Fyrir góð ráð og traustar upplýsingar um COVID-19 bendum við á eftirfarandi síðu Embætti Landlæknis og Almannavarna:

Covid.is

Reglur um gildandi samkomutakmarkanir má nálgast á covid.is

Þjónusta sveitarfélagsins vegna gildandi takmörkunar - gildir til og með 2. febrúar 2022.

Vegna skólastarfs – frá 26.1.2022:

Viðmiðunarreglur um sóttvarnir í leik- og grunnskóla vegna Covid-19

Börn fara einungis í sóttkví þegar smit kemur upp á heimili viðkomandi. Það sama gildir um starfsmenn, nema þeir séu þríbólusettir þá mega þeir mæta til vinnu en þurfa þá að vera í smitgát.

Ef einhver á heimilinu er í einangrun skal barn vera heima í sóttkví.

Börn verða að vera einkennalaus til að mega koma aftur í skólann eftir Covid-19 smit þrátt fyrir að vera útskrifuð úr einangrun. Ef börn sýna einhver einkenni eftir að hafa snúið aftur eftir einangrun verða þau send heim. Þetta er gert til að vernda eins og kostur er börn og starfsmenn skólans.

Sama gildir um starfsmenn auk þess sem þeir skulu bera grímu í starfi í 14 daga eftir að þeir koma til baka úr einangrun.

Sé einhver á heimili barns að bíða eftir niðurstöðu úr skimun skal barn vera heima þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir.

Foreldrar eru hvattir til að hafa börn sín heima ef þau sýna minnstu einkenni sem gætu verið Covid-19 og eru foreldrar þá hvattir til að fara með barnið í sýnatöku áður en það kemur í skólann.

Foreldrar komi einungis inn í leik- og grunnskóla ef brýna nauðsyn beri til eða með leyfi starfsmanna.

Þessi viðmið verða endurskoðuð eftir þörfum.

----

Viðbragðsáætlanir vegna COVID-19:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?