Írena safnaði nærri hálfri milljón fyrir SOS Barnaþorpin á Haítí

Írena safnaði nærri hálfri milljón fyrir SOS Barnaþorpin á Haítí

Nú fyrir jólin hélt söngkonan Írena Víglundsdóttir styrktartónleika á Hellu fyrir SOS Barnaþorpin.  Tónleikarnir voru haldnir í Menningarsalnum við Dynskála í desember og var uppselt á báða tónleikana. Frábært framtak hjá Írenu og við óskum henni alls hins besta í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
readMoreNews
Vefmælingar heimasíðunnar fyrir árið 2012

Vefmælingar heimasíðunnar fyrir árið 2012

Vefmæling á vefnum www.ry.is hófst þann 8. mars 2012 og hafa heimsóknir á vefsíðuna síðan þá verið 24.398 talsins. Þar af eru 7.127 heimsóknir frá einstökum aðilum eða einstökum tölvum. Síðan hefur verið skoðuð 1.924 sinnum í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu. Innan síðunnar hefur verið flakkað 91.218 sinnum. Hver notandi dvelur að meðaltali um 3 mínútur og 25 sekúndur inni á síðunni.
readMoreNews
Opnunartími skrifstofu Rangárþings ytra og Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Opnunartími skrifstofu Rangárþings ytra og Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Lokað er á aðfangadag og gamlársdag en annars er opið frá kl. 10:00 – 15:00 virka daga. Athugið breyttan opnunartíma eftir áramót! Opið verður frá kl. 9:00 – 15:00 mánudaga til fimmtudaga frá og með 1. janúar 2013. Föstudaga verður opið frá kl. 9:00 – 13:00. Sími félagsþjónustu verður opinn frá 9:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.
readMoreNews
Jólakveðja sveitarstjórnar 2012

Jólakveðja sveitarstjórnar 2012

Sveitarstjórn Rangárþings ytra færir íbúum, starfsfólki, samstarfsaðilum og öðrum samskiptaaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið og samskiptin á árinu sem er að líða.
readMoreNews
Auglýsing vegna umsókna um húsaleigubætur

Auglýsing vegna umsókna um húsaleigubætur

Skv 2.mgr 10.gr laga um húsaleigurbætur nr. 138/1997 þarf að sækja skal um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn skal hafa borist til skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hellu, eigi síðar en 15. Janúar 2013. Skrifstofa Rangárþings ytra.
readMoreNews
Fundarboð og dagskrá - 40. fundur sveitarstjórnar 2010-2014

Fundarboð og dagskrá - 40. fundur sveitarstjórnar 2010-2014

40. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 þann 20. desember kl. 20:30. 17 liðir eru á dagskrá auk nokkurra undirliða.
readMoreNews
Breytingar á sorphirðu um jólin

Breytingar á sorphirðu um jólin

Gámaþjónustan mun gera smávægilegar breytingar á sorphirðu á Hellu um jólin. Breytingarnar eru þannig að í staðinn fyrir að losa á Hellu fyrir jól verður það gert eftir þau eða 27. Des. Þetta er í raun talið koma betur út fyrir íbúa. Gámaþjónustan mun senda frá sér nýtt dagatal fyrir sorphirðu ársins 2013 á næstu dögum
readMoreNews
Útistofa vígð við Grunnskólann á Hellu

Útistofa vígð við Grunnskólann á Hellu

Útistofa við Grunnskólann á Hellu var vígð í morgun, mánudaginn 17. desember.  Nemendur og starfsmenn fylktu liði út í Rjóður þar sem útistofan er. Einnig mætti nokkur fjölda gesta. Sigurgeir skólastjóri mælti nokkur orð og lýsti því formlega yfir að nú væri útistofan formlega tekin í notkun og þá talaði séra Guðbjörg og fór með bæn.
readMoreNews
Staða leikskólastjóra - Leikskólakennarar athugið!

Staða leikskólastjóra - Leikskólakennarar athugið!

Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Heklukot á Hellu sem er í Rangárþingi ytra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli, með um 60 dvalarpláss fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Heklukot fékk Grænfánann afhentan sl. vor og er unnið að innleiðingu á heilsustefnunni í leikskólanum.
readMoreNews
Leikskólabörn skreyta jólatré

Leikskólabörn skreyta jólatré

Eins og margir hafa séð þá hefur verið sett upp jólatré við móttöku sveitarfélagsins á 3. hæð Miðjunnar á Hellu. Jólatréð er fengið frá Skógræktarfélagi Rangæinga og kemur það úr Bolholtsskógi á Rangávöllum.
readMoreNews