34. fundur 12. maí 2021 kl. 16:00 - 16:59 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bættist liður 3. Skipulags- og umferðarnefnd og var það samþykkt samhljóða og aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 35

2104009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 35 Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum tekjum frá jöfnunarsjóði 29,5 mkr, auknum launakostnaði í aðalsjóði samtal 14,5 mkr og lækkun rekstrarkostnaðar 2 mkr. Þá gerir viðaukinn ráð fyrir að launakostnaður í þjónustumiðstöð lækki um 6,6 mkr og tekjur þjónustumiðstöðvar lækki jafnframt um 6,6 mkr. Viðaukinn kallar ekki á auknar fjárhemildir og er til hækkunar á handbæru fé.

    Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 2 atkvæðum (HE,HT), 1 á móti (MHG).
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 á móti (MHG,ST,YH).

    Bókun Á-lista:

    Fulltrúar Á-lista hafa ekki fengið fullnægjandi rökstuðning með þeirri ákvörðun að bæta við 60% stöðugildi í skipulags- og byggingarmál. Í núgildandi fjárhagsáætlun var mikils aðhalds gætt í launakostnaði allra stofnana sveitarfélagsins og m.a. gert ráð fyrir fækkun stöðugilda í þjónustumiðstöð seinnipart árs, en með þessum viðauka er þeirri áætlun breytt. Í árferði sem þessu er rétt að forgangsraða verkefnum og athuga hvort verkefni geti beðið fram á næsta ár, en þá væri sjálfsagt að auglýsa nýtt starf við skipulags- og byggingarmál ef þörf er á því.

    Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
    Steindór Tómasson
    Yngvi Harðarson

    Bókun D-lista:
    Eins og fram kemur í minnisblaði sem fylgir til útskýringar á viðaukanum þá er að stærstum hluta verið að flytja verkefni á milli deilda en jafnframt verið að bregðast við auknu álagi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa sem að langmestu leyti skilar sér í auknum tekjum sveitarfélagsins auk þess að bæta þjónustu.

    Björk Grétarsdóttir
    Haraldur Eiríksson
    Hjalti Tómasson
    Ágúst Sigurðsson
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 35 Gert hefur verið nýtt kauptilboð í Helluvað I sem byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti. Bókun fundar Borist hefur gagntilboð frá landeigendum dagsett 11.5.2021. Lagt er til að fela sveitarstjóra að funda með fulltrúa landeigenda um næstu skref í málinu og leggja minnisblað fyrir næsta fund byggðarráðs. Afgreiðslu gagntilboðs frestað.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 35 Lagður fram listi með umsækjendum um starfið en þeir eru alls 13 talsins. Lagt til að sveitarstjóri ásamt oddvita og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur kalli umsækjendur til viðtals og undirbúi ákvarðanatöku varðandi ráðninguna.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 35 Eyþór Máni Steinarsson kom inn á fundinn í Zoom og kynnti hugmyndina. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að deilileiga fyrir rafhlaupahjól verði sett upp á Hellu frá og með sumrinu 2021 enda verði öll skilyrði fyrir slíkum rekstri uppfyllt og séð verði til þess að ekki stafi hætta af tækjunum á og við gangstéttir og göngustíga í þorpinu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 39

2104011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 39 Fyrir liggur tillaga starfhóps Odda bs vegna ráðningar skólastjóra við Laugalandsskóla. Tillaga starfshópsins er að ráða Yngva Karl Jónsson sem skólastjóra Laugalandsskóla og samþykkir stjórn Odda bs það samhljóða.

    Greinargerð: Starfið var auglýst í Morgunblaðinu, Dagskránni og Búkollu og á heimasíðum Rangárþings ytra og Ásahrepps í mars 2021 með umsóknarfrest til 9. apríl 2021. Umsækjendur voru 6 talsins. Umsóknir voru flokkaðar með tilliti til þess hversu vel umsækjendur uppfylltu menntunar- og hæfniskröfur og ljóst að mjög góðar umsóknir lágu fyrir. Í auglýsingu um starfið var tekið fram að leitað væri eftir einstaklingi sem væri tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag með samstöðu og árangur að leiðarljósi. Jafnframt var lagt upp úr því að nýr skólastjóri væri tilbúinn að viðhalda þeim góða skólabrag sem einkennt hefur starf Laugalandsskóla. Gerðar voru þær menntunar- og hæfniskröfur að umsækjandi hefði leyfisbréf sem grunnskólakennari og byggi að farsælli kennslureynsla í grunnskóla. Þá þyrfti umsækjandi að hafa framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða búa að farsælli stjórnunarreynslu. Önnur atriði sem lögð voru til grundvallar voru færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð og hæfni í samskiptum. Þá var reynsla í fjármálastjórnun talinn kostur.
    Ákveðið var í stjórn Odda bs að fela eftirtöldum að taka viðtöl við umsækjendur: Björk Grétarsdóttir oddviti Rangárþings ytra og formaður stjórnar Odda bs, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og framkvæmdastjóri Odda bs, Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti Ásahrepps og stjórnarmaður í Odda bs og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir stjórnarmaður í Odda bs og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi ytra. Umsækjendur mættu til viðtals á Hellu dagana 20-21 apríl 2021 og hvert viðtal tók allt að 1 klst.
    Það var samdóma álit þeirra sem viðtölin tóku að hæfastur til að gegna starfinu væri Yngvi Karl Jónsson. Haft var samband við samstarfsaðila úr fyrri störfum og fékk hann góða umsögn þar til að gegna starfi skólastjóra.
    Yngvi Karl Jónsson er 58 ára og er starfandi náms- og starfsráðgjafi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Hann er fæddur og uppalinn fyrstu árin á Torfastöðum í Fljótshlíð en bjó síðar á Hvolsvelli og í Hveragerði auk þess sem hann dvaldi við nám og störf í Bandaríkjunum um árabil. Yngvi Karl býr nú á Hellu með fjölskyldu sinni. Yngvi Karl er með BA í sálfræði og MA í ráðgjöf frá UNC-háskólanum í Charlotte í Norður-Karólínu auk meistaragráðu í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur sinnt kennslu í grunnskólunum í Hveragerði, Eyrarbakka og Stokkseyri og Hvolsvelli. Hann veitti forstöðu meðferðarheimili Barnaheilla á Geldingalæk um árabil og var árið 2010 ráðinn af Barnaverndarstofu til að setja á stofn meðferðarheimilið Lækjarbakka og var þar forstöðumaður til ársins 2020. Hann hefur einnig starfað sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og stýrt félagsmiðstöðvum. Þá hefur Yngvi Karl sinnt íþróttaþjálfun meðfram öðrum störfum alla tíð auk þess sem hann hefur verið virkur í sveitarstjórnarmálum.


    Bókun fundar Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir yfir mikilli ánægju með að ráðinn hefur verið nýr skólastjóri við Laugalandsskóla eftir vandað umsóknarferli. Jafnframt vill sveitarstjórnin nota tækifærið og þakka fráfarandi skólastjóra Sigurjóni Bjarnasyni einstaklega farsælt starf við stjórnun skólans frá árinu 1993. Það er hverju samfélagi dýrmætt að skólastarfið sé í traustum höndum og um það ríki sátt enda tengist grunnskólinn nær öllum heimilum á einhverjum tímapunkti. Við þessi tímamót er Sigurjóni jafnframt óskað velfarnaðar í þeim viðfangsefnum sem taka við.

    Samþykkt samhljóða.

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38

2104008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Uppfæra þarf deiliskipulag í tengslum við breytta afmörkun lóða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulags- og umferðanefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar til framkvæmda við bílastæðið við gönguleiðina að Rauðufossum. Í samræmi við lið 13.03 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um framkvæmdaleyfi til gerðar bílastæðis við Rauðufossa. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu á samkomutjaldi á umræddum stað. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi og viðkomandi lóðum verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarlóðir. Nefndin leggur því til að gerð verði tilheyrandi breyting í aðalskipulagi og heimilar jafnframt umsækjanda að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin ítrekar að við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi núverandi deiliskipulag fyrir Efra-Sel 3E dags 27.11.2018. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að núverandi deiliskipulag verði fellt niður og leggur til að við framlagningu nýrrar tillögu, sem áform eru uppi um að verði lögð fram, verði skilgreint í greinargerð að gildandi deiliskipulag falli niður við gildistöku þess nýja. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 38 Farið yfir stöðuna á svæðinu og hugmyndir reifaðar. Reiknað verði með að haldinn verði aukafundur með ráðgjöfum mánudaginn 17. maí nk. Bókun fundar Til kynningar.

4.Ársreikningur 2020

2104009

Til seinni umræðu
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2020 var staðfestur af byggðaráði fimmtudaginn 15. apríl 2021 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 15. apríl 2021 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf. Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu kr. 2.073 milljónum. Rekstrarniðurstaða var neikvæð um kr. 15 milljónir. Eigið fé í árslok 2020 var 1.948 milljónir. Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2020. Sveitarstjórn færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins sem skilar ásættanlegri niðurstöðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna heimsfaraldurs.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista telja jákvætt að tekjur sveitarfélagsins séu yfir áætlun ársins 2020 og að rekstur sveitarfélagsins sé í sæmilegu jafnvægi, þrátt fyrir áhrif heimsfaraldar. Fulltrúar Á-lista vekja þó enn og aftur athygli á viðvarandi tapi Suðurlandsvegar 1-3 hf. Árið 2020 var félagið rekið með 22 milljóna króna tapi og er þá heildartap félagsins á árunum 2010-2020 alls nærri 190 milljónum króna. Eignarhlutur Rangárþings ytra er sem fyrr tæp 70%. Á 37. fundi sveitarstjórnar, 10. maí 2017, samþykkti sveitarstjórn samhljóða að selja hlut Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf., enda fellur rekstur þess félags ekki undir lögbundna starfsemi sveitarfélaga. Fulltrúum Á-lista þykir miður að þessari ákvörðun hafi ekki verið fylgt eftir af fullri alvöru og hvetja til þess að það verði eitt af forgangsverkefnum sveitarstjórnar að selja þennan eignarhluta, sér í lagi þar sem fyrir liggur að fjármagna þurfi nýjan leik- og grunnskóla. Þrátt fyrir þessa ábendingu hafa fulltrúar Á-lista fulla trú á að hægt verði að snúa rekstri félagsins við til hins betra í höndum einkaaðila.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista hafa fulla trú á því Suðurlandsvegur 1-3 hf eigi góða framtíð en nú er staðan sú að fasteign félagsins er fullnýtt og öll leigjanleg rými í útleigu. Jafnframt er lokið endurfjármögnun félagsins sem mun verða til verulegra hagsbóta. Ekkert er því til fyrirstöðu að selja hlut sveitarfélagsins en finna þarf rétta tímann til þess. Reyndar má benda á að það kom greinilega í ljós nú nýverið, varðandi farsæla niðurstöðu fyrir framtíð matvöruverslunar á Hellu, að heppilegt var að sveitarfélagið átti enn sinn hlut í umræddu félagi.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

5.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Frumhönnun Arkís ásamt greinargerð faghópsins og tillaga til afgreiðslu.
Lögð fram greinargerð faghópsins þar sem fram kemur að undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi framkvæmda við stækkun grunnskólans á Hellu og nýjan leikskóla á Hellu ásamt aðstöðu fyrir tónlistarskóla. Þann 20. apríl s.l. skilaði Arkís frumdrögum að skólasvæðinu í samræmi við þann samning sem gerður var þann 12. janúar 2021. Fulltrúar Arkís kynntu þá afrakstur vinnu sinnar á fundi með faghópnum. Afurð vinnunnar var í formi frumdraga nýbygginar fyrir grunnskólann og leikskólann Heklukot á Hellu. Frumdrögin eru í formi greinargerðar og teikninga auk þess sem gróf kostnaðaráætlun fylgir. Öllum sem að málinu hafa komið ber saman um að þessi vinna hefur gengið ákaflega vel og myndin orðin skýr varðandi hönnun og staðsetningu þeirra bygginga sem reisa þarf til að svara eftirspurn og kröfum varðandi uppbyggingu skólanna til framtíðar. Tillaga faghópsins er að unnið verði eftir þessum frumdrögum. Jafnframt verði lagt upp með að hefjast þegar handa við fullnaðarhönnun áfanga 1 með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist í lok ársins 2021.

Sveitarstjórn fagnar því hversu vel hefur miðað við undirbúning þessa mikilvæga verkefnis. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að leita samninga um fullnaðarhönnun 1 áfanga sbr. tillögu faghópsins og láta vinna lögboðið mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins til næstu ára. Jafnframt er lagt til að áformaðar framkvæmdir verði kynntar á opnum íbúafundi um næstu mánaðamót.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6.Umgengni í Aldamótaskógi - erindi frá Skógræktarfélagi Rangæinga

2011049

Minnisblað varðandi frágang á efnisnámu
Lagt fram minnisblað frá Forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi jarðvegsnámu í landi Gaddstaða sem hefur verið starfrækt um nokkuð langt skeið. Nú er svo komið að efnistaka er farin að ná að mörkum Aldamótaskógar og því þarf að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar.

Lagt er til að efnistöku verði hætt á þessum stað frá og með 1. júlí 2021 og í framhaldi af því verði unnið að frágangi námusvæðisins til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

7.Land úr Gaddstöðum - kauptilboð

2103058

Til afgreiðslu
Bergþóra Björg Jósepsdóttir og Haraldur Magnússon hafa óskað eftir því að kaupa leiguland sitt úr Gaddstöðum. Landið er talið vera tæpir 40 ha og er á óskipulögðu svæði.

Lagt er til að bjóða leigjendum að kaupa allt að 5 ha spildu á sambærilegum kjörum og leigjendum frístundalóða í Gaddstaðalandi hefur staðið til boða undanfarin ár. Sveitarstjóra verði falið að funda með leigjendum og eftir atvikum leggja fram útfært kauptilboð á næsta fundi byggðarráðs.

Samþykkt með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS, 3 sitja hjá (MHG,ST,YH).

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista sitja hjá þar sem upplýsingar um málið eru ekki nægar til að taka afstöðu til þess. Ekki er tilgreint hvaða land er til sölu og eins er söluvirði ekki tilgreint.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

8.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Fundargerð til kynningar og starfsreglur til afgreiðslu.
Lagt er til að sveitarstjórn samþykki starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd fyrir Suðurhálendið

Samþykkt samhhljóða.

9.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 897 fundur

2105013

Fundargerð
Til kynningar.

10.Samtök orkusveitarfélaga - 46 stjórnarfundur

2105014

Fundargerð
Til kynningar.

11.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmis skjöl og tilkynningar.
Til kynningar.

12.Landsáætlun í skógrækt

2105010

Drög til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Landgræðsluáætlun 2021-2031

14.Endurheimt skógarlandslags

2105015

Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.
Lagt er til að sveitarfélagið taki vel í þátttöku í verkefni um endurheimt skógarlandslags í anda s.k. Bonn áskorunar. Landsvæði sem teljast til Hekluskóga eru að stórum hluta innan sveitarfélagsins Rangárþings ytra og fellur það verkefni algjörlega að markmiðum Bonn áskorunarinnar. Sveitarstjórn vísar því til Hekluskógaverkefnisins sem gríðarlega mikilvægs framtaks til endurheimtar skógarlandslags á Íslandi.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 16:59.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?