Nr. 44, 7. janúar 2025

Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra, nr. 656/2023.


1. gr.
Við 31. gr. samþykktarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Allir aðalmenn í sveitarstjórn sem ekki eru fulltrúar í byggðarráði hafa einnig heimild til þess að sitja fundi byggðarráðs með málfrelsi og tillögurétt án sérstakrar greiðslu fyrir fundarsetu.


2. gr.
4. mgr. 32. gr. samþykktarinnar breytist og orðast svo:
Byggðarráð fer með atvinnumál og tekur ákvörðun um úthlutun styrkja.


3. gr.
33. gr. samþykktarinnar breytist og orðast svo:
Fundargerðir annarra nefnda en fastanefnda, ráða og stjórna sem ekki krefjast staðfestingar sveitarstjórnar skv. lögum, skulu lagðar fyrir byggðarráð og er það fullnaðarafgreiðsla.
Byggðarráði er heimilt að afgreiða, án staðfestingar sveitarstjórnar, fundargerðir skipulags- og umferðarnefndar. Þannig hefur byggðarráð heimild til fullnaðarafgreiðslu allra mála skv. skipulags-lögum nr. 123/2010, sbr. heimild í 6. gr. laganna. Byggðarráð hefur þó ekki fullnaðarafgreiðsluvald ef mál lúta að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þrátt fyrir framangreint er byggðarráði ávallt heimilt að vísa máli til umfjöllunar og ákvörðunartöku í sveitarstjórn. Þá ber að vísa máli til sveitar-stjórnar ef öll atkvæði eru ekki samhljóða varðandi afgreiðslu máls sem og ef einn fulltrúi ráðsins gerir kröfu um það.
Byggðarráð tekur fullnaðarákvörðun um mál sem ekki varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans og hefur sömu heimildir og sveitarstjórn meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina og ef lög eða eðli máls mæla ekki gegn því.
Umsóknir um styrki skulu að jafnaði lagðar fyrir byggðarráð til fullnaðarafgreiðslu að svo miklu leyti sem unnt er innan ákvæða fjárhagsáætlunar. Umsóknir sem ekki rúmast innan ákvæða fjárhags-áætlunar skulu lagðar fyrir sveitarstjórn.
Verði ágreiningur um ákvörðun í byggðarráði telst málið ekki til lykta leitt fyrr en það hefur hlotið afgreiðslu á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.


4. gr.
3. tl. 1. mgr. 47. gr. samþykktarinnar breytist og orðast svo:
Skipulags- og umferðarnefnd. Kjósa skal fimm aðalmenn og jafnmarga til vara í skipulags- og umferðarnefnd. Nefndin fer með verkefni skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 7. gr. laga um mann-virki nr. 160/2010 og málefni skv. 1. mgr. 112. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Lóðaumsóknir skulu lagðar fyrir skipulags- og umferðarnefnd til fullnaðarafgreiðslu í samræmi við reglur um lóðaúthlut-anir sem sveitarstjórn setur, enda sé viðkomandi lóð í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag viðkomandi svæðis. Leggja ber aðrar umsóknir um lóðir og vilyrði fyrir lóðum fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Umsækjandi getur óskað eftir því við sveitarstjórn að ákvörðun vegna lóðarumsóknar verði endurupptekin og skal þá sveitarstjórn taka ákvörðun um endurupptöku máls. Ef endurupptaka er samþykkt þá tekur sveitarstjórn málið til nýrrar afgreiðslu.


5. gr.
Við 1. mgr. 47. gr. samþykktarinnar bætist nýr töluliður, 8. tölul., svohljóðandi, og uppfærast eftirfarandi liðir til samræmis við það:
Framkvæmda- og eignanefnd. Kjósa skal þrjá sveitarstjórnarmenn sem aðalmenn og jafnmarga til vara í framkvæmda- og eignanefnd. Nefndin hefur umsjón með viðhaldi og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og er ráðgefandi með forgangsröðun þeirra verkefna. Nefndin fer með málefni fráveitu
Nr. 44 7. janúar 2025
í samræmi við lög nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og málefni Rangárljóss, sbr. lög nr. 70/2022 um fjarskipti.


6. gr.
Við 2. mgr. 47. gr samþykktarinnar bætist nýr töluliður, 11. tölul., svohljóðandi, og uppfærast eftirfarandi liðir til samræmis við það:
Fjölmenningarráð. Sveitarstjórn skipar fimm fulltrúa í fjölmenningarráð og fimm til vara og eru verkefni fjölmenningarráðs samkvæmt tilgreiningu í erindisbréfi. Kjörgengir í ráðið eru einstaklingar af erlendu bergi brotnir með lögheimili í Rangárþingi ytra og kjörgengir til sveitarstjórnar.


7. gr.
Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. gr. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.


Innviðaráðuneytinu, 7. janúar 2025.
F. h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Aðalsteinn Þorsteinsson.
Ólöf Sunna Jónsdóttir.
__________
B-deild – Útgáfudagur: 23. janúar 2025