Byggðarráð leggur til að núverandi lóð verði stækkuð til vesturs og ný lóð verði stofnuð að sunnanverðu. Byggðaráð áréttar að gera þarf nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi fyrir svæðið ef áform umsækjanda verða að veruleika.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki að núverandi lóð að Rangárflötum 4 verði stækkuð til vesturs og að ný lóð verði stofnuð sunnan við Rangárflatir 4 og henni úthlutað til Mosfells fasteignar ehf til byggingar á m.a. ráðstefnusal. Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar til frekari útfærslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 20 Meðfylgjandi umsögn um Miðhálendisþjóðgarð var send inn í samráðsgátt stjórnvalda f.h. sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti umsögn um Miðhálendisþjóðgarð sem send var inn í samráðsgátt stjórnvalda.

  Samþykkt samhljóða.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir vék af fundi undir lið 4.19

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22

2001001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Umrætt svæði er á skilgreindu fjarsvæði vatnsverndar skv. Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd leggur til að stöðuleyfi verði veitt fyrir 4 salerniseiningar frá 1. mars til og með 31. október 2020. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd telur að mesta öryggis sé gætt með einni tengingu frá Suðurlandsvegi og aftan við núverandi lóðir. Nefndin tekur undir með Vegagerðinni að aðkomuvegur skuli vera vestan við lóðina Lyngás 5. Nefndin leggur til að kallað verði eftir fullu samráði á milli lóðarhafa, sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar og vonast til að ný aðkoma líti dagsins ljós eins fljótt og unnt er. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd telur að húsnæðið Dynskálar 49 geti alveg hýst ökutækjaleigu og gerir því engar athugasemdir við áform umsækjanda. Bent er á að lokaúttekt hefur ekki farið fram á umræddu húsnæði. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýstum degi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýstum degi. Varðandi sýnda aðkomu að lóðinni frá Þingskálavegi telur nefndin það illmögulegt að hún nái að uppfylla ítrustu fjarlægðarkröfur veghönnunar sökum staðhátta og telur að álit Vegagerðarinnar þurfi að liggja fyrir áður en tillaga verður kynnt. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur ekki ástæðu til að kynna lýsinguna sérstaklega. Nefndin samþykkir fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til að leggja fram deiliskipulag af frístundasvæði úr landi Jarlsstaða. Nefndin samþykkir fram lagða lýsingu og telur ekki þörf á að kynna hana þar sem áform hafa verið þekkt í langan tíma með skilgreiningu núverandi landnotkunar í aðalskipulagi. Nefndin samþykkir því meðfylgjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur jafnframt rétt að gerðar verði breytingar á afmörkun frístundasvæðisins í aðalskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá þeirri breytingu samhliða ferli deiliskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd telur að breyta þurfi forsendum fyrirhugaðrar breytingar þar sem áform voru að lóðir yrðu aftur færðar til landbúnaðarnota. Vegna þess hversu lítill hluti lóðastærðar er innan Rangárþings ytra eigi að skilgreina svæðið sem íbúðasvæði, sér í lagi þær lóðir sem liggja meðfram Suðurlandsvegi. Leita skal álits Skipulagsstofnunar á því hvort sama eigi við um aðrar lóðir sem ná 2 ha stærðarmarki, s.s. lóð nr 21 og 33. Að öðru leyti telur nefndin að búið sé að uppfylla kröfur Skipulagsstofnunar og samþykkir því gögnin með fyrirvara um skilgreininguna hér að ofan. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Það er álit skipulagsnefndar, eftir að hafa farið yfir álit lögfræðings sveitarfélagsins, að gera þurfi breytingar á landnotkun fyrir umrætt svæði, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðabyggð. Tillagan að deiliskipulaginu hefur verið uppfærð að teknu þessu tilliti og einnig liggur fyrir tillaga að breytingu á landnotkun. Skipulagsnefnd samþykkir fram lagðar tillögur og telur rétt að þær verði auglýstar að nýju. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar ábendingar og athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við þeim í meðfylgjandi tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Rangárþing ytra sendi deiliskipulag Grásteins til Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga með bréfi dags. 18.11.2019. Skipulagsstofnun kom á framfæri athugasemdum við deiliskipulagið með bréfi til sveitarstjórnar dags. 11.12.2019. Þær lutu einna helst að vegi sem er í sameign eigenda lögbýlanna Fagurhóls og Grásteins en samkvæmt deiliskipulagi samþykktu af sveitarstjórn er gert ráð fyrir aðkomu um þann veg. Í innsendum athugasemdum ábúenda Fagurhóls kemur fram að þeir telji að samþykki þeirra þurfi til eigi að hafa sameignarveginn innan deiliskipulagssvæðisins sem og vegna fyrirhugaðrar aðkomu um veginn. Skipulagsnefnd vill árétta bókun frá 19. fundi nefndarinnar 11. nóvember 2019 sem var staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 14.11.2019 en með henni var litið svo á að innsendum athugasemdum hefði verið svarað með fullnægjandi hætti og var umsögn send til hlutaðeigandi. Ekki er ágreiningur um að umræddur vegur er í sameign framangreindra aðila. Skipulagsvaldið er hjá sveitarstjórn sem er heimilt að skipuleggja land innan sinna staðarmarka. Það er ekki eins og hér stendur á forræði skipulagsyfirvalda að taka afstöðu til einkaréttarlegs ágreinings er varðar réttarstöðu tengdum umræddum vegi. Slíka deilu verða aðilar að leysa á öðrum vettvangi. Skipulagsnefnd samþykkir að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðis í deiliskipulagi Fagurhóls í samræmi við afmörkun deiliskipulags Grásteins. Nefndin vill árétta að framlagt deiliskipulag nær einungis að landamörkum Grásteins. Að mati skipulagsnefndar hefur öðrum atriðum verið fullnægt og leggur nefndin til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt fram minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem fram kemur að frekari gögn hafi borist vegna málsins sem taka þurfi afstöðu til. Tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd staðfestir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við sjálfa lýsinguna en áskilur sér rétt til frekari umsagna á síðari stigum skipulagsferilsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 8

2002001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Sveitarfélagið hefur sent inn umsókn til Landlæknisembættis um að verða Heilsueflandi samfélag. Stefnt er að undirskrift með landlækni og sveitarstjóra í byrjun mars og tilkynna á sama tíma íþróttamann ársins 2019.

  Drög eru lögð fram að dagskrá viðburða Heilsueflandi samfélags fyrir árið 2020.

  Tillaga er gerð að stýrihóp, sem verður lögð fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi. Fimm einstaklingar eru tilnefndir.


  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta-, og tómstundanefndar og að eftirtalin myndi stýrihóp um heilsueflandi samfélag:

  Sigríður Hannesdóttir (f.h. eldri borgara) til vara Jón Ragnar Björnsson, Árbjörg Sunna Markúsdóttir (f.h. Ungmennaráðs) til vara Goði Gnýr Guðjónsson, Ástþór Jón Ragnheiðarson (f.h. íþróttafélaga) til vara Guðmundur Jónasson, Steindór Tómasson og Björk Grétarsdóttir (sveitarstjórn) til vara Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Haraldur Eiríksson. Björk Grétarsdóttur er falið að stýra hópnum. Sveitarstjórn óskar jafnframt eftir að fá drög að dagskrá viðburða sem vísað er til í fundargerðinni.

  Samþykkt samhljóða.

6.Starfshópur um aðstöðumál Helluskóla

1907050

Skýrsla faghópa og ákvarðanir um næstu skref.
Fyrir liggur sameiginleg skýrsla faghópanna tveggja um byggingu á nýjum leikskóla á Hellu og aðstöðumál Grunnskólans á Hellu. Í ljósi niðurstaðna sem fram koma í skýrslunni er tillaga um að myndaður verði einn faghópur fyrir áframhaldandi undirbúning þessara tveggja verkefna. Í faghópnum starfi: Björk Grétarsdóttir oddviti og formaður Odda bs, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs, Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri Heklukoti, Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Hellu, Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri. Verkefni faghópsins verði að undirbúa verkefnið hvað varðar skipulagsmál á skólasvæðinu, taka saman vinnugögn fyrir hönnun oþh, gera tillögu að fyrirkomulagi hönnunar og vali á leiðum, setja upp tímalínu og helstu vörður og undirbúa íbúafund í vikunni 16-22 mars þar sem m.a. verður farið yfir verkefnið og leitað eftir viðbrögðum frá íbúum. Gert er ráð fyrir að undirbúningi verksins verði lokið fyrir 15. nóvember 2020 þannig að hægt verði að bjóða út fyrstu verkþætti árið 2021.
Sveitarstjóra falið að gera netkönnun á því hvaða fundartími væri hentugastur fyrir íbúafund og stinga þar upp á kvöldfundi þann 16. mars eða hádegisfundi laugardaginn 21. mars og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund til ákvörðunar.

Samþykkt samhljóða.

7.Bílaplan á Hellu. Stöðuleyfi fyrir matarvagn 2020

2001034

Hermann Rúnarsson og Guðbjörg Ágústsdóttir sækja um leyfi til að staðsetja og starfrækja matarvagn sinn á bílaplaninu sunnan við Menningarsalinn á Hellu. Áformað er að starfsemi hefjist 1. maí og ljúki 30. nóvember 2020.
Tillaga um að gefið verði út stöðuleyfi frá 1. maí 2020 - 30. nóvember 2020 til Hermanns Rúnarssonar og Guðbjargar Ágústsdóttur fyrir matarvagn við bílaplan Miðjunnar.

Samþykkt samhljóða.

8.Sveitarfélagið Degaiciai Litháen - ósk um samstarf

2001043

Laima Jakaite fyrir hönd sveitarfélagsins Degaiciai í Telsiai sýslu í Litháen vill kanna áhuga á mögulegu tvíhliða samstarfi við Rangárþing ytra varðandi samfélagsleg verkefni.
Lagt fram erindi frá Laima Jakaite fyrir hönd sveitarfélagsins Degaiciai í Telsiai sýslu í Litháen varðandi mögulegt samstarf. Tillaga um að vísa erindinu til byggðarráðs til umfjöllunar og tillögugerðar.

Samþykkt samhjóða.

9.Heimsókn til danskra sveitarfélaga

2002014

Þátttaka í sameigninlegri ferð Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga 9-12 mars nk.
Tillaga er um að fulltrúar frá Rangárþingi ytra taki þátt í skipulagðri ferð á vegum SASS til Danmerkur þar sem nokkur sveitarfélög verða heimsótt. Gert er ráð fyrir að alls fari um 60 í ferðina og þá miðað við að fjórir fari frá hverju sveitarfélagi. Brottför er að morgni mánudagsins 9. mars og heimkoma síðdegis fimmtudaginn 12. mars nk. Gert er ráð fyrir að frá Rangárþingi ytra færu oddvitar beggja sveitarstjórnarlista ásamt sveitarstjóra. Heildarkostnaður vegna ferðarinnar er áætlaður 625.000 kr. Gert er ráð fyrir að þetta rúmist innan fjárhagsáætlunar og færist á sameiginlegan kostnað.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Fyrirspurnir:

1. Ritun Hellusögu: Á 13. fundi sveitarstjórnar 8. september 2019 kom fram að verið væri að ganga frá myndefni og bókin væri að verða tilbúin til prentunar. Hver er staðan á ritun Hellusögu og hvenær er áætlað að verkið komi út?
Svar sveitarstjóra: Útgáfan er nær tilbúin til prentunar. Stefnt er að útgáfu á þessu ári en nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir.

2. Íbúafundur um rekstur: Á 8. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2019 var tillaga Á-lista um íbúafund um rekstur samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn og tímasetja. Nú, ári, síðar hefur ekki verið boðað til fyrrgreinds fundar. Hvað veldur því að sveitarstjóri framfylgi ekki þessari ákvörðun sveitarstjórnar?
Svar sveitarstjóra: Þær dagsetningar sem miðað var við gengu ekki upp af ýmsum ástæðum og því frestuðust fundir. Stefnt er að íbúafundi í vikunni 16-22 mars n.k. þar sem kynnt verða fjármál sveitarfélagsins og einnig kynnt og rædd sú vinna sem hafin er við undirbúning fyrir nýjan leikskóla á Hellu og viðbyggingu við grunnskólann á Hellu.

3. Endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins: Á 2. fundi sveitarstjórnar, 13. september 2018 var ákveðið að sveitarfélagið myndi kaupa sex fullbúnar íbúðir og átti afhending þeirra að vera árið 2019. Hefur sveitarfélagið fengið þessar íbúðir afhentar? Af hverju er sveitarfélagið nú að auglýsa íbúðir til leigu í Þrúðvangi 31, eign sem sveitarfélagið seldi árið 2018?
Svar sveitarstjóra: Sveitarfélagið hefur keypt og fengið í sína umsjá fimm íbúðir og reiknað er með að sú sjötta verði afhent í lok mars 2020. Þessar ibúðir eru komnar í útleigu í samráði við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. Þrúðvangur 31 hefur verið afhentur nýjum eiganda en að hans ósk hefur sveitarfélagið haft milligöngu um útleigu íbúðanna út árið 2020 en í flestum tilfellum eru leigjendur starfsmenn sveitarfélagsins eða skjólstæðingar félagsþjónustunnar.


Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

11.Ósk um styrk vegna Þorrablóts

2002013

Þorrablótsnefnd Holtamanna
Fyrir liggur erindi frá Þorrablótsnefnd Holtamanna með ósk um að fá styrk á móti húsaleigu á Laugalandi til að halda blótið.

Í allmörg ár hefur gilt sú regla að Þorrablót og Kartöfluball íbúa í Rangárþingi ytra sem haldin eru í húsnæði sveitarfélagsins hafa greitt lágmarksgjald sem nú er 439 kr á miða í húsaleigu. Þessi greiðsla hefur verið hugsuð til að standa straum af beinum kostnaði Íþróttamiðstöðvarinnar vegna þrifa, rafmagns, húsvörslu og slíkra þátta.
Tillaga er um að hafna erindinu en taka fyrrgreindar viðmiðunarreglur jafnframt til endurskoðunar og vísa til undirbúnings næstu fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

12.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2020

13.Umsókn um tækifærisleyfi Kartöfluball 2020

2002016

Beiðni frá Sýslumanni Suðurlands
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við tækifærisleyfi til að halda Kartöfluball í Íþróttahúsinu Þykkvabæ 21-22 mars 2020. Umsækjandi og ábyrgðarmaður er Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir kt. 090559-4359.

Samþykkt samhljóða.

14.Umsókn um tækifærisleyfi Laugalandi

2001036

Beiðni frá Sýslumanni Suðurlands.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við tækifærisleyfi til að halda Þorrablót á Laugalandi 22-23 febrúar 2020. Umsækjandi er Umf Ingólfur kt. 660169-5989 og ábyrgðarmaður Haraldur Eiríksson.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn situr hjá (HE).

15.Viðbygging íþróttahús - verkfundir

1907053

Fundargerð nr. 10
Lagt fram til kynningar.

16.HES - stjórnarfundur 202

2002006

Fundargerð frá 04022020
Lagt fram til kynningar.

17.Félagsmálanefnd - 73 fundur

2002007

Fundargerð frá 06022020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Fundargerðir frá 2 og 3 fundi starfshóps.
Lagt fram til kynningar.

19.Bergrisinn - stjórnarfundur 12

2002012

Fundargerð frá 21012020

20.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - fundur 878

2002004

Fundargerð frá 31012020
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?