Í undirbúningi

Í undirbúningi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað á dögunum að undirbúa ráðningu á markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir sveitarfélagið. Fyrstu drög að auglýsingu er hægt að skoða hér. Ábendingar varðandi drögin/starfið eru vel þegnar og má senda þær á agust@ry.is
readMoreNews
Vigdísi til heiðurs

Vigdísi til heiðurs

Í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti voru gróðursett þrjú birkitré í trjálundinum góða við Nes á Hellu. Það voru krakkarnir af Heklukoti sem sáu um verkið en í anda Vigdísar var eitt tré fyrir stúlkur, annað fyrir drengi og það þriðja fyrir komandi kynslóðir.
readMoreNews
Keldnaþing

Keldnaþing

Keldnaþing - málþing um framtíð og uppbyggingu Keldna á Rangárvöllum verður haldið 24 júní í Sagnagarði Gunnarsholti 14:30 - 17:30.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun setja samkomuna. Stofnað verður vinafélag Keldna í málþingslok. Allir velkomnir.
readMoreNews
Fundarboð byggðarráð

Fundarboð byggðarráð

12. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, miðvikudaginn 24. júní 2015 og hefst kl. 10:15
readMoreNews
19 júní

19 júní

Í dag fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi. Hvílíkur merkisdagur. Sem betur fer vorum við Íslendingar frekar framarlega í þessari réttarbót.
readMoreNews
Naflahlaupið 2015

Naflahlaupið 2015

Við hvetjum alla til að taka þátt í Naflahlaupinu 2015 sem haldið verður laugardaginn 27. júní nk. Vegalengdir 21 km, 13 km og 5,3 km.Í ár mun ágóðinn renna til Lundar á Hellu.  
readMoreNews
Gleðilegan þjóðhátíðardag

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Upp er runninn þjóðhátíðardagur Íslendinga - 17 júní. Fólk gerir sér dagamun og hátíðarblær í lofti um allt land. Í okkar sveitarfélagi eru samkomur í tilefni dagsins, m.a. í Þykkvabæ, Brúarlundi og á Hellu. Allir eru hvattir til að taka þátt og eiga góðan dag með vinum og fjölskyldu. Sjá upplýsingar um dagskrá hér neðar.
readMoreNews
Starfsfólk óskast á leikskólann Heklukot

Starfsfólk óskast á leikskólann Heklukot

Leitað er eftir starfsfólki til vinnu við leikskólann Heklukot. Heklukot er þriggja deilda leikskóli með um 65 nemendur frá eins til fimm ára og er markvisst unnið eftir stefnu Grænfánans og Heilsustefnunnar.  
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Gaddstaðaflatir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag hesthúsasvæðis, Efra-Sel 222958, Rangárþingi ytra, Svínhagi SH-17 og 21, Rangárþingi ytra, breyting byggingareita og Hungurfit, Rangárþingi ytra, breyting á lóðamörkum
readMoreNews
Brettum upp ermar!

Brettum upp ermar!

Starfsemi Vinnuskólans hjá Rangárþingi ytra er nú komin í fullan gang og í mörg horn að líta við að hreinsa og fegra umhverfið. Almenn vorhreinsun er nú í algleymingi og gámar frá Strönd komnir á sína staði á áður auglýstum gámavöllum innan sveitarfélagsins. Ástæða til að hvetja alla íbúa til dáða við að laga til og fegra í kringum sig.
readMoreNews