33. fundur 25. mars 2021 kl. 16:00 - 18:58 í ZOOM fjarfundi
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættust liðir 31. Suðurlandsvegur 1-3 hf - fundargerð og liður 32. Umhverfisnefnd - fundargerð og var það samþykkt samhljóða.

Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1 og Tómas Haukur Tómasson undir lið 28.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021

2101039

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri kynnti yfirlit um rekstur sveitarfélagsins.

2.Langalda 22. Umsókn um lóð

2103030

Kristján Gunnar Ríkharðsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 22 við Langöldu til að byggja á henni einbýlishús úr steini/timbri sbr. umsókn dags. 12.3.2021.
Lagt er til að úthluta Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni lóð nr. 22 við Langöldu á Hellu til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

3.Sandalda 10. Umsókn um lóð

2103049

Sólrún Lilja Pálsdóttir óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 10 við Sandöldu til að byggja á henni einbýlihsús úr timbri sbr. umsókn dags. 19.3.2021.
Lagt er til að úthluta Sólrúnu Lilju Pálsdóttur lóð nr. 10 við Sandöldu á Hellu til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

4.Orravellir 1. Umsókn um lóð undir hesthús

2103028

Gustav Magnús Ásbjörnsson sækir um lóð nr. 1 við Orravelli til að byggja á henni hesthús úr steypu/timbri sbr. umsókn dags. 9.3.2021.
Lagt er til að úthluta Gústav Magnúsi Ásbjörnssyni lóð undir hesthús við Orravelli 1 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

5.Orravellir 2. Umsókn um lóð

2103052

Sigfús Davíðsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 2 við Orravelli til að byggja á henni hesthús úr timbri sbr. umsókn dags. 22.3.2021.
Lagt er til að úthluta Sigfúsi Davíðssyni lóð undir hesthús við Orravelli 2 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

6.Sæluvellir 2 og 4. Umsókn um lóðir

2103053

Þröstur Sigurðsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 2-4 við Sæluvelli til að byggja á henni hesthús úr steypu/timbri sbr. umsókn dags. 22.3.2021.
Lagt er til að úthluta Þresti Sigurðssyni lóð undir hesthús við Sæluvelli 2-4 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

7.Sæluvellir 3. Umsókn um lóð

2103051

Maria Therese Sundberg óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 3 við Sæluvelli til að byggja á henni hesthús úr timbri sbr. umsókn dags. 22.3.2021.
Lagt er til að úthluta Maria Therese Sundberg lóð undir hesthús við Sæluvelli 3 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

8.Sæluvellir 5. Umsókn um lóð

2103054

Magnús Kristjánsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 5 við Sæluvelli til að byggja á henni hesthús úr timbri sbr. umsókn dags. 22.3.2021.
Lagt er til að úthluta Magnúsi Kristjánssyni lóð undir hesthús við Sæluvelli 5 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

9.Lóðamál í Þykkvabæ

2103032

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi í Þykkvabæ frá árinu 2000 er gert ráð fyrir nokkrum lóðum á svæði í eigu sveitarfélagsins. Lagt fram minnisblað.
Í gildi er deiliskipulag frá árinu 2000 í Þykkvabæ. Þar er m.a. gert ráð fyrir nokkrum íbúðalóðum á landi sveitarfélagsins ofan við s.k. Ásveg. Lagt er til að vekja athygli á þessum byggingarlóðum og auglýsa þær lausar til umsóknar. Sveitarfélagið á jafnframt land við Ásveg 1 sem hefur verið á leigu en þeirri leigu er nú lokið. Lagt er til við sveitarstjórn að kannað verði hvort áhugi sé til að nýta þetta land undir byggingar eða atvinnutengda starfsemi.

Samþykkt samhljóða.

10.Aðalfundarboð - Veiðifélag Ytri-Rangár

2103041

Boð um aðalfund 27.03.2021
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

11.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2021

2103016

Golfklúbburinn Hellu
Lagt er til að veita Golfklúbbnum styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2021 skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

12.Stækkun kirkjugarðs - Hábæjarkirkja

2103033

Erindi frá sóknarnefnd
Erindi liggur fyrir frá sóknarpresti og sóknarnefnd Hábæjarkirkju í Þykkvabæ varðandi stækkun kirkjugarðsins. Samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga þá ber sveitarfélögum að leggja til land undir kirkjugarða og aðstoða við málið. Hugmynd sóknarnefndar er að hægt verði að ráðast í framvæmdir við stækkun garðsins ekki seinna en sumarið 2022. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við sóknarnefndina og undirbúa fyrir fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

13.Hvammur II. Breyting á heiti.

2103039

Eigandi Hvamms II í Holtum L217090 óskar eftir að fá að breyta heiti á eign sinni úr Hvammi II yfir í Skuggabrún skv. ósk þar um dagsett 15.3.2021.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við heitið Skuggabrún.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

14.Matvöruverslun á Hellu

2103048

Yfirlýsing
Byggðarráð leggur fram eftirfarandi yfirlýsingu varðandi rekstur dagvöruverslunar á Hellu:

Í langan tíma hafa staðið yfir samskipti milli Festi hf, sem rekur matvörubúðina Kjarval á Hellu, og Samkeppniseftirlitsins. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé ekki beinn aðili að þessu máli þá hefur allan tímann verið leitað eftir upplýsingum um stöðu málsins og ótal fundir, símtöl og önnur samskipti átt sér stað milli fulltrúa sveitarfélagsins, stjórnar fasteignafélagsins sem rekur Miðjuna á Hellu og starfsfólks samkeppniseftirlitsins, og ekki síður forstjóra og annars forsvarsfólks Festi hf. Vel rekin matvörubúð með góðu vöruúrvali og samkeppnishæfu verði skiptir gríðarlegu máli á stað eins og Hellu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum benda allar rekstrartölur til þess að Kjarval á Hellu gangi vel og Hella sé eftirsóknarverður verslunarstaður með trygga viðskiptavini. Það hljóti því að vera mjög áhugavert að reka þar matvöruverslun. Eftir því sem best verður skilið þá gerði Festi hf sátt við Samkeppniseftirlitið um að selja frá sér verslunina á Hellu vegna einokunaraðstöðu á dagvöruverslun í Rangárvallasýslu þegar Festi hf og N1 runnu saman í eina sæng. Upphaf málsins má rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlistins nr. 8/2019, sbr. einnig fréttatilkynningu eftirlitsins 18. febrúar 2020. Þar kemur fram að skv rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samruna N1 og Festi hafi m.a. komið í ljós að verslanir Festi, Krónan á Hvolsvelli og Kjarval á Hellu, og N1 á Hvolsvelli yrðu nánast með einokunarstöðu í sölu dagvara á Hellu og Hvolsvelli eftir samrunann.

Samkvæmt 3. mgr. 12. gr. umræddrar sáttar kemur fram að verslunin Kjarval skuli aðeins seld til aðila sem sé til þess fallinn og líklegur til að veita umtalsvert samkeppnislegt aðhald við sölu dagvara á svæðinu. Skal kaupandi vera óháður og ekki í neinum tengslum við N1. Einnig skal kaupandi samkvæmt þessu skilyrði sáttarinnar búa yfir nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti til bæði skemmri og lengri tíma veitt umtalsvert samkeppnislegt aðhald.

Nú höfum við hér í Rangárþingi ytra fylgst með því að Festi hf hefur gert einhverjar tilraunir til að selja frá sér verslunina en greinilegt er að í engu tilfelli hefur þar ofangreint skilyrði 3. mgr. 12. gr. umræddrar sáttar verið uppfyllt.

Nú er svo komið að við hér í Rangárþingi ytra teljum nóg komið. Annað hvort fær Festi hf leyfi til þess að reka hér áfram sína ágætu verslun og þá gjarnan þannig að bætt verði í og opnuð hér Krónubúð eða þá að Festi hf snýr sér að því að selja Kjarvalsverslun sína hér á Hellu til aðila sem teljast samkeppnisaðilar og hafa til þess nægjanlegt afl. Þessir aðilar eru teljandi á fingrum annarar handar hérlendis. Gangi þetta hvorugt eftir þá þurfa Festi hf og Samkeppniseftirlitið einfaldlega að setjast niður og endurskoða þessa sátt sem gerð var því varla er hægt að hugsa sér verri útkomu fyrir samkeppni um dagvöruverslun í Rangárvallasýslu en þá að loka einu matvörubúðinni í öðru kauptúninu. Sú útkoma hlýtur reyndar að teljast óhugsandi því þar með er fyrrgreind sátt milli Festi hf og Samkeppniseftirlitsins fyrst þverbrotin.

Samþykkt samhljóða.

15.Bjargshverfi - hugmyndavinna

2102020

Niðurstaða verðkönnunar
Lögð fram gögn um verðkönnun meðal þriggja arkítektastofa um ráðgjöf og hugmyndavinnu við skipulag og útfærslu byggðar í hinu nýja Bjargshverfi. Um var að ræða arkítektastofurnar Basalt arkítekta, Batteríið og Glámu-Kím sem allar hafa mikla reynslu af hönnun nýrra hverfa líkt og hér er á ferðinni. Óskað var eftir því að ráðgjafar gæfu leiðbeinandi verð í frumhönnun á þessu svæði sem fjallaði um tengingu við þjóðveg; aðkomu að Auðkúlu og tengivirki; legu íbúðarhúsa, gatna og staðsetningu lóða; göngustígakerfi innan svæðis og tengingu við áhugaverða staði í nágrenni; staðsetningu og tengingu göngu og hjólabrúar; aðkomu að svæðinu frá núverandi Rangárbrú; tillögu að útsýnis- og áningarstöðum og tillögu að húsagerðum einbýlishúsa og parhúsa. Undirstrikað var mikilvægi þess að ná góðri nýtingu á svæðinu án þess að það yrði yfirhlaðið. Óskað var eftir því að hönnuðir kæmu með stutta lýsingu á því hvernig þeir teldu best að þessa frumvinna yrði unnin og gæfu leiðbeinandi verð í þennan hluta með áætlaðri tímanotkun.

Munur er á framlögðum tilboðum hvað varðar verklag og áætlaða tímanotkun en meðaltímagjöld eru nokkuð sambærileg. Basalt gekk lengst í undirbúningi á sínu tilboði og komu fram með nokkuð mótaðar tillögur af svæðinu. Tilboðinu fylgir mjög góð greinargerð um verkið og það sem þau sjá fyrir sér að skila til verkkaupa. Lagt er til að fengin verði heimild til að ganga til samninga við Basalt arkítekta skv. framlögðu tilboði þeirra. Þar verði einnig sett niður með nánari hætti sú tímalína sem unnið verður eftir.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

16.Land úr Gaddstöðum - kauptilboð

2103058

Erindi frá Bergþóru Björgu Jósepsdóttur og Haraldi Magnússyni.
Lagt fram bréf frá Bergþóru Björg Jósepsdóttur og Haraldi Magnússyni með ósk um að fá að kaupa leiguland sitt úr Gaddstöðum austan afleggjara að Gunnarsholti. Landið er á óskipulögðu svæði. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um stærð landsins og erindinu vísað áfram til sveitarstjórnar.

17.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

2102015

Tillaga að auglýsingu til staðfestingar.
Farið yfir tillögu að auglýsingu og ákveðið að auglýst verði eftir Heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúa sem jafnfram yrði forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma auglýsingunni í birtingu.

18.Trúnaðarmál 11032021

2103059

Fært í trúnaðarmálabók.

19.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2021

2103060

Endurskoðun
Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá þjónustumiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða.

20.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmiss gögn vegna COVID19 mála.
Lögð fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti með boði um að sækja um styrki til eflingar virkni, vellíðunar og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID19 og til stuðnings við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2021 vegna COVID19. Samþykkt samhljóða að sækja um stuðning við bæði verkefnin og fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

21.Hugmyndagáttin og ábendingar 2021

2101011

Tvær ábendingar um vegi í frístundabyggð og hljóð á sveitarstjórnarfundi.
Ábendingum vísað til þjónustumiðstöðvar og skrifstofu til úrvinnslu.

22.Brunavarnaáætlun

1512017

Erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnuna.
Byggðarráð beinir þeim tilmælum til stjórnar Brunavarna bs sem fer með málið fyrir hönd sveitarfélaganna í sýslunni að hraða endurskoðun brunavarnaáætlunarinnar sem mest má verða.

Samþykkt samhljóða.

23.Villikettir - ósk um styrk

2103062

Erindi frá dýraverndurnarfélaginu Villiköttum.
Lagt er til að styrkja Dýraverndunarfélagið Villiketti um 20.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

24.Fjallskil 2020

2103067

Yfirlit og minnisblað
Lagt fram yfirlit um fjallskil ársins 2020. Í ljósi mjög breyttra aðstæðna hvað varðar fjárfjölda og nýtingu afrétta leggur byggðarráð til að skipaður verði vinnuhópur um endurskoðun fjallskilamála í sveitarfélaginu. Í vinnuhópinn verði skipaðir formenn fjallskiladeilda Landmannaafréttar og Rangárvallaafréttar ásamt sveitarstjóra. Verkefni vinnuhópsins verði m.a. að meta samræmi í því sem sveitarfélagið greiðir í fjallskilum hvers afréttar og skoða hvort setja ætti eina fjallskilanefnd fyrir Landmanna- og Rangárvallaafrétt. Þannig mætti mögulega samræma leitir betur en nú er. Jafnframt skoða breytingar í ljósi þess að gæta hagræðis varðandi kostnað við leitir. Óskað er eftir því að vinnuhópurinn skili greinargerð fyrir fundi sveitarstjórnar í júní n.k.

Samþykkt samhljóða.

25.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál; frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál; frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál; frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál;frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál; frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál; frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Til kynningar.

26.Oddi bs - 37

2103003F

Fundargerð frá 23032021
Til kynningar.

27.Bergrisinn bs - fundir 2021

2103034

Fundargerð stjórnar nr. 27
Til kynningar.

28.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerð 10. fundar og kynning á stöðu verkefnis.
Til kynningar.

29.HES - stjórnarfundur 210

2103061

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Til kynningar.

30.Samtök orkusveitarfélaga - 45 stjórnarfundur

2103063

Fundargerð.
Til kynningar.

31.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 14

2103007F

Lagt fram til kynningar.

32.Umhverfisnefnd - 9

2103006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • 32.3 2103050 Plokk á Íslandi
    Umhverfisnefnd - 9 Umhverfisnefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki þátttöku í umræddu verkefni. Jafnframt verði lögð áhersla á þátttöku almennings í samfélaginu. Bókun fundar Lagt til að taka þátt í plokkdeginum og leggja til 125.000 kr sem færast á umhverfismál.

    Samþykkt samhljóða.

33.Fréttabréf Rangárþings ytra

2103066

Samantekt um verkefnið
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest rafrænt í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 18:58.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?