16. fundur 12. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar fór markaðs- og kynningarfulltrúi yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi.

Undir 1. lið kom Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri inn á fundinn og tók þátt í umræðum varðandi atvinnumálþing.

1.Íbúafundur um atvinnumál

2102021

Farið yfir niðurstöður atvinnumálþings sem haldið var þann 23. mars s.l. og tillaga lögð að næstu skrefum.
Nefndin leggur til að unnin verði atvinnu- og nýsköpunarstefna fyrir Rangárþing ytra.

2.Kortagerð

2101020

Farið yfir stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

3.Uppbygging áfangastaða

2101021

Farið yfir stöðu verkefnisins frá síðasta fundi.
Lagt fram til kynningar.

4.Slagkraftur 2021

2101022

Leggja þarf til dagsetningu og fundarefni fyrir fund Slagkrafts í apríl 2021.
Næsti fundur Slagkrafts verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:00. Fundarefni verður kynning á þeirri afþreyingu sem í boði verður í sveitarfélaginu sumarið 2021 fyrir ferðamenn ásamt stöðu þeirra verkefna sem unnið er að. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa og undirbúa fundinn.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?