38. fundur 10. maí 2021 kl. 16:00 - 17:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Króktún land L197568. Landskipti

2105002

Sindri Bæring Halldórsson fyrir hönd landeiganda að Króktúni landi L197568 óskar eftir að fá að skipta úr landinu fjórum nýjum lóðum í samræmi við uppdrætti frá Eflu dags. 4.5.2021. Krókur 2, L231743 verður 4632,5 m2 að stærð, Krókur 3, L231744 verður 4952,7 m2 að stærð, Krókur 4, L231745 verður 5595,1 m2 og Krókur 5, L231746 verður 4684,8 m2 að stærð. Króktún land L197568 sem áður var 40820,0 m2 verður 20954,9 m2 eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Uppfæra þarf deiliskipulag í tengslum við breytta afmörkun lóða.

2.Leirubakki. Stofnun lóða. Höfuðból 110, 113 og 209

2104045

Anders Hansen fyrir hönd Emblu ferðaþjónustu ehf, landeiganda, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni 11003 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 110 og landeignanúmerið L231730, 11321 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 113 og landeignanúmerið L231731 nog 11716 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 209 og landeignanúmerið L231732 skv. uppdráttum frá Eflu, dags. 7.4.2021. Umræddar lóðir eru hluti af gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Rauðufossar. Bílastæði

2104034

Hákon Ásgeirsson fyrir hönd Umhverfisstofnunar óskar eftir framkvæmdaleyfi til gerðar bílastæðis við gönguleiðina að Rauðufossum í Friðlandi að Fjallabaki. Gögn og umsókn send með tölvupósti 14.4.2021.
Skipulags- og umferðanefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar til framkvæmda við bílastæðið við gönguleiðina að Rauðufossum. Í samræmi við lið 13.03 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um framkvæmdaleyfi til gerðar bílastæðis við Rauðufossa. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

4.Faxaflatir. Umsókn um stöðuleyfi fyrir sölu- og samkomutjöld

2105009

Úlfar Þór Gunnarsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir allt að 400 m2 samkomutjaldi á lóðinni Faxaflatir, þar sem núverandi hestaleiga er til húsa. Ráðgert er að vera með streetfood matvagnamarkað (mathallarstemmningu) ásamt öðrum menningartengdum viðburðum. Sótt er um frá og með 15. maí til og með 30. september 2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu á samkomutjaldi á umræddum stað.

5.Árbæjarhellir 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2104038

Eigendur lóða nr. 2a, 2b, 2c, 2d og 2e úr Árbæjarhelli 2, L198670, óska eftir að fá landnotkun lóða sinna breytt úr frístundanotkun í íbúðar- eða landbúnaðarnot að nýju. Áform eru uppi um skráningu lögheimilis á einhverjum lóðanna eftir breytinguna. Aðkoma að svæðinu er þegar skilgreind í skipulagi og breytist ekki. Fallið er frá fyrri ósk um nýja tengingu inná Árbæjarveginn og því verða ekki gerðar breytingar á núverandi aðkomu að svæðinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi og viðkomandi lóðum verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarlóðir. Nefndin leggur því til að gerð verði tilheyrandi breyting í aðalskipulagi og heimilar jafnframt umsækjanda að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

6.Bjallasel, Bjalladalur og Sveitin, deiliskipulag

2105003

Vignir Bjarnason fyrir hönd landeigenda að Bjallaseli, Bjalladal og Sveitinni, óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir umræddar lóðir í samræmi við uppdrátt Akks arkitekta dags. 5.5.2021. Gert verði ráð fyrir byggingareitum innan hverrar lóðar þar sem heimilt verði að reisa allt að 150 m2 íbúðarhús, 200 m2 skemmu, gróðurhús, útihús innan hvers byggingarreits auk 80 m2 gestahúss.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin ítrekar að við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi núverandi deiliskipulag fyrir Efra-Sel 3E dags 27.11.2018.

7.Næfurholt. Deiliskipulag

2105005

Silje Dalen fyrir hönd landeigenda að Næfurholti óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af tveimur lóðum úr Næfurholti í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 29.4.2021. Gert verði ráð fyrir lóð undir íbúðarhús og bílskúr sem fengi heitið Næfurholt 2 ásamt lóð undir skemmu. Sú lóð fengi heitið Lambhústún. Aðkoma er af Þingskálavegi (268) um núverandi aðkomuveg (2759).
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Minni Vellir 5. Deiliskipulag

2105004

Sigurður Ólafsson eigandi Minni Valla 5 óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt í samræmi við uppdrátt frá Landslagi dags. 5.5.2021. Gert verði ráð fyrir byggingu allt að 300 m2 íbúðarhúss og 600 m2 skemmu með mögulegu hesthúsi að hluta ásamt gestahúsi og útihúsum.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Efra-Sel 3E. Breyting á deiliskipulagi

2104020

Skipulagsnefnd lagði til á síðasta fundi að heimila breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 27.11.2018 fyrir Efra-Sel 3E. Í byrjun kynningarferils á tillögunni komu fram aðrar áherslur landeigenda og hefur nú verið óskað eftir að gildandi deiliskipulag verði fellt niður.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að núverandi deiliskipulag verði fellt niður og leggur til að við framlagningu nýrrar tillögu, sem áform eru uppi um að verði lögð fram, verði skilgreint í greinargerð að gildandi deiliskipulag falli niður við gildistöku þess nýja.

10.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að gera þyrfti nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2002011

Lagðar eru fram hugmyndir fyrir gerð deiliskipulags fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði suðaustast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir aðkomu, götum, bílastæðum o.fl. Lagðar fram hugmyndir til skoðunar.
Farið yfir stöðuna á svæðinu og hugmyndir reifaðar. Reiknað verði með að haldinn verði aukafundur með ráðgjöfum mánudaginn 17. maí nk.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?