33. fundur 15. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti til að við bættist liður 8. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps bs - 13 fundur, liður 9. Oddi bs - 38 fundur og liður 10. Byggðarráð Rangárþings ytra - 34 fundur og var það samþykkt samhljóða og aðrir liðir færast til í samræmi. Í upphafi fundar fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 33

2103002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Í gildi er deiliskipulag frá árinu 2000 í Þykkvabæ. Þar er m.a. gert ráð fyrir nokkrum íbúðalóðum á landi sveitarfélagsins ofan við s.k. Ásveg. Lagt er til að vekja athygli á þessum byggingarlóðum og auglýsa þær lausar til umsóknar. Sveitarfélagið á jafnframt land við Ásveg 1 sem hefur verið á leigu en þeirri leigu er nú lokið. Lagt er til við sveitarstjórn að kannað verði hvort áhugi sé til að nýta þetta land undir byggingar eða atvinnutengda starfsemi.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Byggðarráð leggur fram eftirfarandi yfirlýsingu varðandi rekstur dagvöruverslunar á Hellu:

  Í langan tíma hafa staðið yfir samskipti milli Festi hf, sem rekur matvörubúðina Kjarval á Hellu, og Samkeppniseftirlitsins. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé ekki beinn aðili að þessu máli þá hefur allan tímann verið leitað eftir upplýsingum um stöðu málsins og ótal fundir, símtöl og önnur samskipti átt sér stað milli fulltrúa sveitarfélagsins, stjórnar fasteignafélagsins sem rekur Miðjuna á Hellu og starfsfólks samkeppniseftirlitsins, og ekki síður forstjóra og annars forsvarsfólks Festi hf. Vel rekin matvörubúð með góðu vöruúrvali og samkeppnishæfu verði skiptir gríðarlegu máli á stað eins og Hellu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum benda allar rekstrartölur til þess að Kjarval á Hellu gangi vel og Hella sé eftirsóknarverður verslunarstaður með trygga viðskiptavini. Það hljóti því að vera mjög áhugavert að reka þar matvöruverslun. Eftir því sem best verður skilið þá gerði Festi hf sátt við Samkeppniseftirlitið um að selja frá sér verslunina á Hellu vegna einokunaraðstöðu á dagvöruverslun í Rangárvallasýslu þegar Festi hf og N1 runnu saman í eina sæng. Upphaf málsins má rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlistins nr. 8/2019, sbr. einnig fréttatilkynningu eftirlitsins 18. febrúar 2020. Þar kemur fram að skv rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samruna N1 og Festi hafi m.a. komið í ljós að verslanir Festi, Krónan á Hvolsvelli og Kjarval á Hellu, og N1 á Hvolsvelli yrðu nánast með einokunarstöðu í sölu dagvara á Hellu og Hvolsvelli eftir samrunann.

  Samkvæmt 3. mgr. 12. gr. umræddrar sáttar kemur fram að verslunin Kjarval skuli aðeins seld til aðila sem sé til þess fallinn og líklegur til að veita umtalsvert samkeppnislegt aðhald við sölu dagvara á svæðinu. Skal kaupandi vera óháður og ekki í neinum tengslum við N1. Einnig skal kaupandi samkvæmt þessu skilyrði sáttarinnar búa yfir nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti til bæði skemmri og lengri tíma veitt umtalsvert samkeppnislegt aðhald.

  Nú höfum við hér í Rangárþingi ytra fylgst með því að Festi hf hefur gert einhverjar tilraunir til að selja frá sér verslunina en greinilegt er að í engu tilfelli hefur þar ofangreint skilyrði 3. mgr. 12. gr. umræddrar sáttar verið uppfyllt.

  Nú er svo komið að við hér í Rangárþingi ytra teljum nóg komið. Annað hvort fær Festi hf leyfi til þess að reka hér áfram sína ágætu verslun og þá gjarnan þannig að bætt verði í og opnuð hér Krónubúð eða þá að Festi hf snýr sér að því að selja Kjarvalsverslun sína hér á Hellu til aðila sem teljast samkeppnisaðilar og hafa til þess nægjanlegt afl. Þessir aðilar eru teljandi á fingrum annarar handar hérlendis. Gangi þetta hvorugt eftir þá þurfa Festi hf og Samkeppniseftirlitið einfaldlega að setjast niður og endurskoða þessa sátt sem gerð var því varla er hægt að hugsa sér verri útkomu fyrir samkeppni um dagvöruverslun í Rangárvallasýslu en þá að loka einu matvörubúðinni í öðru kauptúninu. Sú útkoma hlýtur reyndar að teljast óhugsandi því þar með er fyrrgreind sátt milli Festi hf og Samkeppniseftirlitsins fyrst þverbrotin.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Í ljósi þess hvernig þessi mál hafa þróast undanfarna daga leggur sveitarstjórn fram eftirfarandi bókun:

  Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir yfir ánægju með að niðurstaða sé loks að fást í þetta mál. Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íbúa og ferðamenn að á Hellu sé starfrækt góð matvöruverslun sem býður upp á samkeppnishæf verð. Það er auk þess fagnaðarefni að hér eru að koma inn öflugir aðilar með skýr áform um að sækja fram hér í okkar vaxandi samfélagi.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Lagt fram bréf frá Bergþóru Björg Jósepsdóttur og Haraldi Magnússyni með ósk um að fá að kaupa leiguland sitt úr Gaddstöðum austan afleggjara að Gunnarsholti. Landið er á óskipulögðu svæði. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um stærð landsins og erindinu vísað áfram til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjóra falið að taka saman frekari gögn um landið sem um ræðir og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá þjónustumiðstöðvar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti endurskoðaða gjaldskrá þjónustumiðstöðvar.

  Samþykkt samhljóða
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Lögð fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti með boði um að sækja um styrki til eflingar virkni, vellíðunar og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID19 og til stuðnings við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2021 vegna COVID19. Samþykkt samhljóða að sækja um stuðning við bæði verkefnin og fela sveitarstjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða
 • 1.24 2103067 Fjallskil 2020
  Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Lagt fram yfirlit um fjallskil ársins 2020. Í ljósi mjög breyttra aðstæðna hvað varðar fjárfjölda og nýtingu afrétta leggur byggðarráð til að skipaður verði vinnuhópur um endurskoðun fjallskilamála í sveitarfélaginu. Í vinnuhópinn verði skipaðir formenn fjallskiladeilda Landmannaafréttar og Rangárvallaafréttar ásamt sveitarstjóra. Verkefni vinnuhópsins verði m.a. að meta samræmi í því sem sveitarfélagið greiðir í fjallskilum hvers afréttar og skoða hvort setja ætti eina fjallskilanefnd fyrir Landmanna- og Rangárvallaafrétt. Þannig mætti mögulega samræma leitir betur en nú er. Jafnframt skoða breytingar í ljósi þess að gæta hagræðis varðandi kostnað við leitir. Óskað er eftir því að vinnuhópurinn skili greinargerð fyrir fundi sveitarstjórnar í júní n.k.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða
 • 1.32 2103006F Umhverfisnefnd - 9
  Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar 1.32.3 Plokk á Íslandi
  Umhverfisnefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki þátttöku í umræddu verkefni. Jafnframt verði lögð áhersla á þátttöku almennings í samfélaginu. Bókun fundar Lagt til að taka þátt í plokkdeginum og leggja til 125.000 kr sem færast á umhverfismál.

  Samþykkt samhljóða.


  Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun umhverfisnefndar.

  Samþykkt samhljóða

2.Oddi bs - 37

2103003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 37 Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum á starfssvæði Odda bs renna út þann 1. júní 2021. Reglurnar hafa mælst vel fyrir og margir starfsmenn hafa nýtt þennan möguleika. Fjölgun hefur orðið í hópi fagmenntaðra á tímabilinu og eru þeir nú um 35% starfsmanna í samanburði við 15% árið 2017 en landsmeðaltali er þó ekki náð. Ekki er talin ástæða til að breyta reglum og lagt til að framlengja reglum um styrki til 1. júní 2026. Fjárhæðir eingreiðslna skv. 6. gr. reglnanna hækki úr 70.000 kr í 80.000 kr og 35.000 kr í 40.000 kr. Þá er lagt til að fjöldi undirbúningstíma fylgi þeim viðmiðum sem gefin eru í núverandi kjarasamningum.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs.

  Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (ST).

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37

2103005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
ÁS vék af fundi undir lið 3.7
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagnsnefnd telur að ekki séu nægar forsendur fyrir því að gera breytingu á landnotkun á lóðum innan skilgreindra frístundasvæða ef þær liggja ekki að jaðri viðkomandi svæðis sbr. þær lóðir sem þegar hafa fengið heimild til breytinga innan svæðisins. Nefndin getur því ekki fallist á ósk umsækjanda að sinni. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi og viðkomandi lóð verði breytt úr íbúðarnotkun í verslunar- og þjónustu. Nefndin telur breytinguna geta stutt við uppbyggingu í ferðaþjónustu fyrir svæðið. Nefndin leggur því til að gerð verði tilheyrandi breyting í aðalskipulagi og heimilar jafnframt umsækjanda að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að viðkomandi lóð verði byggð að því tilskyldu að tenging inná lóðina verði tryggð frá Þrúðvangi í stað þess að tengjast Ártúni. Ef svo fer ætti heiti lóðarinnar að breytast í Þrúðvang 40 sem er næsta raðnúmer við núverandi lóðir við Þrúðvang. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin telur þó réttast að áformin verði kynnt nærliggjandi eigendum lóða sem nýjar lóðir hafa áhrif á. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem fyrirhugaðar breytingar koma ekki til með að hafa áhrif á aðra aðila á svæðinu.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku skipulagsins. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og
  samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 37 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning fari fram með auglýsingu í landsblaði, staðarblöðum og birt á heimasíðu sveitarfélagsins og gildi í þrjár vikur frá birtingu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

4.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 15

2104006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Húsakynni bs - 14

2104001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 14 Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2020 var lagður fram og samþykktur samhljóða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fyrir sitt leyti Ársreikning Húsakynna bs fyrir árið 2020.

  Samþykkt samhljóða.

6.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 16

2104007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 16 Nefndin leggur til að unnin verði atvinnu- og nýsköpunarstefna fyrir Rangárþing ytra. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og felur nefndinni að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.

7.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 216

2104004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 7.1 2104015 Ársreikningur 2020
  Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 216 Ársreikningur 2020 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk ágætlega á árinu og voru útgjöld í samræmi við áætlanir en tekjur voru þó nokkuð yfir áætlun. Hagnaður ársins var 19,8 m.kr. Eigið fé í árslok nam 207,2 m.kr.

  Ársreikningur 2020 samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fyrir sitt leyti Ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs fyrir árið 2020.

  Samþykkt samhhljóða.

8.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 13

2104002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 13 Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2020. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 18,4 mkr. Fjárfesting ársins var 109,4 mkr.

  Ársreikningur 2020 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fyrir sitt leyti Ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs fyrir árið 2020.

  Samþykkt samhljóða.

9.Oddi bs - 38

2104005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 38 Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2020 fyrir byggðasamlagið Odda bs. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður rafrænt í gegnum SIGNET.IS. Jafnframt ákveðið að samantekt um þróun launakostnaðar og breytingar á fjölda nemenda og starfsmanna verði lögð fram á næsta fundi. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fyrir sitt leyti Ársreikning Odda bs fyrir árið 2020.Samþykkt samhljóða.

10.Byggðarráð Rangárþings ytra - 34

2104003F

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

11.Bjargshverfi - hugmyndavinna

2102020

Samningur við Basalt arkítekta til staðfestingar.
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samning við Basalt arkítekta ehf vegna ráðgjafar og hönnunar við deiliskipulag í Bjargshverfi.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021

2102027

Svör við fyrirspurnum frá 32. fundi sveitarstjórnar og fyrirspurn um atvinnulóðir.
12.1 Samningur um rekstur matvöruverslunar á Hellu - fyrirspurn. Hvernig verður verðlagseftirliti háttað?
Svar: Virkasta verðlagseftirlitið er sjálfsagt í höndum íbúa. Ef verðlagið er úr takti við verðlag hjá samkeppnisaðilum þá beina menn viðskiptum sínum væntanlega annað. Þess má geta að Alþýðusamband Íslands hefur verðlagseftirlit á sinni könnu og beinir athyglinni sérstaklega að matvöruverslunum. Á heimasíðu ASÍ og Fb síðu má með jöfnu millibili sjá verðsamanburð milli helstu matvöruverslana landsins.

12.2 Samningur um rekstur líkamsræktarstöðvar á Hellu - fyrirspurn og ósk um upplýsingar.
a) Hversu margir viðskiptavinir eru við World Class á Hellu?
b) Hversu margar heimsóknir hafa verið hvern mánuð hingað til?
Svar við a og b: Yfirlit fylgir með í sérstöku skjali. Heimsóknir í febrúar s.l. voru rétt innan við 1.000 talsins þrátt fyrir COVID takmarkanir.
c) Hafa starfsskyldur starfsfólks íþróttamiðstöðvar gagnvart World Class breyst eða
aukist umfram samning vegna Covid19 og hefur leigutaki greitt fulla leigu á þessum
tíma samkvæmt sama samningi? Óskum eftir sundurliðuðu yfirliti um leigugreiðslur til
upplýsinga. Svar: Starfsskyldur hafa ekki aukist. Leigugreiðslur eru skv. samningi og fylgja í sérstöku skjali.


12.3 Staða yfirdráttarláns byggingarsjóðs Lundar - fyrirspurn.
a) Hver er staða yfirdráttar og hver er upphafsdagur yfirdráttarlánsins? Svar: Skv. upplýsingum frá forstöðumanni á Lundi var staðan þann 8. apríl s.l. -40.277.194
b) Hver er mánaðarlegur vaxtakostnaður miðað við fulla nýtingu yfirdráttarheimildarinnar? Svar: Skv. upplýsingum frá forstöðumanni á Lundi er vaxtakostnaður 260.000 kr.
c) Hefur rekstrarfé Lundar verið notað til að greiða niður vaxtakostnað yfirdráttarláns byggingarsjóðs? Svar frá forstöðumanni á Lundi: Nei en fengið var lán úr gjafasjóð x 2 þ.e. 17.09.20 1 millj og 23.12.20 1 millj. samtals tvær milljónir vegna vaxta, vegna pressu frá Arionbanka og samþykkt af stjórn Lundar.


12.4 Fasteignagjöld ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi ytra - fyrirspurn. Hver er staðan á innheimtu fasteignagjalda hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem fengu greiðslufrest vegna heimsfaraldurs?
Svar: Innheimta fasteignagjalda hefur gengið vel. Fasteignagjöld eru einungis óuppgerð hjá þeim aðilum sem eru í s.k. greiðsluskjóli vegna COVID19 og hjá þeim sem hafa samið sérstaklega um greiðslufrest vegna aðstæðna.

12.5 Gæðamál innsendra erinda - fyrirspurn.
a) Er einhver rammi (innra gæðaeftirlit) varðandi tímann sem líður frá móttöku erinda og þangað til þau koma fyrir sveitarstjórn/byggðaráð?
Svar: Innkomin erindi til sveitarstjórnar eða byggðarráðs koma að öllu jöfnu fyrir næsta reglulegan fund. Í einstaka tilfellum þegar einhver gögn vantar, erindi er af einhverjum ástæðum ekki tilbúið fyrir fund eða berst of seint þá kemur erindið fyrir næsta fund þar á eftir.

12.6 Hólsárós - fyrirspurn og ósk um upplýsingar.
a)Óskum eftir upplýsingum um aðgerðir og kostnað sveitarfélagsins við að opna stíflu í Hólsárós.
b)Hefur verið athugað hvort hægt sé að sækja um styrk í þessar aðgerðir og eins í fyrirbyggjandi aðgerðir?
Svar við a og b: Sjá minnisblað frá forstöðumanni eigna og framkvæmdasviðs.

12.7 Atvinnulóðir - fyrirspurn
Á kortasjá Rangárþings ytra má nú sjá yfirlit yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu. Eru einhverjar atvinnulóðir lausar? Fulltrúar Á-lista óska eftir að fá lista yfir úthlutaðar óbyggðar atvinnulóðir þar sem kemur fram hvenær úthlutun átti sér stað, hvort gatnagerðagjöld hafi verið greidd og í kjölfarið gerður lóðaleigusamningur eins og úthlutunarreglur kveða á um.

Svar: Sveitarstjóra falið að taka saman svör og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

13.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Minnisblað varðandi stækkun íþróttasvæðis
Lagt fram minnisblað um þróun skóla- og íþróttasvæðis á Hellu. Í minnisblaðinu kemur fram að skóla- og íþróttasvæðið á Hellu er einstaklega vel staðsett í miðju þorpsins og í göngufæri úr öllum hverfum bæði þeim eldri og eins þeim nýjustu þ.e. Ölduhverfi, Neshverfi og Bjargshverfi. Skóla- og íþróttasvæðið þarf hins vegar að stækka til norðurs og það svæði sem nú er skilgreint sem opið svæði (OP2) í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins þarf að taka undir stækkun íþróttasvæðisins skv. aðalskipulagi. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði. Umrætt svæði tilheyrir Helluvaði I og í ljósi þess að landið er gríðarlega mikilvægt fyrir eðlilega þróun Hellukauptúns gerði sveitarstjórn tilboð í landið í upphafi árs 2019 en því tilboði var hafnað af eigendum. Tilboðið var gert í samráði við fagfólk í fasteignaviðskiptum. Eigendur landsins höfðu í samtali við fulltrúa sveitarstjórnar lýst sig tilbúin að selja sveitarfélaginu landið en hafa aðrar hugmyndir um verð og því náðu þessar þreifingar ekki lengra á þessum tíma.

Lagt er til að ráðist verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og opið svæði, merkt OP2, verði skilgreint sem íþróttasvæði og að gert verði nýtt tilboð í umrædda eign í heild sinni.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

14.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Afhending vegtengingar um Oddabrú til Vegagerðarinnar
Lögð fram tillaga að bréfi til Vegagerðarinnar um afhendingu vegtengingar um Oddabrú í samræmi við samkomulag þar um.

Samþykkt samhljóða.

15.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2021

2011051

Fundur sveitarstjórnar í maí 2021.
Lagt er til að næsti sveitarstjórnarfundur verði þann 12. maí kl. 16:00.

Samþykkt samhljóða.

16.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Lýður Skúlason, Guðmundur Ingi Hjartarson og Finnur Björn Harðarson óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um langtímaleigu eða eftir atvikum kaup á landi sem liggur að efri hluta Eystri Rangár vegna áforma um uppbyggingu í tengslum við laxveiði.
Sveitarstjórn hefur fengið góða kynningu á verkefninu og tekur vel í að skoða málið áfram. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

17.Ársreikningur 2020 Rangárljós

2104010

Ársreikningur Rangárljóss 2020
Ársreikningur fyrir Rangárljós fyrir árið 2020 lagður fram og samþykktur samhljóða.

18.Ársreikningur 2020

2104009

Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

19.Tillaga Á-lista um beinar útsendingar

2104030

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórnarfundir verði sendir út í beinni útsendingu.

Greinargerð:
Tugir manna hafa fylgst með beinum útsendingum síðustu funda sem sýnir að íbúar hafa svo sannarlega áhuga á að fylgjast með sveitarstjórnarmálum, enda mun einfaldara í alla staði að tengjast beinu streymi frá fundi í okkar víðfema sveitarfélagi heldur en að mæta á staðfund. Það er búið að leggja ljósleiðara um allt sveitarfélagið og býður sú fjárfesting upp á mikla möguleika, meðal annars til að senda út beint frá sveitarstjórnarfundum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin upp og hafnað með 4 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS), 3 voru samþykkir (MHG,ST,JH).

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista styðja heilshugar opna stjórnsýslu og gott upplýsingaflæði til íbúa og í þeim tilgangi eru fundirnir teknir upp og þeim komið á netið svo fljótt sem verða má þannig að fólk geti skoðað við hentugleika. Við teljum að ef gera ætti breytingar á núverandi fyrirkomulagi þá væri réttast að taka form funda sveitarstjórnar til gagngerrar endurskoðunar þannig að upplýsingaflæði verði sem best, umræður skýrar og auðvelt fyrir íbúa að fylgjast með framvindu mála. Við leggjum til að þetta verði gert við næstu heildarendurskoðun samþykkta sveitarfélagsins t.d. í upphafi næsta kjörtímabils.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

20.Tillaga Á-lista um land í eigu sveitarfélagsins

2104029

Listi yfir land í eigu Rangárþings ytra verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins. Ef breytingar verða á eignarlöndum þá verði listinn uppfærður.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

21.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Lagt fram til kynningar.

22.SASS - 568 stjórn

2104006

Fundargerð frá 24032021
Lagt fram til kynningar.

23.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 896 fundur

2104005

Fundargerð frá 26032021
Lagt fram til kynningar.

24.Félagsmálanefnd - 86 fundur

2104004

Fundargerð frá 18032021
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

25.Samstarfsnefnd um könnun á sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2101002

Fundargerð frá 09042021
Lagt fram til kynningar.

27.Vottunarstofunnar Tún ehf - tilkynning um hlutafjáraukningu

2104027

Tilkynning um Hlutafjáraukningu í Vottunarstofunni Túni og sölu félagsins á eigin hlut í félaginu.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

28.Upplýsingar varðandi eftirlitsmyndavélar

2104032

Lögreglustjórinn á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?