Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bætist liður 2. Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 2, liður 8. Deilileiga fyrir rafhlaupahjól í Rangárþingi Ytra og liður 10. Oddi bs - 39 fundur og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1 og 2.
1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021
2101039
Yfirlit um rekstur janúar-mars
KV kynnti rekstraryfirlitið.
2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 2
2104048
Tillaga að viðauka 2 - 2021
Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum tekjum frá jöfnunarsjóði 29,5 mkr, auknum launakostnaði í aðalsjóði samtal 14,5 mkr og lækkun rekstrarkostnaðar 2 mkr. Þá gerir viðaukinn ráð fyrir að launakostnaður í þjónustumiðstöð lækki um 6,6 mkr og tekjur þjónustumiðstöðvar lækki jafnframt um 6,6 mkr. Viðaukinn kallar ekki á auknar fjárhemildir og er til hækkunar á handbæru fé.
Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 2 atkvæðum (HE,HT), 1 á móti (MHG).
Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 2 atkvæðum (HE,HT), 1 á móti (MHG).
3.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2021
2104039
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2021. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu
2002054
Fundargerðir og tillögur vinnuhópsins
Lagt fram til kynningar.
5.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu
2104028
Staða mála
Gert hefur verið nýtt kauptilboð í Helluvað I sem byggðarráð staðfestir fyrir sitt leyti.
6.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021
2102027
Fyrirspurn um atvinnulóðir, tillaga um samstarf um heilsueflandi samfélag og erindi um öryggi á leikvöllum.
6.1 Atvinnulóðir
Fyrirspurn frá síðasta fundi sveitarstjórnar: Á kortasjá Rangárþings ytra má nú sjá yfirlit yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu. Eru einhverjar atvinnulóðir lausar? Fulltrúar Á-lista óska eftir að fá lista yfir úthlutaðar óbyggðar atvinnulóðir þar sem kemur fram hvenær úthlutun átti sér stað, hvort gatnagerðagjöld hafi verið greidd og í kjölfarið gerður lóðaleigusamningur eins og úthlutunarreglur kveða á um.
Svar: sjá samantekt í sérstöku skjali.
6.2 Tillaga um samstarf - heilsueflandi samfélag.
Undirrituð leggur til að athugað verði hvort Rangárþing eystra hefði áhuga á samstarfi með fyrirlestra og verkefni tengdum heilsueflandi samfélagi.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista
Tillögunni vísað til stýrihóps um heilsueflandi samfélag til afgreiðslu og úrvinnslu.
Samþykkt samhljóða.
6.3. Erindi um öryggi á leikvöllum
Undirrituð hefur fengið ábendingar um að ástand leiktækja á opnum leiksvæðum á Hellu sé verulega ábótavant og ekki hafi verið farið í úrbætur þrátt fyrir óformlegar ábendingar íbúa. Undirrituð leggur til að farið verði strax yfir leiktækin og þau lagfærð til að tryggja öryggi barna sem þau nota.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að farið sé yfir þessi atriði og vísar erindinu til þjónustumiðstöðvar til viðeigandi aðgerða.
Fyrirspurn frá síðasta fundi sveitarstjórnar: Á kortasjá Rangárþings ytra má nú sjá yfirlit yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu. Eru einhverjar atvinnulóðir lausar? Fulltrúar Á-lista óska eftir að fá lista yfir úthlutaðar óbyggðar atvinnulóðir þar sem kemur fram hvenær úthlutun átti sér stað, hvort gatnagerðagjöld hafi verið greidd og í kjölfarið gerður lóðaleigusamningur eins og úthlutunarreglur kveða á um.
Svar: sjá samantekt í sérstöku skjali.
6.2 Tillaga um samstarf - heilsueflandi samfélag.
Undirrituð leggur til að athugað verði hvort Rangárþing eystra hefði áhuga á samstarfi með fyrirlestra og verkefni tengdum heilsueflandi samfélagi.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista
Tillögunni vísað til stýrihóps um heilsueflandi samfélag til afgreiðslu og úrvinnslu.
Samþykkt samhljóða.
6.3. Erindi um öryggi á leikvöllum
Undirrituð hefur fengið ábendingar um að ástand leiktækja á opnum leiksvæðum á Hellu sé verulega ábótavant og ekki hafi verið farið í úrbætur þrátt fyrir óformlegar ábendingar íbúa. Undirrituð leggur til að farið verði strax yfir leiktækin og þau lagfærð til að tryggja öryggi barna sem þau nota.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að farið sé yfir þessi atriði og vísar erindinu til þjónustumiðstöðvar til viðeigandi aðgerða.
7.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
2102015
Úrvinnsla umsókna um Heilsu- íþrótta-, og tómstundafulltrúa
Lagður fram listi með umsækjendum um starfið en þeir eru alls 13 talsins. Lagt til að sveitarstjóri ásamt oddvita og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur kalli umsækjendur til viðtals og undirbúi ákvarðanatöku varðandi ráðninguna.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Deilileiga fyrir rafhlaupahjól í Rangárþingi Ytra
2104049
Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafhlaupahjól í Rangárþingi Ytra
Eyþór Máni Steinarsson kom inn á fundinn í Zoom og kynnti hugmyndina. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að deilileiga fyrir rafhlaupahjól verði sett upp á Hellu frá og með sumrinu 2021 enda verði öll skilyrði fyrir slíkum rekstri uppfyllt og séð verði til þess að ekki stafi hætta af tækjunum á og við gangstéttir og göngustíga í þorpinu.
9.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021
2101007
Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál; frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál; frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál; tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál; frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál; frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál; frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál; frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál; frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál og frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Lagt fram til kynningar.
10.Oddi bs - 39
2104011F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra
2003013
Ýmsi skjöl tengd COVID19 málum.
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:55.