Leikskólastjóri
Leikskólinn Heklukot á Hellu óskar eftir leikskólastjóra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli með um 65 nemendur. Á Heklukoti er unnið eftir stefnu Grænfánans og Heilsustefnunnar. Aðstaða skólans er mjög góð og mikil áhersla lögð á að vinna gæðastarf með börnum. Heklukot hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2013 fyrir öflugt samstarf við foreldra.
30. ágúst 2014