100 ár frá byggingu fyrstu brúarinnar yfir Ytri Rangá

100 ár frá byggingu fyrstu brúarinnar yfir Ytri Rangá

Föstudaginn 31. ágúst n.k. eru hundrað ár liðin frá vígslu fyrstu brúarinnar yfir Ytri-Rangá við Hellu. Þess verður minnst með stuttri athöfn við Handverkshúsið á Hellu, meðal annars afhjúpað skilti þar sem sagan verður rakin nánar í máli og myndum. Gestum verður boðið uppá kleinukaffi að hætti Handverkshússins og hefst athöfnin klukkan 16:30.
readMoreNews
Átak til atvinnusköpunar - opnað hefur verið fyrir umsóknir

Átak til atvinnusköpunar - opnað hefur verið fyrir umsóknir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Umsóknarfrestur haustið 2012 er 20. september.
readMoreNews
Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Meðfylgjandi er kynningarbréf frá Tryggingastofnun vegna barnalífeyris vegna náms eða starfsþjálfunar. Það er mikilvægt að koma þessu bréfi til flestra sem vinna með ungmennum 18-20 ára sem gætu átt rétt á greiðslum. Til þess að fá greiddan barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar frá 1. september þarf að skila inn fullgildri umsókn og fylgigögnum í ágúst.
readMoreNews
Talþjálfun í Rangárþingi ytra

Talþjálfun í Rangárþingi ytra

Í dag tekur til starfa Álfhildur Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið ráðin til sveitarfélagsins til að sinna talþjálfun barna á leik- og grunnskólaaldri. Álfhildur verður í 40% starfi og mun hafa aðsetur í leikskólanum Heklukoti á Hellu. Þessi aukna þjónusta mun áreiðanlega koma mörgum fjölskyldum til góða, sem hingað til hafa þurft að sækja hana til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi.
readMoreNews
Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010

Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010

Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum. Inn í aðalskipulag koma 3 nýjar efnisnámur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga. Þá er gert ráð fyrir malar- og sandnámu í landi Svínhaga sem fær heitið E57 og gert ráð fyrir allt að 30.000m3.
readMoreNews
Ný skoðanakönnun um Töðugjöld

Ný skoðanakönnun um Töðugjöld

Nú hefur ný skoðanakönnun verið sett í gang og verður hún í gangi næstu 2 vikur. Sú skoðanakönnun sem hafði verið í gangi um nágrannagæsluna var tekin niður um leið. Í nýrri skoðanakönnun er spurt hvort að fólk sé ánægt með fyrirkomulag Töðugjalda eins og það hefur verið undanfarið.
readMoreNews
Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Nú er hægt að fara inn á Íbúagátt sveitarfélagsins og skrá sig inn á vefgátt island.is og sjá þar yfirlit um þjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Island.is er er leiðarvísir að opinberri þjónustu og liður í að auðvelda almenningi aðgang að henni. Hægt er að skrá sig inn með sama veflykli og notaður er hjá Ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum.
readMoreNews
Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Eins og margir vita hefur Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu flutt sig um set og hefur nú aðsetur í Miðjunni á Hellu við Suðurlandsveg 1-3. Katrín Þorsteinsdóttir var ráðin í starf félagsmálastjóra í byrjun sumars og hefur hún m.a. staðið fyrir uppsetningu á nýrri heimasíðu félagsþjónustunnar. Slóðin á heimasíðuna er www.felagsmal.is.
readMoreNews