14. fundur 06. apríl 2021 kl. 16:30 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir varamaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Ársreikningur 2020 - Húsakynni bs

2104001

Til samþykktar
Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2020 var lagður fram og samþykktur samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2021 - Húsakynni bs

2104002

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins frá áramótum
KV lagði fram til kynningar rekstaryfirlit Húsakynna bs fyrir janúar-mars.

3.Framkvæmdaáætlun 2021

2104003

Farið yfir stöðu verkefna
THT fór yfir þær framkvæmdir sem liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að ljúka framkvæmdum við bílaplan á vordögum, í samræmi við áætlun, en þar er eftir hluti af hellulögn og frágangur á ljósastaurum og jöðrum. Áfram þarf síðan að halda í viðhaldi bygginganna, stilla upp í áfanga og hrinda í framkvæmd. Lögð fram ósk frá Heflun ehf um að fá yfirlit um kostnað við bílaplanið. THT falið að taka saman svar við fyrirspurninni í samræmi við upplýsingar sem fram komu á fundinum og senda Heflun ehf.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?