Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið lið 1.
1.Rekstraryfirlit Odda bs 2021
2101034
Yfirlit um rekstur
KV kynnti yfirlit um rekstur Odda bs það sem af er ári og rekstrarniðurstöðu síðasta árs.
2.Nýr skólastjóri Laugalandsskóla
2101033
Úrvinnsla umsókna
Umsóknarfrestur um starf skólastjóra í Laugalandsskóla rennur út þann 9. apríl n.k. Skipuleggja þarf hvernig unnið verður úr umsóknum þegar að því kemur. Lagt til að fela Björk, Ágústi, Ástu Berghildi og Margréti Hörpu að undirbúa og taka viðtöl við umsækjendur og undirbúa ákvörðun um ráðningu. Stjórn Odda bs mun funda næst þann 27. apríl kl. 8:15.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
3.Innlend matvæli
2103047
Áskorun frá Bændasamtökum Íslands
Lögð fram áskorun frá Bændasamtökum Íslands til allra sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir eins og kostur er, sérstaklega grænmeti, kjöt og fisk. Að mati stjórnar Odda bs eru innlend matvæli notuð í ríkulegum mæli í mötuneytum Odda bs og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Þess skal getið að sérstaklega er kveðið á um þetta í innkaupareglum Rangárþings ytra.
4.Átak til eflingar leikskólastigsins
1601023
Ákvörðun um framhald verkefnisins.
Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum á starfssvæði Odda bs renna út þann 1. júní 2021. Reglurnar hafa mælst vel fyrir og margir starfsmenn hafa nýtt þennan möguleika. Fjölgun hefur orðið í hópi fagmenntaðra á tímabilinu og eru þeir nú um 35% starfsmanna í samanburði við 15% árið 2017 en landsmeðaltali er þó ekki náð. Ekki er talin ástæða til að breyta reglum og lagt til að framlengja reglum um styrki til 1. júní 2026. Fjárhæðir eingreiðslna skv. 6. gr. reglnanna hækki úr 70.000 kr í 80.000 kr og 35.000 kr í 40.000 kr. Þá er lagt til að fjöldi undirbúningstíma fylgi þeim viðmiðum sem gefin eru í núverandi kjarasamningum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021
1909071
Samningur
Fyrir liggur samningur við úttektaraðila um ytra mat á Leikskólanum Heklukoti. Lagt er til að staðfesta samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Leikskólakennaranám - Menntavísindasvið HÍ
2103021
M.Ed. og M.T. nám
Lagt fram til kynningar.
7.Samstarfssamningur um landshlutateymi
2011033
Fundargerð 4.
Lagt fram til kynningar.
8.Íslensku menntaverðlaunin 2021
2103020
Samband Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest rafrænt með SIGNET.IS
Fundi slitið - kl. 09:35.