1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita
2502016
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í október.
2.Næsti fundur sveitarstjórnar
2403024
Næsti fundur sveitarstjórnar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2026-2029.
Lagt er til að næsti fundur sveitarstjórnar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2026-2029 verði aukafundur þann 26. nóv. nk. í kjölfar byggðarráðsfundar þar sem fjallað verður um fjárhagsáætlunina. Þar sem um aukafund er að ræða verður ekki beint streymi frá fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
3.Tillaga að útsvarshlutfalli fyrir árið 2026
2511011
Tillaga er að hálfu byggðarráðs um að útsvarshlutfall fyrir árið 2026 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,97%.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4.Fjölmenningarstefna og aðgerðaáætlun
2510096
Lögð fram fjölmenningarstefna Rangárþings ytra og aðgerðaráætlun. Fjölmenningarstefnan hefur verið tekið fyrir í Fjölmenningarráði og markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd og samþykkt.
Lagt til að samþykkja fjölmenningarstefnuna og aðgerðaráætlunina með uppfærðum tímamörkum aðgerðaráætlunar. Jafnframt er lagt til að fjölmenningarstefnan verði tekin til endurskoðunar að ári liðnu að teknu tilliti til árangurs.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja fjölmenningarstefnuna og aðgerðaráætlunina með uppfærðum tímamörkum aðgerðaráætlunar. Jafnframt er lagt til að fjölmenningarstefnan verði tekin til endurskoðunar að ári liðnu að teknu tilliti til árangurs.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
5.Tillaga Á-lista um endurskoðun á reglum um afslætti á fasteignagjöldum
2509050
Stuðningur vegna kaupa á fyrstu íbúðareign.
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi mögulegan stuðning vegna kaupa á fyrstu íbúðaeign í formi þess að veita tímabundinn afslátt af fasteignagjöldum.
Lagt til að fela sveitarstjóra að vinna drög að reglum um stuðning við kaup á fyrstu íbúðaeign og leggja fyrir næsta reglulega sveitarstjórnarfund.
EÞI og IPG tóku til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG og sitja hjá.
Bókun Á-lista:
Það er mat fulltrúa Á-lista að 50% styrkur á móti fasteignagjöldum fyrsta árið til fyrstu íbúðarkaupenda geti verið árangursrík leið til að laða að ungt fólk til varanlegrar búsetu í sveitarfélaginu. Tillagan styður markmið Á-listans um fjölgun íbúa og fjölskylduvænt samfélag og er í samræmi við fyrri áherslur um hófsemi í álagningu gjalda. (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ)
Lagt til að fela sveitarstjóra að vinna drög að reglum um stuðning við kaup á fyrstu íbúðaeign og leggja fyrir næsta reglulega sveitarstjórnarfund.
EÞI og IPG tóku til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG og sitja hjá.
Bókun Á-lista:
Það er mat fulltrúa Á-lista að 50% styrkur á móti fasteignagjöldum fyrsta árið til fyrstu íbúðarkaupenda geti verið árangursrík leið til að laða að ungt fólk til varanlegrar búsetu í sveitarfélaginu. Tillagan styður markmið Á-listans um fjölgun íbúa og fjölskylduvænt samfélag og er í samræmi við fyrri áherslur um hófsemi í álagningu gjalda. (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ)
6.Nýtt hesthúsahverfi - RARIK
2309037
Tillaga til endurgreiðslu hluta heimtaugagjalda
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð um að sveitarfélagið greiði lóðarhöfum mismun heimtaugagjalds í nýju hesthúsahverfi á Hellu vegna skilgreiningu Rarik á túlkun aðalskipulags Rangárþings ytra í þéttbýli. Gert verði sérstakt samkomulag við lóðahafa um greiðslur og endurkröfurétt sveitarfélagsins.
Tekið stutt fundarhlé.
Lagt til að tillagan verði samþykkt.
JGV og IPG tóku til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG greiða atkvæði á móti.
Bókun D-lista.
Fulltrúar D-lista telja málið of snemmt fram komið. Niðurstöðu vantar og vilja fulltrúar D-lista ganga eins langt og kostur er í að draga hana fram áður en leiðir sem þessar eru skoðaðar, enda liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort um styrk frá sveitarfélaginu eða lánveitingu er að ræða til hesthúseigenda. Full samstaða hefur verið um málið hingað til innan sveitarstjórnar og leggja fulltrúar D-lista áherslu á að málið verði áfram unnið af fullum þunga enda er gjaldskrá Rarik aðför að skipulagsvaldi sveitarfélaga og við það verður ekki unað. (IPG, EÞI, BG)
Tekið stutt fundarhlé.
Lagt til að tillagan verði samþykkt.
JGV og IPG tóku til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG greiða atkvæði á móti.
Bókun D-lista.
Fulltrúar D-lista telja málið of snemmt fram komið. Niðurstöðu vantar og vilja fulltrúar D-lista ganga eins langt og kostur er í að draga hana fram áður en leiðir sem þessar eru skoðaðar, enda liggur ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort um styrk frá sveitarfélaginu eða lánveitingu er að ræða til hesthúseigenda. Full samstaða hefur verið um málið hingað til innan sveitarstjórnar og leggja fulltrúar D-lista áherslu á að málið verði áfram unnið af fullum þunga enda er gjaldskrá Rarik aðför að skipulagsvaldi sveitarfélaga og við það verður ekki unað. (IPG, EÞI, BG)
7.Heildarsamningur milli SÍS og STEF
2510167
STEF, félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, hefur óskað eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.
SÍS leitar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort að það óski eftir að Sambandið vinni að heildarsamningi við STEF fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt til að samþykkt verði að fela SÍS að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir Rangárþing ytra.
BG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
SÍS leitar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort að það óski eftir að Sambandið vinni að heildarsamningi við STEF fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt til að samþykkt verði að fela SÍS að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir Rangárþing ytra.
BG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
8.Gaddstaðir 31, L226269. Gaddstaðir Studio. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2511004
Sýslumaður á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Björns Stefánssonar fyrir hönd Gaddstaðar ehf., 570220-1010 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" minna gistiheimili fyrir rýmisnúmer 030101,17,6 m², 2 gestir, rýmisnúmer 030102, 16,8m² fyrir 2 gesti og rýmisnúmer 030103, 17,6 m² á lóðinni Gaddstaðir 31, L226269, F2368622 í Rangárþingi ytra. Umsókn barst 03.11.2025.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
9.Hofstígur 9, L227775. AURA Retreat Iceland. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2510287
Sýslumaður á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Elvars Þórs Óskarssonar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" minna gistiheimili fyrir rýmisnúmer 010101, 26,5m², 2 gestir og rýmisnúmer 020101, 26,5m² fyrir 2 gesti á Lóðinni Hofstígur 9, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 29.10.2025.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
10.Faxaflatir 4, L233063. Friður ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2511003
Sýslumaður á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Baldurs Inga Halldórssonar fyrir hönd Friðar ehf., 520220-2320 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" minna gistiheimili fyrir rýmisnúmer 0202, 47,5,m², 2 gestir og rýmisnúmer 0203, 47,5m² fyrir 2 gesti á Lóðinni Faxaflatir 4, L233063, F2520089 á Hellu,. Umsókn
barst 31.10.2025.
Lagt er til að sveitarstjórn gefi neikvæða umsögn um gistirekstur þar sem skilmálar í gildandi deiliskipulagi gera ekki ráð fyrir gistingu í húsinu. Einungis er um að ræða starfsmannaaðstöðu, verslunar- og veitingastarfsemi á viðkomandi byggingareit.
Samþykkt samhljóða.
barst 31.10.2025.
Lagt er til að sveitarstjórn gefi neikvæða umsögn um gistirekstur þar sem skilmálar í gildandi deiliskipulagi gera ekki ráð fyrir gistingu í húsinu. Einungis er um að ræða starfsmannaaðstöðu, verslunar- og veitingastarfsemi á viðkomandi byggingareit.
Samþykkt samhljóða.
11.Byggðarráð Rangárþings ytra - 43
2509013F
Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
-
Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Byggðarráð veitir Jóni G. Valgeirssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 65 mkr sem gildi út árið 2026.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að staðfesta bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 43 Lagðar fram tillögur um skipan í ungmennaráð 2025-2026.
Grunnskólinn á Hellu -
Aðalmaður: Kristín Birta Daníelsdóttir 10.b.
Varamaður: Emilija Nikole Obrycka, 10.b.
Laugalandsskóli
Aðalmaður: Þorgeir Óli Eiríksson, 9.b.
Varamaður: Eldey Eva Engilbertsdóttir, 9.b.
Einn fulltrúi úr Félagsmiðstöðinni Hellinum.
Aðalmaður: Jóhanna Gerður Hrannardóttir.
Varamaður: Á eftir að tilnefna.
HÍT nefnd:
Eitt ár sem flytast frá fyrra ári:
Aðalmaður: Anna Ísey Engilbertsdóttir
Varamaður: Bragi Valur Magnússon.
Valin í tvö ár:
Aðalmaður: Ómar Azfar Valgerðarson Chattha.
Varamaður: Helga Fjóla Erlendsdóttir.
Lagt til að staðfesta tilnefningarnar.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur jafnframt til að ungmennaráð fjalli um málefni ungs fólks sem innlegg í fjárhagsáætlunargerð.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að staðfesta bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
12.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 53
2510002F
Fundargerð skipulags- og umferðarnefndar lögð fram og staðfest.
13.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54
2510019F
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir athugasemd sem henni barst þann 23. október 2025 varðandi mál nr. 2502067 "Skinnar land, L192282. Landskipti. Klöpp.", þar sem mótmælt er fyrirhugaðri aðkomu yfir óskipta sameign Austurbæjarmýrar. Nefndin áréttar að fyrri bókun 6. mars 2025, og staðfesting sveitarstjórnar þann 12. mars 2025, fól hvorki í sér stofnun umferðarréttar né endanlega ákvörðun um legu á aðkomu um land annarra. Umferðarréttur yfir einkalandi stofnast einungis með þinglýstum samningi eða skipulagskvöð í deiliskipulagi og, náist ekki samkomulag, þá aðeins með eignarnámi og bótum samkvæmt lögum. Nefndin telur að það sé á ábyrgð merkjalýsanda að ganga svo frá málum að fullt samráð ríki um sýndar aðkomur á uppdráttum landskipta.
Með hliðsjón af framkomnum athugasemdum bókar nefndin jafnframt að komi til framkvæmda á þegar stofnaðri spildu skuli í slíkum umsóknum gerð skýr og fullnægjandi grein fyrir aðkomu að spildunni og lögmætum heimildum hennar sem stofnaðar verða með gerð deiliskipulags, þar sem upp hafa komið athugasemdir eigenda um að sýnd aðkoma hafi ekki verið samþykkt.
Nefndin staðfestir efnislega fyrri afgreiðslu um að gera ekki athugasemdir við viðkomandi landskipti og heitið „Klöpp“.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við samþykkt landamerki aðila og leggur til að þau verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. - 13.6 2510166 Ósk um álit vegna lokunar reileiðar í gegnum land Leirubakka, Vatnagarðs og GaltalækjarSkipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Vísað er til samskipta við lögmann sveitarfélagsins vegna fram kominnar fyrirspurnar.
Í 26. gr. náttúruverndarlaga kemur fram að óheimilt sé að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna. Ef mannvirki hindrar för um bakka skal sem kostur er séð fyrir göngustíg kringum mannvirkið og að bakkanum aftur. Þá segir í ákvæðinu að þegar girða þarf yfir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu-, hjólreiða- eða reiðstíg skal sá sem girðir hafa þar hlið á girðingu.
Almennt séð er því bannað að girða yfir forna þjóðleið nema það sé haft hlið á girðingunni. Þetta gildir líka um reiðvegi.
Eiganda er óheimilt að hindra almenning í að njóta þeirra réttinda sem mælt er fyrir í ákvæði 26. gr. náttúruverndarlaga. Sá sem verður var við hindranir sem hann telur brjóta gegn þessum réttindum getur krafist úrlausnar Náttúruverndarstofnunar um þær. Úrlausn Náttúruverndarstofnunar má skjóta til ráðherra.
Skipulags- og umferðarnefnd telur því afar varhugavert að sveitarfélagið gerist úrskurðaraðili um einkaréttarlegan ágreining aðila. Best fer á því að einkaaðilar leysi úr svona þrætum sjálfir t.a.m með því að leggja hann fyrir Náttúruverndarstofnun.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd fór yfir þær áherslur sem bjóðendur lögðu fyrir í tilboðum sínum. Nefndin leggur til að samið verði við Batteríið sem er lægstbjóðandi. Nefndin leggur áherslu á að vinna verði sett af stað sem fyrst. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa til og með 16. nóvember nk. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal vera til og með 16. nóvember nk. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir aðila og samþykkir fyrir sitt leyti þau viðbrögð sem eru sett fram við þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin ítrekar að alltaf hafi staðið til að auglýsa breytinguna á aðalskipulaginu og tillögu að deiliskipulagi samhliða eins og lög heimila og ekkert sem bendir til þess að svo geti ekki orðið.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við lýsingu skipulagsáforma. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt sem vinnslutillaga í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við lýsingu skipulagsáforma. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 en áður verði hún kynnt sem vinnslutillaga í samræmi við 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að stækkun lóðarinnar og landskiptin verði samþykkt. Nefndin áréttar þörfina á að samhliða stækkun hennar skuli hafin vinna við breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem áformað er að byggingarmagn muni aukast.
Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar því að fyrir liggi viljayfirlýsing liggi um að það komi lágvöruverðsverslun á Hellu. Lagt er til að samþykkja stækkun lóðarinnar og landskipti og að farið verði í breytingar á deiliskipulagi í samræmi við stækkun lóðarinnar. Jafnframt veitir sveitarstjórn vilyrði fyrir því að umsækjandi geti fengið stækkun lóðarinnar úthlutað þegar deiliskipulagsvinnu er lokið enda liggja þá frekari forsendur fyrir útreikningi gatnagerðargjalda og fleiru sem myndi fylgja formlegri lóðaúthlutun.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með þeim fyrirvara að í ljósi viljayfirlýsingar sem liggur fyrir á milli aðila að skilmálar verði settir í breytt deiliskipulag þar sem verði skuldbinding um byggingu og rekstur lágvöruverðsverslunar. Jafnframt leggur sveitarstjórn til að fela oddvita og sveitarstjóra að óska eftir fundi með Dröngum til að ræða framtíðaráform á Hellu.
Tekið stutt fundarhlé.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin hefur móttekið að Vegagerðin leggst ekki gegn umræddri tengingu austan núverandi hringtorgs inná Suðurlandsveginn þó hún telji hana ekki í fullu samræmi við veghönnunarreglur. Nefndin tekur undir með Þorsteini Kristinssyni um nauðsyn þess að gera vegamót Suðurlandsvegar og Rangárvallavegar betri en þau eru í dag, en sér ekki fyrir sér að þær lausnir sem bent er á verði að veruleika á næstu árum. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um hugmyndir umsækjanda um aðkomu, ásýnd og fyrirkomulag bygginga. Nefndin frestar erindi umsækjanda að sinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 54 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags-og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
14.Húsakynni bs - 13
2510004F
Fundargerðin lögð að öðru leyti fram til kynningar.
-
Húsakynni bs - 13 Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 lögð fram til umræðu og samþykktar.
Rekstraráætlun gerir ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði um það bil 51,1 mkr sem mætt er með framlögum sveitarfélaganna og leigutekjum.
Gert er ráð fyrir að fjárfesting verði 100 mkr með framlagi Ásahrepps sem fjármagnar hlut Rangárþings ytra í þessari fjárfestingu.
Stjórn Húsakynna leggur til að hönnunarvinna verði hafin sem fyrst.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Fyrir liggur í fjárhagsáætlun að Ásahreppur hefur boðist til að leggja fram allt að kr. 100. millj. til fjárfestingar á Laugalandi. Ásahreppur mun lána Rangárþingi ytra 2/3 skuldbindingarinnar í samræmi við eignarhlut í Húsakynnum bs. Lagt er upp með að lánið komi til greiðslu eftir fimm ár án vaxta og hafi því óveruleg áhrif á lánshæfi sveitarfélagsins.
IPG tók til máls.
Lagt til að vísa málinu til framkvæmda- og eignanefndar en málið að öðru leyti til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
15.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 12
2510005F
Fundargerðin lögð fram að öðru leyti til kynningar.
-
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 12 Lögð fram drög að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til samþykktar. Lagt er til að hækka gjaldskrá um 3,5%.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2026 verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 12 Lögð fram tillaga að fjárhags 2026
Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 150 mkr og rekstrarniðurstaða jákæð um 23 mkr.
Gert er ráð fyrir að fjárfesting verði 51 mkr.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
16.Framkvæmda- og eignanefnd - 6
2510001F
Fundargerðin lögð fram að öðru leyti til kynningar.
-
Framkvæmda- og eignanefnd - 6 Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda vegna byggingu á 2. áfanga við stækkun Grunnskólans á Hellu. Niðurstaða verðkönnunar vegna vinnu við lagningu gólfdúka liggur fyrir og samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda Flotlagnir að fjárhæð kr. 23.554.340 sem er í samræmi við kostnaðaráætlun. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða framkvæmda- og eignanefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
17.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 17
2508012F
Fundargerðin að öðru lagi lögð fram til kynningar.
-
Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 17 Nefndin leggur til breytinguna og sendir hana sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar, um að formfesta tvær úthlutanir og auglýsingatímabil fyrir þær, verði samþykkt.
Tekið stutt fundarhlé.
EÞI, JGV og IPG tóku til máls.
Samþykkt samhljóða.
18.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 18
2510013F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 6
2510012F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 7
2510015F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fjölmenningarráð - 5
2509009F
Fundargerðin að öðru lagi lögð fram til kynningar.
-
Fjölmenningarráð - 5 Arilíus Marselínuson hefur sagt sig frá fjölmenningarráðinu.
Ragnheiður Gísladóttir sem hefur verið ráðgjafi ráðsins hefur tekið hans stað.
Arilíus Marselínuson has resigned from the council.
Ragnheiður Gísladóttir that has served as an advisor has taken his place. Bókun fundar Lagt til að tillaga fjölmenningarráðs og um breytingar í fjölmenningarráði verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Fjölmenningarráð - 5 Tillaga á undirbúningi skyldukennslu í íslensku fyrir starfsfólk RY sem starfa með börnum.
Áskorun til sveitarfélagins að hjálpa starfsfólki sem starfa með börnum að læra íslensku. Sérstaklega starfsfólki leikskóla.
A proposal for mandatory Icelandic language instruction for employees of RY who work with children.
A challenge to the municipality to support staff who work with children to learn Icelandic. Especially preschool staff. Bókun fundar Lagt til að vísa málinu til stjórnar Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
22.Oddi bs - 42
2509014F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Oddi bs - 43
2510007F
Fundargerðin að öðru lagi lögð fram til kynningar.
-
Oddi bs - 43 Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2026. Lagðar eru til lítisháttar breytingar til einföldunar varðandi stigskiptingu gjaldskrárinnar.
Gert er ráð fyrir að leikskólagjöld, fæðisgjöld, gjöld vegna skóladagheimila og önnur gjöld hækki í samræmi við verðlagsþróun.
Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2026.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að gjaldskrá Odda bs. 2026 verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Oddi bs - 43 Lögð er fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2026 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur átt vinnufund m.a. með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.945.856.000 sem er 9,2% hækkun frá áætlun síðasta árs en 4,1% án innri leigu en hún hækkar verulega vegna nýbyggingar Grunnskólans á Hellu. Framlögin skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.724.187.607 og hlutur Ásahrepps kr. 221.668.393. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2025 sem er 277 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 149 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2026 fyrir Odda bs.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
24.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 250
2510010F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
25.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 24
2511001F
-
Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 24 Nefndin fagnar skýrslunum og þakkar fyrir þær. Nefndin ásamt Valtý Valtýssyni sveitastjóra Ásahrepps fóru yfir skýrslurnar og rýndu.
Bókun nefndarinnar:
Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar BSI fyrir ítarlegar skýrslur um ástand íþróttamannvirkja í Rangárþingi ytra. Skýrslurnar undirstrika mikilvægi reglubundinna öryggisúttekta þar sem betur sjá augu en auga og benda jafnframt á fjölmörg smærri viðhaldsatriði sem starfsmenn hafa ítrekað bent á en ekki fengist unnin vegna anna hjá Þjónustumiðstöð. Nefndin leggur ríka áherslu á að laga framkvæmdahlið úrbóta: skýrar valdheimildir, ábyrgð og verkferlar þurfa að liggja fyrir þannig að ekki sé vísað milli embættismanna mánuðum og árum saman né vísað stöðugt til skorts á mannafla eða fjárheimildum; verkefni sem þegar liggja fyrir skulu kláruð í réttri forgangsröð. Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að rýmka heimildir forstöðumanna íþróttamannvirkja til að ráðstafa smærri viðhaldsverkefnum og kalla til viðeigandi löggilta verktaka án óþarfa tafa. Nefndin vonar að skýrslurnar verði hvatning til ráðamanna sveitarfélagsins um að viðhalda snyrtilegu og öruggu umhverfi fyrir íbúa og gesti en fyrst og fremst að tryggja öruggt umhverfi fyrir börnin okkar í öllu íþrótta- og tómstundastarfi. Nefndin ákveður að funda að nýju eftir þrjár vikur og kallar þá sérstaklega eftir mætingu forstöðumanns eignaumsjónar, forstöðumanns íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að gera grein fyrir þeim atriðum sem hafa verið kláruð og leggja fram skriflega, tímasetta áætlun með ábyrgðaraðilum og forgangsröðun um lok annarra tilgreindra atriða.
Bókun forstöðumanns íþróttamannvirkja:
Til að bregðast við ábendingum í skýrslu BSI og sinna samhliða viðhaldi og endurbótum á íþróttamannvirkjum leggur forstöðumaður íþróttamannvirkja til að hann taki að sér verkefni er varðar viðhald og endurbætur á íþróttamannvirkjum í samstarfi við forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs. Breyta mætti vaktaskipulagi hans þannig að vinnan nýtist betur í þessi verkefni, án teljandi kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.
Vísað áfram á sveitastjórn og Húsakynni BS.
Bókun fundar Lagt til að vísa málinu til framkvæmda- og eignanefndar og stjórnar Húsakynna bs.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
26.Byggðarráð - vinnufundur - 27
2510009F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
27.Byggðarráð - vinnufundur - 28
2510018F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
28.Oddi bs. - vinnufundur - 7
2510008F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
29.Fundargerðir stjórnar Félag- og skólaþjónustu Rangárv. og V.Skaft.-2025
2501085
Fundargerð 94. fundar stjórnar
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
30.Fundargerðir 2025 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs
2503004
Fundargerð 88. fundar stjórnar
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
31.Fundargerðir Skógasafnsins 2025
2510220
Fundargerð stjórnar frá 1. júlí og 24. október.
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Lagt til að fjárhagsáætlun Skogarsafnsins 2026 verði samþykkt.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
32.Fundargerðir 2025. Héraðsnefnd Rangæinga
2504058
Fundargerð 8. fundar Héraðsnefndar.
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun 2026 til afgreiðslu.
Lagt til að fjárhagsáætlun Héraðsnefndar 2026 verði samþykkt.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
33.Aðalfundur Bergrisans bs. 2025
2509067
Fundargerð aðalfundar frá 9. okt. s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
34.Stjórnarfundir Lundar 2025
2501037
Fundargerð 16. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
35.Fundargerðir Fjallskilanefndar Landmannaafréttar 2025
2510171
Fundargerð fjallskilanefndar frá 15. okt. s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
36.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025
2502008
Fundargerð 897. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
37.Fundargerðir stjórnar 2025 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
2501075
Fundargerð 84. fundar stjórnar
Lagt fram til kynningar.
38.60 ára afmæli Veiðifélags Landmannaafréttar
2510219
Afmælisboð þann 14. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
39.Vinnustofur HMS um breytt byggingareftirlit
2510153
Lagt fram til kynningar.
40.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2025
2510277
Lagt fram til kynningar.
41.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Rangvellinga 2026
2510164
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Þá lagði oddviti til að við dagskrána myndi bætast eitt mál, liður 25, fundargerð heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. nóvember s.l. og aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við það.
Það var samþykkt samhljóða.