13. fundur 13. apríl 2021 kl. 16:30 - 17:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðni Kristinsson embættismaður
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Fundarritari
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 2. Rekstraryfirlit Vatnsveitu 2021 og liður 6. Málefni notenda vatnsveitu og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Ársreikningur Vatnsveitu 2020

2104008

Til staðfestingar
Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2020. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 18,4 mkr. Fjárfesting ársins var 109,4 mkr.

Ársreikningur 2020 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

2.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 2021

2102030

Yfirlit um rekstur frá áramótum.
KV kynnti rekstraryfirlit fyrir Vatnsveituna mánuðina janúar til mars 2021.

3.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

Staða á daglegum rekstri
GK fór yfir daglegan rekstur veitunnar. Frostakaflar í vetur hafa verið nokkuð erfiðir og hefur þurft að grípa til bráðabirgðalagna á nokkrum stöðum þar sem frost hefur hlaupið djúpt niður. Sérstaklega hefur borið á þessu í sandjarðvegi.

4.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Endurskoðun langtímaáætlunar
Unnið áfram í endurskoðun á framkvæmdaáætlun fyrir næstu ár. Búið er að fara yfir forgangsröðun hvað varðar endurnýjun lagna og kostnaðarmeta hvern áfanga. Ákveðið að vinna eftir fyrirliggjandi áætlun út árið 2022 og leggja áherslu á að treysta vatnsafhendingu til Þykkvabæjar. Eftir þann áfanga verður staðan tekin á ný. Skoðunarferð í Fögrubrekku var frestað fram í maí en stefnt er að verklokum þar fyrir lok júlímánuðar.

5.Innra eftirlit veitunnar

2102031

Skref að innleiðingu
Málið er í undirbúningi og verður gefin stöðuskýrsla á næsta fundi.

6.Málefni notenda vatnsveitu

1709022

Ábending frá Reykjagarði.
Fyrir liggur tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Reykjagarðs með fyrirspurn um innheimtu notkunargjalds og jafnræði meðal fyrirtækja hvað þessa gjaldtöku varðar. Ákveðið að taka saman yfirlit um innheimtu notkunargjalds hjá veitunni og kanna jafnframt útfærslu hjá sambærilegum veitum hvað þennan þátt varðar og leggja fram á næsta fundi stjórnar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt með SIGNET.IS strax að loknum fundi.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?