Vatnsleikfiminámskeið að Laugalandi í Holtum

Vatnsleikfiminámskeið að Laugalandi í Holtum

Á vormánuðum var haldið vatnsleikfimisnámskeið að Laugalandi í Holtum. Námskeiðið var í höndum Maríu Carmenar en hún hefur undanfarið boðið upp á slík námskeið tvisvar á ári. Þó tíðarfarið hafi ekki alltaf verið sem best þessa vordaga, létu konurnar engan bilbug á sér finna og nutu þeirrar heilsubótar sem vatnsleikfimin býður upp á sem og slökunar sem vatnið veitir.
readMoreNews
Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Í sumar vill Saman hópurinn  ítreka mikilvægi samveru foreldra og unglinga. Rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar sé ein besta forvörnin.Samanhópurinn vill hvetja þau sveitarfélög sem bjóða heim á stórar bæjarhátíðir í sumar að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna.
readMoreNews
17. júní hátíð á Hellu - Myndir

17. júní hátíð á Hellu - Myndir

17. júní hátíðahöld á Hellu þóttu takast með miklum ágætum eins og sjá má á eftirfarandi myndum frá Lóu Thor. Hátíðin hófst með messu á Lundi og fór skrúðganga þaðan sem leið lá í íþróttahúsið þar sem nýstúdent hélt hátíðarræðu og fjallkona klædd skautbúningi flutti fjallkonuljóð.
readMoreNews
Tómstundanámskeið UMF. Heklu 3.-21. Júní 2013

Tómstundanámskeið UMF. Heklu 3.-21. Júní 2013

Leikjanámskeið var haldið fyrstu þrjár vikurnar í júní og var þátttaka það góð að ákveðið var að fjölga leiðbeinendum og kom Gabríela Oddsdóttir inn með þeim Þórunni Guðnadóttur og Rúnari Hjálmarssyni. Þá lagði vinnuskóli Rangárþings ytra lagt til aðstoðarfólk eins og verið hefur undanfarin ár.
readMoreNews
Friðarhlaupið á Hellu - Trjáplöntun fyrir friðarhugsjónina

Friðarhlaupið á Hellu - Trjáplöntun fyrir friðarhugsjónina

Dagana 20. júní - 12. júlí er hlaupið Friðarhlaup um allt Ísland og fer verkefnið "leggjum rækt við frið" samhliða. Friðarhlaupið bauð Rangárþingi ytra að taka þátt í þessu verkefni og plantað var friðartré í lundinum við Nes þann 23. júní þegar Friðarhlaupið kom til Hellu.
readMoreNews
Skólaslit Laugalandsskóla 2013

Skólaslit Laugalandsskóla 2013

Þann 27. maí síðastliðinn var Laugalandsskóla slitið við hátíðlega athöfn. Að venju flutti skólastjóri ræðu og drap á það helsta í starfi vetrarins og þakkaði nemendum, aðstandendum og starfsfólki skólans gott samstarf. Fyrir skólaslitin var sýning á handverki nemenda í Miðgarði og þar mátti sjá ýmsa fallega gripi og önnur verkefni frá nemendum.
readMoreNews
Friðland í Þjórsárverum - undirrritun og móttaka í Árnesi

Friðland í Þjórsárverum - undirrritun og móttaka í Árnesi

Föstudaginn 21. júní 2013 kl. 15:00 mun umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri munu fulltrúar sveitarfélaganna undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna. Eftir undirritunina verður móttaka í Félagsheimilinu Árnesi.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að endurskoðun og breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
readMoreNews
17. júní dagskrá í Rangárþingi ytra

17. júní dagskrá í Rangárþingi ytra

Ef smellt er á fyrirsögn má sjá dagskrá 17. júní hátíðahalda á Hellu, Þykkvabæ og á Brúarlundi en hún er fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa.
readMoreNews
Sundlaugin á Hellu opnar eftir breytingar og lagfæringar

Sundlaugin á Hellu opnar eftir breytingar og lagfæringar

Sundlaugin á Hellu opnar aftur kl. 6.30 föstudaginn 14. júní næstkomandi eftir gagngerar breytingar og lagfæringar á búningsaðstöðu og á framsvæði við aðalinngang. Aðalbreytingarnar inni felast í því að sturtuaðstaða beggja kynja er aukin og endurbætt, sturtum fjölgar um helming í hvorum klefa og bætt er við salernisaðstöðu fyrir fatlaða í báðum klefum.
readMoreNews