1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita
2502016
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.
2.Ársreikningur 2024 Rangárþing ytra
2503030
Seinni umræða.
Friðrik Einarsson, löggiltur endurskoðandi, fór yfir endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024 í fjarfundi.
JGV og IPG tóku til máls
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2024 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 9.apríl 2024 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 9. apríl 2024 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs, Rangárljós, Suðurlandsvegur 1-3 hf auk samstarfsverkefna í B hluta.
Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 3.859 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 376 milljónir kr en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 338 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 3.731 milljónum kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.
Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista lýsa ánægju með að afkoma sveitarfélagsins sé svo góð og ársreikningur ber með sér. Sérstaklega er ánægjulegt hversu vel langtímaáætlanir sem gerðar voru fyrir uppbyggingu skólamannvirkja hafa staðist í öllum megin atriðum þó vissulega hafi verið hægt á verkefnum af þekktum ástæðum. Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut í fjármálum þannig að reksturinn verði áfram jafn burðugur og geti staðið undir þeirri gæðaþjónustu sem sveitarfélagið veitir og frekari uppbyggingu þar á. Vert er að þakka fjármálastjóra fyrir gott utanumhald um fjármál sveitarfélagsins. Þó afkoman sé með ágætum eru þó atriði sem ástæða er til að huga að til framtíðar. Fjöldi viðauka við áætlunina á árinu bera með sér að úrbóta sé þörf varðandi undirbúning fjárhagsáætlunar hjá stofnunum sveitarfélagsins. Sé rýnt í upphaflega áætlun má sjá að áætlun um tekjur gekk ágætlega eftir að frátöldum framlögum úr jöfnunarsjóði sem voru rúmum þrjú hundruð milljónum hærri en áætlað var. Rekstargjöld A- og B hluta fóru tæpum tvö hundruð milljónum fram úr upphaflegri áætlun og rúmum 70 milljónum fram úr áætlun með viðaukum. Þetta eru stórar upphæðir og hægt hefði verið að forgangsraða þeim í annað, s.s dagdvöl fyrir fólk með heilabilun eða upp í fjárfestingu í stað lántöku. Heilt yfir hefur reksturinn þó gengið vel. Gott samstarf hefur verið innan sveitarstjórnar í öllum megin atriðum og er fyrir það þakkað. Áhersla er lögð á áframhaldandi vilja til samstarfs um ráðdeild í rekstri, metnaðarfulla uppbyggingu og góða þjónustu með jafnræði allra íbúa að leiðarljósi. (IPG, EÞI, BG)
Bókun Á-lista:
Ársreikningur Rangárþings ytra vegna ársins 2024 sýnir glögglega að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er traust, reksturinn er í góðu lagi og staðan sterk. Einnig sýnir ársreikningurinn að hjá sveitarfélaginu ríkir ráðdeild og varkárni í rekstrinum og um leið vilji og áhugi að standa vörð um góða þjónustu og uppbyggingu innviða til framtíðar.
Aðalatriðið er að tekjur dugi fyrir gjöldum og rekstrarafgangur sé til staðar. Hafa ber í huga að gjöld og skattar á íbúa eins og t.d fasteignagjöld, leikskólagjöld o.fl. eru með þeim lægstu á landinu. Fjöldi verkefna er fyrirhugaður á næstu árum og mikilvægt að haldið sé utan um þau af festu og yfirvegun. Rekstrarafgangur A og B hluta er 376 m.kr., þar af er rekstrarafgangur A hluta 338 m.kr., og er þetta því besta rekstrarafkoma frá því sveitarfélagið varð til. A hluti er sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður að öllu leyti með skatttekjum. Samtals rekstrarafgangur af samstæðu Rangárþings ytra það sem af er þessu kjörtímabili eru tæpar 900 m.kr. Skuldahlutfall sveitarfélagsins helst óbreytt á milli ára þrátt fyrir að mestu framkvæmdir í sögu sveitarfélagsins séu í gangi, en framkvæmt var á síðasta ári fyrir um 900 m.kr.
Það er skoðun okkar að það skipti miklu máli að íbúarnir finni að þeir tilheyri samfélagi sem nýtir fjármuni þeirra á skynsaman hátt og ávinningurinn skili sér í betri þjónustu við þá sjálfa. Góð rekstrarafkoma á síðasta ári endurspeglar markvissa stefnu og faglega fjármálastjórn, sem býr til sterkan grunn til að halda áfram að styrkja sveitarfélagið og bæta enn þjónustu við íbúa.
Á-listinn horfir til framtíðar með ábyrgð og bjartsýni og mun halda áfram byggja upp gott og öflugt samfélag þar sem m.a. fjárhagslegur styrkur sveitarfélagsins nýtist öllum íbúum á raunverulegan hátt. (EVG, MHG, VMÞ og BS)
JGV og IPG tóku til máls
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2024 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 9.apríl 2024 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 9. apríl 2024 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs, Rangárljós, Suðurlandsvegur 1-3 hf auk samstarfsverkefna í B hluta.
Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 3.859 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 376 milljónir kr en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 338 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 3.731 milljónum kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.
Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista lýsa ánægju með að afkoma sveitarfélagsins sé svo góð og ársreikningur ber með sér. Sérstaklega er ánægjulegt hversu vel langtímaáætlanir sem gerðar voru fyrir uppbyggingu skólamannvirkja hafa staðist í öllum megin atriðum þó vissulega hafi verið hægt á verkefnum af þekktum ástæðum. Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut í fjármálum þannig að reksturinn verði áfram jafn burðugur og geti staðið undir þeirri gæðaþjónustu sem sveitarfélagið veitir og frekari uppbyggingu þar á. Vert er að þakka fjármálastjóra fyrir gott utanumhald um fjármál sveitarfélagsins. Þó afkoman sé með ágætum eru þó atriði sem ástæða er til að huga að til framtíðar. Fjöldi viðauka við áætlunina á árinu bera með sér að úrbóta sé þörf varðandi undirbúning fjárhagsáætlunar hjá stofnunum sveitarfélagsins. Sé rýnt í upphaflega áætlun má sjá að áætlun um tekjur gekk ágætlega eftir að frátöldum framlögum úr jöfnunarsjóði sem voru rúmum þrjú hundruð milljónum hærri en áætlað var. Rekstargjöld A- og B hluta fóru tæpum tvö hundruð milljónum fram úr upphaflegri áætlun og rúmum 70 milljónum fram úr áætlun með viðaukum. Þetta eru stórar upphæðir og hægt hefði verið að forgangsraða þeim í annað, s.s dagdvöl fyrir fólk með heilabilun eða upp í fjárfestingu í stað lántöku. Heilt yfir hefur reksturinn þó gengið vel. Gott samstarf hefur verið innan sveitarstjórnar í öllum megin atriðum og er fyrir það þakkað. Áhersla er lögð á áframhaldandi vilja til samstarfs um ráðdeild í rekstri, metnaðarfulla uppbyggingu og góða þjónustu með jafnræði allra íbúa að leiðarljósi. (IPG, EÞI, BG)
Bókun Á-lista:
Ársreikningur Rangárþings ytra vegna ársins 2024 sýnir glögglega að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er traust, reksturinn er í góðu lagi og staðan sterk. Einnig sýnir ársreikningurinn að hjá sveitarfélaginu ríkir ráðdeild og varkárni í rekstrinum og um leið vilji og áhugi að standa vörð um góða þjónustu og uppbyggingu innviða til framtíðar.
Aðalatriðið er að tekjur dugi fyrir gjöldum og rekstrarafgangur sé til staðar. Hafa ber í huga að gjöld og skattar á íbúa eins og t.d fasteignagjöld, leikskólagjöld o.fl. eru með þeim lægstu á landinu. Fjöldi verkefna er fyrirhugaður á næstu árum og mikilvægt að haldið sé utan um þau af festu og yfirvegun. Rekstrarafgangur A og B hluta er 376 m.kr., þar af er rekstrarafgangur A hluta 338 m.kr., og er þetta því besta rekstrarafkoma frá því sveitarfélagið varð til. A hluti er sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður að öllu leyti með skatttekjum. Samtals rekstrarafgangur af samstæðu Rangárþings ytra það sem af er þessu kjörtímabili eru tæpar 900 m.kr. Skuldahlutfall sveitarfélagsins helst óbreytt á milli ára þrátt fyrir að mestu framkvæmdir í sögu sveitarfélagsins séu í gangi, en framkvæmt var á síðasta ári fyrir um 900 m.kr.
Það er skoðun okkar að það skipti miklu máli að íbúarnir finni að þeir tilheyri samfélagi sem nýtir fjármuni þeirra á skynsaman hátt og ávinningurinn skili sér í betri þjónustu við þá sjálfa. Góð rekstrarafkoma á síðasta ári endurspeglar markvissa stefnu og faglega fjármálastjórn, sem býr til sterkan grunn til að halda áfram að styrkja sveitarfélagið og bæta enn þjónustu við íbúa.
Á-listinn horfir til framtíðar með ábyrgð og bjartsýni og mun halda áfram byggja upp gott og öflugt samfélag þar sem m.a. fjárhagslegur styrkur sveitarfélagsins nýtist öllum íbúum á raunverulegan hátt. (EVG, MHG, VMÞ og BS)
3.Makaskipti á landi. Rangárbakkar
2504069
Lögð fram afsöl vegna makaskipta á landi milli Rangárbakka, þjóð ísl hest ehf og Rangárþings ytra þar sem sveitarfélagið afsalar sér lóðunum Rangárbakka 1, F2196289, Rangárbakka 2, F2313116, Rangárbakka 2B, F2536697 og Rangárbakka 3, F2515700 en fær á móti lóðina Rangárflatir 10, F2529726.
Sveitarstjórn samþykkir afsölin vegna makaskipta á lóðunum og felur sveitarstjóra að undirrita þau.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir afsölin vegna makaskipta á lóðunum og felur sveitarstjóra að undirrita þau.
Samþykkt samhljóða.
4.Fjölmenningarráð - tillögur og val 2025
2502026
Skipun formanns.
Lagt til að formaður fjölmenningarráðs verði Magdalena Przewlocka.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
5.Þjónustusamningur Syndis
2505010
Trúnaðarmál
Samningur sem snýst um netöryggi. Fært í trúnaðarmálabók.
6.Erindi vegna öryggis og aðstöðumála - UMF Hekla
2504079
Lagt fram erindi frá UMF Heklu um vinnu vegna fallvarna á steinveggjum íþróttasalarins á Hellu og ástand hliðarkarfa.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Upplýst er að verið er að vinna að útfærslu á fallvörnum og áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Viðgerðir á búnaði hliðakarfa eru síðan í vinnslu og verður lokið fyrir haustið. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við öryggisúttekt og úrbætur verði lokið fyrir haustið.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Upplýst er að verið er að vinna að útfærslu á fallvörnum og áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Viðgerðir á búnaði hliðakarfa eru síðan í vinnslu og verður lokið fyrir haustið. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vinnu við öryggisúttekt og úrbætur verði lokið fyrir haustið.
Samþykkt samhljóða.
7.Fyrirspurnir fulltrúa D-lista
2408013
Svör við fyrirspurnum.
Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóra vegna fyrirspurnar um dagdvöl fyrir heilabilaða og tengdra sjúkdóma, upplýsingar um þróun stöðugilda 2022-2024 hjá sveitarfélaginu, Odda bs., Sorpstöð Rangárvallasýslu bs, og Brunavarna Rangárvallasýslu bs. og yfirlit yfir lögfræðikostnað 2022-2024.
BG, JGV, MHG, EÞI og IPG tóku til máls.
Bókun fulltrúa D-lista:
Dagdvöl fyrir fólk með heilabilun.
Fulltrúar D-lista þakka svörin en lýsa þó vonbrigðum sínum með hversu hægt sú vinna sem lagt var upp með í júní í fyrra gengur. Einungis einn fundur hefur verið haldinn í vinnuhópnum á tíu mánuðum. Á þeim fundi í september var samþykkt að fela sveitarstjórum og hjúkrunarforstjóra að því að finna leiðir til að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir dagdvöl innan húsnæðis Lundar og láta skoða rýmisþörf. Ekkert er að frétta af þeirri vinnu enn. Sú ákvörðun sem vísað er til í svarinu í janúar snýr að framtíðar uppbyggingu og er liður í mun stærra máli við stækkun Lundar sem ekkert er í hendi með hvenær af verði. Enn er aðkallandi þörf á að ljúka þeirri vinnu sem vinnuhópnum var falið og að finna út hvernig rekstrinum sé best háttað. Þá er nauðsynlegt að hraðað verði vinnu við að finna lausnir varðandi ráðningu iðjuþjálfa sem ákveðið var að vinna að í mars 2024. Það er stór liður í að efla þjónustu við fólk með heilabilun og þar liggja jafnframt tækifæri fyrir aðrar stofnanir sveitarfélagsins þar sem þörf hefur verið á iðjuþjálfa. Jákvætt er að tekist hafi á sínum tíma að fjölga dagdvalarrýmum og á hjúkrunarforstjóri Lundar miklar þakkir skilið fyrir sinn þátt í því. Áfram þarf að vinna að frekari fjölgun en þar ríður á að ljúka þeirri vinnu sem hér hefur verið rakin sem eru forsendur fyrir því að hægt sé að bjóða upp á dagdvöl fyrir fólk með heilabilun. Afkoma sveitarfélagsins býður vel upp á að fjárveitingum sé varið í þennan málaflokk og að nauðsynleg undirbúningsvinna fái einhvern forgang. Sú ráðstöfun hefði ekki neikvæð áhrif á þá uppbyggingu sem unnið er að á öðrum sviðum.
Aðkeypt lögfræðiþjónusta
Þegar þróun aðkeyptrar lögfræðiþjónustu er skoðuð 2022 til 2025 má sjá að heildar aðkeypt þjónusta fer úr 3,1 milljón árið 2022 í 15,7 milljónir króna árið 2024. Að frátaldri vinnu vegna fyrirhugaðra virkjana í Vaðöldu og Hvammsvirkjun upp á 6,7 milljónir og vegna kaupa á landi úr Helluvaði upp á 3,5 milljónir er aðkeypt þjónusta upp á 5,4 milljónir. Nær öllum viðskiptum er beint til einnar lögfræðistofu eða fyrir 14,3 milljónir á síðasta ári, samtals 24,8 milljónir á síðustu þremur árum. Bókun D-lista frá síðasta ári er ítrekuð varðandi nauðsyn þess að rýna þörfina fyrir aðkeyptri lögfræðiþjónustu, heilt yfir og hvernig mál rétt sé að leita aðstoðar með. Þá er rétt að hafa sem fyrsta valkost að kanna hvort lögfræðiráðgjöf Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnist sveitarfélaginu í þeim málum sem upp koma, enda er þar að finna sérþekkingu á málefnum sveitarfélaga. Þá þarf jafnframt að huga að því að þegar leitað er ráðgjafar hjá einkareknum lögfræðistofum að þar sé til staðar sérþekking í málefnum sveitarfélaga, ekki síst þegar um viðamikil og flókin mál er að ræða. Fulltrúar D-lista telja fulla þörf á að framkvæmd verði verðkönnun á lögfræðiþjónustu ef áfram er talin þörf á að kaupa svo mikla aðkeypta þjónustu. Annars vegar til að halda kostnaði niðri og hins vegar til að kanna hvar helstu sérfræðiþjónustu sé að finna. Fulltrúar D-lista eru í engu að setja út á þá þjónustu þeirra lögmanna sem keypt hefur verið, heldur fyrst og fremst að huga að því að farið sé vel með almannafé og að forgangsröðun á ráðstöfun þess sé rétt hverju sinni.
Starfsmannaþróun
Fulltrúar D-lista þakka samantekin svör. Eins og sjá má á yfirlitum sem fylgja hefur starfsmannaaukning verið nokkur á síðustu þremur árum hjá stofnunum sveitarfélagsins. Án þess að gera lítið úr aukinni þörf á mönnun er ástæða til að skoða reglubundið hvort hægt sé að leita hagræðingar í starfsmannamálum þannig að hægt sé að efla og festa þjónustuna í sessi en um leið að veita nauðsynlegt aðhald í útþenslu. Slíkum endurskoðunum fylgja alla jafnan ýmis tækifæri, ekki einungis í sparnaði heldur einnig í bættri þjónustu. (IPG, EÞI, BG).
Tekið stutt fundarhlé.
BG, JGV, MHG, EÞI og IPG tóku til máls.
Bókun fulltrúa D-lista:
Dagdvöl fyrir fólk með heilabilun.
Fulltrúar D-lista þakka svörin en lýsa þó vonbrigðum sínum með hversu hægt sú vinna sem lagt var upp með í júní í fyrra gengur. Einungis einn fundur hefur verið haldinn í vinnuhópnum á tíu mánuðum. Á þeim fundi í september var samþykkt að fela sveitarstjórum og hjúkrunarforstjóra að því að finna leiðir til að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir dagdvöl innan húsnæðis Lundar og láta skoða rýmisþörf. Ekkert er að frétta af þeirri vinnu enn. Sú ákvörðun sem vísað er til í svarinu í janúar snýr að framtíðar uppbyggingu og er liður í mun stærra máli við stækkun Lundar sem ekkert er í hendi með hvenær af verði. Enn er aðkallandi þörf á að ljúka þeirri vinnu sem vinnuhópnum var falið og að finna út hvernig rekstrinum sé best háttað. Þá er nauðsynlegt að hraðað verði vinnu við að finna lausnir varðandi ráðningu iðjuþjálfa sem ákveðið var að vinna að í mars 2024. Það er stór liður í að efla þjónustu við fólk með heilabilun og þar liggja jafnframt tækifæri fyrir aðrar stofnanir sveitarfélagsins þar sem þörf hefur verið á iðjuþjálfa. Jákvætt er að tekist hafi á sínum tíma að fjölga dagdvalarrýmum og á hjúkrunarforstjóri Lundar miklar þakkir skilið fyrir sinn þátt í því. Áfram þarf að vinna að frekari fjölgun en þar ríður á að ljúka þeirri vinnu sem hér hefur verið rakin sem eru forsendur fyrir því að hægt sé að bjóða upp á dagdvöl fyrir fólk með heilabilun. Afkoma sveitarfélagsins býður vel upp á að fjárveitingum sé varið í þennan málaflokk og að nauðsynleg undirbúningsvinna fái einhvern forgang. Sú ráðstöfun hefði ekki neikvæð áhrif á þá uppbyggingu sem unnið er að á öðrum sviðum.
Aðkeypt lögfræðiþjónusta
Þegar þróun aðkeyptrar lögfræðiþjónustu er skoðuð 2022 til 2025 má sjá að heildar aðkeypt þjónusta fer úr 3,1 milljón árið 2022 í 15,7 milljónir króna árið 2024. Að frátaldri vinnu vegna fyrirhugaðra virkjana í Vaðöldu og Hvammsvirkjun upp á 6,7 milljónir og vegna kaupa á landi úr Helluvaði upp á 3,5 milljónir er aðkeypt þjónusta upp á 5,4 milljónir. Nær öllum viðskiptum er beint til einnar lögfræðistofu eða fyrir 14,3 milljónir á síðasta ári, samtals 24,8 milljónir á síðustu þremur árum. Bókun D-lista frá síðasta ári er ítrekuð varðandi nauðsyn þess að rýna þörfina fyrir aðkeyptri lögfræðiþjónustu, heilt yfir og hvernig mál rétt sé að leita aðstoðar með. Þá er rétt að hafa sem fyrsta valkost að kanna hvort lögfræðiráðgjöf Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnist sveitarfélaginu í þeim málum sem upp koma, enda er þar að finna sérþekkingu á málefnum sveitarfélaga. Þá þarf jafnframt að huga að því að þegar leitað er ráðgjafar hjá einkareknum lögfræðistofum að þar sé til staðar sérþekking í málefnum sveitarfélaga, ekki síst þegar um viðamikil og flókin mál er að ræða. Fulltrúar D-lista telja fulla þörf á að framkvæmd verði verðkönnun á lögfræðiþjónustu ef áfram er talin þörf á að kaupa svo mikla aðkeypta þjónustu. Annars vegar til að halda kostnaði niðri og hins vegar til að kanna hvar helstu sérfræðiþjónustu sé að finna. Fulltrúar D-lista eru í engu að setja út á þá þjónustu þeirra lögmanna sem keypt hefur verið, heldur fyrst og fremst að huga að því að farið sé vel með almannafé og að forgangsröðun á ráðstöfun þess sé rétt hverju sinni.
Starfsmannaþróun
Fulltrúar D-lista þakka samantekin svör. Eins og sjá má á yfirlitum sem fylgja hefur starfsmannaaukning verið nokkur á síðustu þremur árum hjá stofnunum sveitarfélagsins. Án þess að gera lítið úr aukinni þörf á mönnun er ástæða til að skoða reglubundið hvort hægt sé að leita hagræðingar í starfsmannamálum þannig að hægt sé að efla og festa þjónustuna í sessi en um leið að veita nauðsynlegt aðhald í útþenslu. Slíkum endurskoðunum fylgja alla jafnan ýmis tækifæri, ekki einungis í sparnaði heldur einnig í bættri þjónustu. (IPG, EÞI, BG).
Tekið stutt fundarhlé.
8.Leikjanámskeið UMF Heklu
2505030
Lagt fram erindi frá Dögg Þrastardóttur varðandi hækkun á þátttökugjöldum vegna leikjanámskeiðs UMF Heklu.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið varðandi aukinn kostnað foreldra við leikjanámskeið sumarið 2025. Það er mikilvægt að börn hafi aðgang að skipulögðu sumarstarfi á viðráðanlegu verði. Ljóst er að umtalsverð hækkun hefur orðið á milli ára og er mikilvægt að það liggi fyrir hvaða ástæður eru fyrir verðbreytingunum. Sveitarstjóra og oddvitum meiri og minni hluta er falið að eiga samtal við forsvarmenn námskeiðanna og kanna hvort unnt sé að endurskoða gjaldskránna í ljósi framkominna athugasemda með það að markmiði að sem flest börn geti tekið þátt.
Samþykkt samhljóða
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið varðandi aukinn kostnað foreldra við leikjanámskeið sumarið 2025. Það er mikilvægt að börn hafi aðgang að skipulögðu sumarstarfi á viðráðanlegu verði. Ljóst er að umtalsverð hækkun hefur orðið á milli ára og er mikilvægt að það liggi fyrir hvaða ástæður eru fyrir verðbreytingunum. Sveitarstjóra og oddvitum meiri og minni hluta er falið að eiga samtal við forsvarmenn námskeiðanna og kanna hvort unnt sé að endurskoða gjaldskránna í ljósi framkominna athugasemda með það að markmiði að sem flest börn geti tekið þátt.
Samþykkt samhljóða
9.Þrúðvangur 6. L164926. Stracta Hótel Mosfell. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2505019
Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Hreiðars Hermannssonar fyrir hönd Stracta Hotel Mosfell ehf., kt. 470406-0380 um rekstarleyfis fyrir reksturs gististaðar í flokki IV-A (Hótel), á lóðinni Þrúðvangi 6, L164926 , Rangárþingi ytra. Umsókn barst 08.05.2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
10.Beiðni um umsögn - kaup Landsvirkjunnar á Akbraut
2505006
Matvælaráðuneytið óskar eftir umsögn sveitarstjórnar skv 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga vegna kaupa Landsvirkjunar á jörðinni Akbraut. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum sveitarfélagsins, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
Lagt til að sveitarfélagið geri ekki athugasemdir gagnvart kaupum Landsvirkjunar á jörðinni Akbraut.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að sveitarfélagið geri ekki athugasemdir gagnvart kaupum Landsvirkjunar á jörðinni Akbraut.
Samþykkt samhljóða.
11.2025 málasafn - Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis
2503012
Umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, 270. mál, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
12.Byggðarráð Rangárþings ytra - 37
2504007F
Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
-
Byggðarráð Rangárþings ytra - 37 Lagður fram endurnýjaður samningur um refaveiðar í fyrrum Djúpárhreppi
við Óskar Ólafsson og Ármann Ólafsson.
Byggðarráð leggur til að samþykkja samninginn og sveitarstjóra falið að undirita hann.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 37 Lagður fram endurnýjaður samningur um refaveiðar í Holta- og Landsveit
við Elimar Helga Sigurbjargarson.
Byggðarráð leggur til að samþykkja samninginn og sveitarstjóra falið að undirita hann.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 37 Lagður fram samningur um refaveiðar í fyrrum Rangárvallahreppi
við Pál Jóhannsson.
Byggðarráð leggur til að samþykkja samninginn og sveitarstjóra falið að undirita hann.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
BG víkur sæti við afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 37 Lögð fram drög að samningi um framkvæmda- og byggingareftirlit vegna Vaðölduvers milli Landsvirkjunar og sveitarfélagsins.
Byggðarráð leggur til að samþykkja samninginn og sveitarstjóra falið að undirita hann.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 37 Lagt fram minnisblað/upplýsingar frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöðu örútboðs í raforkukaup fyrir Rangárþing ytra og tengd byggðasamlög.
Lagt er til að semja við lægstbjóðanda og sveitarstjóra falið að undirita samning við viðkomandi aðila.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 37 Lagt til að endurnýja samning sveitarfélagsins við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands fyrir árin 2026-2028 og fela sveitarstjóra að undirrita hann en árleg greiðsla nemur kr. 50.000.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
13.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42
2504008F
Fundargerð skipulags- og umferðarnefndar lögð fram og staðfest.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin telur ekki tilefni til frekari viðbragða, samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
IPG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
IPG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila bæði í tengslum við kynningu á breytingun á landnotkun og í tengslum við breytinguna á deiliskipulaginu. Í ljósi framkominna umsagna beggja skipulagsferla sér nefndin ekki annað í stöðunni en að stöðva feril skipulagsins, bæði hvað varðar áformaða breytingu á landotkun lóðarinnar í aðalskipulagi og hvað varðar breytinguna á gildandi deiliskipulagi svæðisins. Lóðin verði því áfram skilgreind í frístundanotkun eins og verið hefur og tilheyrandi skilmálar hennar því óbreyttir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila bæði í tengslum við kynningu á breytingun á landnotkun og í tengslum við breytinguna á deiliskipulaginu. Í ljósi framkominna umsagna beggja skipulagsferla sér nefndin ekki annað í stöðunni en að stöðva feril skipulagsins, bæði hvað varðar áformaða breytingu á landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi og hvað varðar breytinguna á gildandi deiliskipulagi svæðisins. Lóðin verði því áfram skilgreind í frístundanotkun eins og verið hefur og tilheyrandi skilmálar hennar því óbreyttir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 42 Skipulags- og umferðarnefnd telur að framkvæmdir hafi dregist úr hófi fram á lóðinni Faxaflatir 4 en henni var úthlutað í október 2021 til uppbyggingar á 1.000-1.200 fermetra miðstöð þar sem gert yrði ráð fyrir ýmissi ferðatengdri þjónustu. Nefndin leggur til að lóðarhafa Faxaflata 4, verði gert að leggja fram skriflega tímasetta framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund Byggðarráðs þann 23. apríl næstkomandi og skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að fylgja því eftir.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Lögð fram framkvæmdaáætlun byggingarstjóra vegna framkvæmda á Faxaflötum 4 þar sem m.a. kemur fram að uppbyggingi eigi að vera lokið 2026.
Samþykkt samhljóða.
14.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43
2504012F
- 14.1 2504076 Vegabætur á Landvegi (26) frá vegamótum að Áfangagili að Þjórsárdalsvegi. Beiðni um umsögnSkipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Í samræmi við 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, þar sem Landsvirkjun áformar, í samstarfi við Vegagerðina, að gera endurbætur á um 13 km kafla á Landvegi (26) í Rangárþingi Ytra. Niðurstaða nefndarinnar er að endurbætur á umræddum vegakafla sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju með þann áfanga sem er að nást í uppbyggingu Landvegar frá afleggjara Dómadalsleiðar og inn á Sprengisandsveg. Hér er um áratuga langt baráttumál að ræða hjá sveitarstjórnum Rangárþings ytra og fyrirrennurum sem og Ásahrepps. Uppbygging vegarins er afar mikilvægur liður í samgöngum sveitarfélagsins, styrkir svæðið í heild fyrir ferðaþjónustu og býður upp á mikil tækifæri, enda hefur ástand vegarins verið með þeim hætti að hann hefur vart verið valkostur nema brýna nauðsyn beri til og fjöldi þeirra sem erindi eiga upp á Sprengisandsleið hafa valið að fara fremur um Þjórsárdal en upp Landveg. Ástæða er til að þakka alla þá baráttu sem átt hefur sér stað í gegnum árin og Landsvirkjun fyrir sitt framlag með uppbyggingu orkuvinnslu á svæðinu sem er forsenda þess að þessi áfangi er að nást. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fara eigi eftir gildandi deiliskipulagi þar sem sýndar eru tvær leiðir úr Baugöldu. Fylgja skuli svo gildandi deiliskipulagi áfram þar til komið er að bílastæðum við grunnskóla. Vestan við bílastæðið verði sett gangbraut / sebrabraut sem tengir núverandi og skipulagðar leiðir að Þrúðvangi. Einnig sem viðbót við núverandi göngustíga að Laufskálum.
Að auki leggur nefndin áherslu á að núverandi gönguleiðir yfir hólinn frá Eyjasandi og Geitasandi verði skilgreindar í skipulagi.
Nefndin telur réttast að fara eigi eftir gildandi deiliskipulagi fyrir Lundarsvæðið þar sem skilgreindar eru tvær leiðir inná Helluvaðsveg en að auki skuli gönguleiðin milli Nestúns 17 og 19 bætt við. Gangstéttin sem sýnd er í skipulagi skuli tengjast við fyrirhugaða gangstétt við Þrúðvang.
Nefndin leggur jafnframt til að útbúnar verði þekjur í kortasjá sem sýni stöðu umferðarmerkinga, umferðarmannvirkja og göngustígakerfis. Stefnt verði að kynningu á næsta fundi.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar til leiðbeininga Vegagerðarinnar frá 2023 um algilda hönnun utandyra (LEI-3306) og leggur áherslu á að þær verði hafðar til hliðsjónar við skipulag og hönnun gatna, gangstétta og annarra opinna svæða í sveitarfélaginu. Nefndin mælist til þess að eigna- og framkvæmdasvið fylgi viðmiðum leiðbeininganna við nýframkvæmdir og viðhald til að tryggja aðgengi og öryggi allra íbúa.
Nefndin leggur að auki til að komið verði fyrir hraðahindrun sunnan við gatnamót Þrúðvangs og Ártúns.
Ennfremur leggur nefndin til að "hringtorgið" við enda Bogatúns á Helluvaðsvegi verði fjarlægt og sett frárein / breikkun að sunnanverðu við Helluvaðsveginn í staðinn. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt. Tillögunum vísað til framkvæmda- og eignanefndar til úrvinnslu.
MHG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að lýsing verði kynnt að nýju, vegna mikilla breytinga sem orðnar hafa frá fyrri kynningu. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga en vinnslutillagan verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga en vinnslutillagan verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 43 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að lóðinni Ómsvellir 2 verði úthlutað til Hrafnabliks ehf til að byggja á henni hesthús í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
15.Framkvæmda- og eignanefnd - 2
2504002F
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Framkvæmda- og eignanefnd - 2 Sveitarstjóri fór yfir niðurstöðu ársreiknings Rangárljóss fyrir árið 2024. Rekstrartekjur Rangárljóss námu 22,2 millj. kr. á árinu 20234 og hækkuðu um 1,9 millj. kr. milli ára og hagnaður félagsins á árinu 2024 nam 7,9 millj. kr. Eigið fé félagsins í árslok var jákvætt um 161,7 millj. kr. að meðtöldu stofnfé Rangárljóss 142,6 millj.kr.
Nefndin leggur til að ársreikningurinn verði samþykktur og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða Bókun fundar Lagt til að samþykkja ársreikning Rangárljósa 2024 og hann undirritaður.
Samþykkt samljóða. -
Framkvæmda- og eignanefnd - 2 Nefndin leggur til að greiddur verði út kr. 10 millj. arður úr Rangárljósum vegna ársins 2024.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu nefndarinnar um kr. 10. millj. arðgreiðslu úr Rangárljósum vegna ársins 2024.
Samþykkt samljóða.
16.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 2
2504003F
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Ungmennaráð Rangárþings ytra - 2 Hvað má betur fara í samfélaginu okkar. Umræður og hugmyndavinna.
Fundur með sveitastjórn eftir 24. maí. Ungmennaráð felur íþrótta-og fjölmenningarfulltrúa að finna fundartíma.
Það sem má betur fara í samfélaginu:
- tómstundaaðstaða/bið aðstaða fyrir eftir skóla - fyrir æfingar (Líkta og á Hvolsvelli) - Frístundahús
- Meiri framboð af tómstundum í boði, sérstaklega eftir útskrift úr grunnskóla (16-20ára)
- má vera betra eftirlit lögreglu í sveitarfélaginu og að lögreglufólk sé sýnilegt og eigi vinaleg samskipti við ungmenni.
- má auka fræðslu um vopnaburð og afleiðingar þess. Þó þau ætli ekki að nota er vopnið til staðar og það skapar hættu. Má skoða að fá fræðslu um þessi mál. Jafnvel þegar krakkar eru bara 12 ára, ekki of seint.
- Mætti fá jákvæða og létta samskiptafræðslu og þá einnig byrja á yngri krökkum. (jafnvel með grunnskólum)
- Má bæta upplýsingar um hvert á að leita þegar/ef eitthvað kemur uppá hjá ungmennum. Að öll viti hvert skal leita.
- Má vera með tillögu/spurninga kassa sem er svo svarað þar sem hægt að nálgast svörin. Þar er hægt að spyrja um allt.
- Félagsmiðstöðin mætti fá hjúkrunarfræðing til að svara spurningum og annað fagfólk.
Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn mæti á fund ungmennaráðs sem haldinn yrði eftir 24. maí eins og ráðið leggur til og sveitarstjóra verði falið að finna hentugan fundartíma.
Samþykkt samhljóða.
17.Fjölmenningarráð - 1
2504011F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Heilsueflandi samfélag - 3
2504004F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 15
2502014F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 21
2504005F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Oddi bs - 36
2504001F
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
-
Oddi bs - 36 Lögð fram tillaga um að haldinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk Odda bs og annað starfsfólk sveitarfélaganna föstudaginn 22. ágúst n.k. kl. 11:00. Lagt til að gera ráð fyrir hálfum starfsdegi í þetta verkefni.
Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Bókun fundar Lagt til að tillaga um fræðsludag 2025 verði samþykkt.
BG og JGV tóku til máls.
Samþykkt samhljóða. -
Oddi bs - 36 Lagt fram minnisblað frá Mögnum ráðgjöf vegna ráðningar leikskólastjóra á Laugalandi. Umsóknarfrestur rann út þann 30. apríl s.l. og sóttu tveir um starfið.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagðar fram upplýsingar um ráðningu Kristínar Óskar Ómarsdóttur sem leikskólastjóra leikskólans á Laugalandi.
Sveitarstjórn bíður Kristínu Ósk velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.
22.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 247
2504010F
Fundagerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerðir 2025 - Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
2501049
Fundargerð 224. fundar stjórnar. Viðauki við fjárhagsáætlun þarfnast afgreiðslu.
Lagt til að samþykkja tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
24.Fundargerðir stjórnar SASS - 2025
2502012
Fundargerð 621. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
25.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2025
2503063
Fundargerð aðalfundar frá 5. maí s.l.
Lagt fram til kynningar.
26.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025
2502008
Fundargerðir 977. og 978. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
27.Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands 2025
2504067
Lagt fram til kynningar.
28.Leyfi vegna torfærukeppni
2504063
Lagt fram til kynningar.
29.Ósk um kvikmyndatöku við Sauðafellsvatn
2410007
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Það var samþykkt samhljóða og aðrir fundarliðir færast til í samræmi.