Starfsfólk Rangárþings ytra óskar íbúum sveitarfélagsins og samstarfsaðilum gleðilegs sumars og þakkar ánægjuleg samskipti á nýliðnum vetri.
25. apríl 2013
Þórunn Ósk nýr leikskólastjóri Heklukots
Þórunn Ósk Þórarinsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri á Heklukoti í stað Sigríðar Birnu sem hefur látið af störfum. Staðan var auglýst þann 12. desember 2012 og var umsóknarfrestur til 2. janúar 2013. Þórunn eru með diplóma í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun skólastofnana.
24. apríl 2013
Kjörfundur í Rangárþingi ytra
Kjörfundur vegna Alþingiskosninga fer fram laugardaginn 27. apríl 2013. Kosið verður í Grunnskólanum á Hellu og hefst kjörfundur kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Athygli kjósenda er vakin á skyldu til að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess. Kjörstjórn Rangárþings ytra.
23. apríl 2013
Íþróttamiðstöðin Hellu lokuð
Íþróttamiðstöðin er lokuð frá 29.apríl vegna lagfæringa á búningsklefum og sundlaug. Opnun auglýst síðar. Starfsfólk biðst velvirðingar á þessum óþægindum. Sundlaugin á Laugalandi er opin eins og áður.
22. apríl 2013
Bréf til hreppsnefndar frá Hjördísi G. Brynjarsdóttur
Eftirfarandi erindi barst sveitarfélaginu og er það birt með leyfi höfundar á síðunni: "Kæra Hreppsnefnd og aðrir er þetta mál gæti varðað. Á Hellu hefur alltaf verið hesthúsahverfi sem er gott og blessað og ég undirrituð sem íbúi á Hellu finnst mjög gaman að hafa hrossin og önnur dýr í nágrenni við mig og eiga þess kost að fara og skoða þau, enda hef ekkert útá þau sem slík að setja."
19. apríl 2013
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti þann 26. mars, 2013 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Landeigendur hafa áform um að byggja upp frístundasvæði á jörðinni Jarlsstaðir úr landi Stóru-Valla og því eru fyrirhugaðar allnokkrar breytingar á landnotkun, en jörðin er skilgreind sem landbúnaðarland í aðalskipulagi.
18. apríl 2013
Ástæður lokunar heilsugæslu á Hellu
Eftirfarandi var birt á vefnum www.dfs.is: Íbúar í Rangárvallasýslu hafa sett sig í samband við DFS og kvartað undan því að heilsugæslustöðvarnar á Hvolsvelli og Hellu eru báðar lokaðar í dag. Íbúar eru hissa á þessu og vita ekki ástæðuna.
18. apríl 2013
Grænn apríl - Einn svartur ruslapoki laugardaginn 20. apríl nk.
Í tengslum við verkefnið Grænn apríl verður gert átak í hreinsun þann 20. apríl nk. „Einn svartur ruslapoki“. Þar sem Olís er þátttakandi í Grænum apríl hefur verið ákveðið að Olís gefi einn svartan ruslapoka til þeirra sem koma og leita eftir því. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að taka þátt í verkefninu og nýta framlag Olís til þess.
18. apríl 2013
Íbúafundur um staðsetningu á vindmyllum í Rangárþingi ytra
Íbúafundur um staðsetningu á vindmyllum innan Rangárþings ytra verður haldinn þann 18. apríl 2013 kl. 20.00 í Íþróttahúsinu í Þykkvabæ skv. ákvörðun Skipulagsnefndar. H. Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra, Steingrímur Erlingsson og Snorri Sturluson f.h. Biokraft ehf. og Friðrik Magnússon f.h. Kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ munu sitja fundinn og svara spurningum eftir þörfum.
16. apríl 2013
Góð þátttaka á reiðnámskeiðum hjá Rangárvalladeild Geysi
Rangárvalladeild Geysis stóð fyrir tveimur reiðnámskeiðum í vetur. Barnanámskeið var undir stjórn Heiðdísar Örnu Ingvarsdóttur og námskeið fyrir 14 ára og eldri undir stjórn Ísleifs Jónassonar. Barnanámskeiðið var sennilega með því ódýrasta í landinu, eða 3.000 krónur á barn fyrir 5 skipti, vegna þátttöku Hestamannafélagsins Geysis í kostnaðinum.