Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga

Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti í gær, 27. nóvember, úthlutun 400 milljóna króna í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. Fjármagninu var deilt á átta landshluta  og er þeim ætlað að ákvarða á grundvelli sóknaráætlana hvernig fjármagninu verður varið.Suðurland fær 52,9 milljónir eða 13,2%.
readMoreNews
Rangæingamót í skák 16 ára og yngri

Rangæingamót í skák 16 ára og yngri

Föstudaginn 30. nóvember Kl:16.00 verður Rangæingamót í skák fyrir 16 ára og yngri haldið í Grunnskólanum á Hellu. Tefldar verða 5 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Ungmennafélagið Hekla sér um keppnishaldið og verður öllum keppendum boðið uppá léttar veitingar að keppni lokinni.
readMoreNews
Rétt lögheimili fyrir 1. desember 2012

Rétt lögheimili fyrir 1. desember 2012

Minnt er á að nauðsynlegt er fyrir hvern og einn að vera skráður með lögheimili á réttum stað fyrir næstu mánaðamót.  Lögheimili skal skráð þar sem fólk hefur fastan bústað.  Rétt skráð lögheimili tryggir að fólki berist nauðsynlegar upplýsingar frá opinberum aðilum, bönkum o.fl.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.
readMoreNews
Stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi

Stefnumótun í menningarmálum á Suðurlandi

Í sambandi við stefnumótunarvinnu í menningarmálum á Suðurlandi er netkönnun um menningarmál í gangi sem lesendur eru hvattir til að svara. Netkönnunina er hægt að nalgast hér: http://www.surveymonkey.com/s/Z7RZKCV eða á heimasiðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is.
readMoreNews
Hunda- og kattaeigendur Rangárþingi ytra!

Hunda- og kattaeigendur Rangárþingi ytra!

Vakin er athygli íbúa á því að 17. júlí 2012 tók gildi ný samþykkt nr. 632/2012 um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra. Eigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér vel ákvæði samþykktarinnar sem er aðgengileg öllum á heimasíðu Rangárþings ytra og skrá öll leyfisskyld dýr fyrir 1. desember n.k.
readMoreNews
Mál á dagskrá sem Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á 36. fundi sínum 1.nóv. sl.

Mál á dagskrá sem Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á 36. fundi sínum 1.nóv. sl.

Ég tel afar nauðsynlegt að bregðast við þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið við tvíbýli á Lundi. Þar er rekið frábært starf og gott starf unnið við erfiðar aðstæður og nauðsynlegt að hlúa sem best að skjóstæðingum með að bæta húsnæðið og gefa hverjum og einum þannig kost að fá sem besta aðhlynningu hverju sinni.
readMoreNews
Aukafundur í sveitarstjórn Rangárþings ytra

Aukafundur í sveitarstjórn Rangárþings ytra

37.  fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn í fundarsal sveitarfélagsins í kjallara að Suðurlandsvegi 3, Hellu, mánudaginn 12. nóvember 2012, kl. 20:00. Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
readMoreNews