20. fundur 23. janúar 2020 kl. 16:00 - 17:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 9. Umsókn um tækifærisleyfi Laugaland og var það samþykkt. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Yfirlit um rekstur janúar-desember sl. ár
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-desember 2019.

2.Umsókn um styrk til HSK 2020

1912044

Tillaga um að styrkja HSK um 170 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

3.Kvenfélagið Sigurvon 80 ára

1912045

Tillaga er um að styrkja Kvenfélagið Sigurvon um 275 þ. kr vegna ársþings Sambands sunnlenskra kvenna. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða.

4.Styrkumsókn frá Aflinu

1912027

Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

5.Landmannahellir. Umsókn um lóð L12.

1910070

Ágúst Guðbergsson fyrir hönd Ferðaklúbbsins 4X4, Suðurnesjadeild, óskar eftir að fá úthlutaðri lóð í Landmannahelli undir aðstöðu sína. Gert er ráð fyrir byggingu húss undir starfsemi félagsins og með möguleika á gistingu fyrir allt að 25 manns því tengdu.
Lóðir hafa ekki verið stofnaðar né auglýstar úr þjóðlendunni Landmannaafrétti og erindið er því ekki tímabært. Tillaga er um að hafna erindinu að sinni.

Samþykkt samhljóða.

6.Rangárflatir 4. Umsókn um stækkun lóðar

2001019

Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hótels, óskar eftir að fá að stækka núverandi lóð undir Stracta hótel, bæði til suðurs og vestur. Áform eru um verulega stækkun hótelsins. Heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun yrði um 7,5 ha.
Hreiðar Hermannsson hótelstjóri á Stracta hótel, fyrir hönd Mosfells fasteignar ehf, óskar eftir að fá að stækka núverandi lóð undir Stracta hótel, bæði til suðurs og vestur. Áform eru um verulega stækkun hótelsins. Heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun yrði um 7,5 ha.

Hreiðar hefur áður sent inn óformleg erindi um annars vegar stækkun lóðar til suðurs og hins vegar til vesturs. Hreiðar hefur komið og kynnt hugmyndir sínar fyrir m.a. byggðarráði 28. mars 2019 og einnig á fundi með sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6. janúar 2020. Hugmyndir um uppbyggingu hafa verið að mótast og eru nú orðnar skýrari og að mörgu leyti mjög spennandi. Í grunninn eru hugmyndirnar þær að koma upp stórum a.m.k. 500 manna ráðstefnusal á svæðinu sunnan Stracta hótels og jafnframt að reisa þar í framtíðinni aðra hóteleiningu sem fylgir til hins ýtrasta stöðlum um vistvænar byggingar og starfsemi. Ráðstefnusalur af þessari stærð myndi gerbreyta forsendum þess að laða hingað stærri ráðstefnur og uppákomur. Á svæðinu vestan við núverandi lóð Stracta er hugmyndin að reisa í austurhlið hæðarinnar nokkur nýstárleg gistihús með gagnsæju þaki þar sem njóta mætti m.a. norðurljósa og stjörnudýrðar himinsins. Væri þar um að ræða nýjung í ferðaþjónustu á svæðinu sem trúlega er mikill áhugi fyrir.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindi Hreiðars. Byggðarráð leggur til að núverandi lóð verði stækkuð til vesturs og ný lóð verði stofnuð að sunnanverðu. Byggðaráð áréttar að gera þarf nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi fyrir svæðið ef áform umsækjanda verða að veruleika.

7.Endurnýjum Þjónustusamnings

1910075

Umf. Hekla
Endurnýjun þjónustusamningsins hefur verið í undirbúningi en er ekki lokið. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja tillögu að endurnýjuðum samningi fram á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

8.Þjóðgarður á miðhálendinu

1706009

Umsögn send í samráðsgátt stjórnvalda.
Meðfylgjandi umsögn um Miðhálendisþjóðgarð var send inn í samráðsgátt stjórnvalda f.h. sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um tækifærisleyfi Laugalandi

2001036

Umsókn vegna tækifærisleyfis vegna Þorrablóts.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við tækifærisleyfi til að halda Þorrablót Ásahrepps 8-9 febrúar 2020. Umsækjandi er Sóley Ösp Karlsdóttir 150487-2269.

Samþykkt samhljóða.

10.Aðalfundarboð

2001021

Aðalfundir 2017 og 2018 fyrir Veiðifélag Eystri-Rangár
Lagt fram til kynningar.

11.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2020

2001033

35. ársþing boðun
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?