Gjaldskrá fyrir þjónustu 2026
Leikskólar:
Vistunargjald pr. mán.
| Fjöldi klst. á viku | Vistunargjöld |
| 20 | 10.260 |
| 21 | 10.773 |
| 22 | 11.286 |
| 23 | 11.799 |
| 24 | 12.312 |
| 25 | 12.825 |
| 26 | 13.338 |
| 27 | 13.851 |
| 28 | 14.364 |
| 29 | 14.877 |
| 30 | 15.390 |
| 31 | 16.082 |
| 32 | 16.774 |
| 33 | 17.466 |
| 34 | 18.158 |
| 35 | 18.850 |
| 26 | 19.542 |
| 37 | 20.234 |
| 38 | 20.926 |
| 39 | 26.056 |
| 40 | 31.186 |
| Aukagjöld/álag: | Upphæð í ISK | Tímabil |
| Vistun pr. klst eftir kl. 14:00 á föstudögum | 5.130 | pr. mán |
| Vistun 7:45-8:00 | 2.600 | pr. mán |
| Vistun 16:00-16:15 | 2.600 | pr. mán |
| Sótt of seint /komið of snemma að morgni | 2.600 | pr. skipti (hverjar 15 mín) |
| Skráningardagar | 3.850 | pr. dag |
- Lágmarksvistunartími er 20 klst pr. viku, 4 klst á dag og 3 dagar í viku.
- Sveigjanlegur vistunartími (hægt að hafa daga mis langa og/eða sleppa 1-2 dögum í viku).
- Hægt að sækja um vistun frá 7:45-8:00 og 16:00-16:15 gegn sérstöku gjaldi.
- Gjald fyrir börn í aðlögun er skv. dvalarsamningi og gjaldskrá.
- 35% álag er á vistunartíma umfram 30 klst að 38 klst.
- Gert er ráð fyrir að hámarksdvalartími barna 12-24 mánaða sé 30 klst og sækja þarf um lengri vistun til leikskólastjóra.
- Gert er ráð fyrir að leikskólarnir loki kl. 14:00 á föstudögum. Hægt er að sækja um vistun frá 14:00-16:00 til leikskólastjóra. Sérstakt gjald er fyrir vistun pr. klst frá 14-16 á föstudögum.
- Skráningardagar eru í jólafríi 21. des til 31. des og í dimbilviku. Þá er leikskólinn lokaður en hægt er að sækja um vistun til leikskólastjóra. Sérstakt gjald er fyrir þessa daga.
| Fæði pr. mán: | 3 daga í viku | 4 daga í viku | 5 daga í viku |
| Hádegismatur | 4.311 | 5.748 | 7.185 |
| Morgunmatur | 1.515 | 2.020 | 2.525 |
| Síðdegishressing | 1.515 | 2.020 | 2.525 |
| Fullt fæði | 7.341 | 9.788 | 12.235 |
| Afslættir: | ||
| Systkinaafsláttur | 50% | |
| Einstæðir foreldrar | 30% | |
| Annað foreldri | Báðir foreldrar | |
| Foreldri í námi | 15% | 30% |
| Foreldri öryrki | 15% | 30% |
Afslættir reiknast eingöngu af vistunargjöldum og hver greiðandi getur einungis fengið afslátt skv. einum af ofangreindum afsláttarliðum.
Systkinaafsláttur reiknast alltaf af gjaldi eldra/elsta barns.
Ekki eru veittir afslættir af mat og hressingu og ekki er dregið frá fæðiskostnaði vegna tilfallandi fjarveru úr skólanum sem varir skemur en viku samfellt.
Til að öðlast rétt til afsláttar þarf að framvísa eftirtöldum viðurkenndum vottorðum/staðfestingum:
- Einstæðir foreldrar framvísa vottorði um fjölskylduhagi frá Þjóðskrá. Vottorðinu skal skila til leikskólastjóra í upphafi hvers skólaárs (september) að öðrum kosti fellur afsláttur niður.
- Foreldrar í námi skila staðfestingu á skólavist í upphafi skólaárs og aftur um áramót. Aðeins er veittur afsláttur ef foreldri er í fullu námi. Fullt nám er skilgreint með sama hætti og Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir (þ.e. 60 ECTS einingar á önn).
- Öryrkjar skila inn staðfestingu á örorku frá TR.
- Innheimt er lægra gjald frá þeim degi sem vottorði/staðfestingu er skilað til leikskólastjóra. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.
| Skóladagheimili: | Upphæð í ISK |
| Mánaðargjald mán-fim | 6.170 |
| Mánðargjald mán-fös | 9.260 |
| Aukagjald sótt of seint pr. skipti | 2.600 |
| Systkinaafsláttur | 50% |
- Skóladagheimilið er fyrir 1-4. bekk og er opið þá daga sem skólinn er starfandi frá því að kennslu líkur skv. stundarskrá.
- Opið er til kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga og til kl. 14:00 á föstudögum.
- Innheimt er gjald fyrir tímann frá 15:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 12:00-14:00 á föstudögum.
- Það er hægt að velja um að kaupa þjónustu til kl. 16:00, fjóra daga vikunnar og sleppa föstudegi eða kaupa þjónustu alla 5 dagana.
- Síðdegishressing er innifalin í gjaldinu. Engin hressing er á föstudögum.
- Aukagjald er innheimt ef barn er sótt of seint. Kr. 2.600 pr. skipti fyrir hverjar 15 mín.
- Þá daga sem eru foreldraviðtöl og ekki kennsla er skóladagheimilið opið frá 8-16 en skrá þarf börnin sérstaklega sem ætla að nýta þá þjónustu.
- Heimilt er að loka skóladagheimilinu kl. 15 einn þriðjudag í mánuði vegna starfsmannafunda. Ekki er dregið frá gjaldinu vegna þess.
| Skólamötuneyti: | Upphæð í ISK |
| Nemendur gjald pr. máltíð | 510 |
| Mánaðargjald 4 dagar nemendur | 8.833 |
| Mánaðargjald 5 dagar nemendur | 11.042 |
| Starfsmenn gjald pr. máltíð | 723 |
| Mánaðargjald 4 dagar starfsmenn | 12.522 |
| Mánaðargjald 5 dagar starfsmenn | 15.653 |
| Hádegisverður pr. skipti selt út | 2.600 |
| Kaffikostnaður pr. skipti selt út | 1.976 |
- Gjald fyrir skólamötuneyti er innheimt fyrir hvern dag sem skólinn starfar skv. stundaskrá.
- Ekki er dregið frá vegna tilfallandi fjarveru úr skólanum sem varir skemur en viku samfellt. Ef um lengri fjarveru er að ræða, vegna veikinda eða annarra orsaka, skal framvísa vottorði um það og verður gjaldið þá fellt niður fyrir þann tíma.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2026.