Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Fréttabréf Rangárþings ytra var borið í hús í vikunni og er vonandi komið inn um bréfalúgu allra heimila í sveitarfélaginu. Þetta er liður í stefnu sveitarstjórnar um betri upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins en mikill vilji er til að opna stjórnsýsluna eins og kostur er. Það er von ritstjórnar að fréttabréfiinu verði vel tekið.
Sumarafleysing á skrifstofu sveitarfélagsins

Sumarafleysing á skrifstofu sveitarfélagsins

Skrifstofa Rangárþings ytra óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga á skrifstofu. Um er að ræða starf við símsvörun, afgreiðslu og annað tilfallandi. Nánari upplýsingar veitir Indriði Indriðason í síma 488 7000.
Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni! - Framhaldspistill

Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni! - Framhaldspistill

Sveitarfélögum ber, skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, að innheimta gjald fyrir förgun úrgangs. Gjald skal innheimta fyrir öllum kostnaði og undir það fellur m.a. hreinsunarátakið sem nú er í gangi. Íbúar og fasteignaeigendur geta nú með beinum hætti tekið þátt í lækkun framtíðarsorpgjalda og tryggt framtíðarþjónustu með fullkominni flokkun í gámana.
Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni!

Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni!

Þann 22. maí sl. hófst hreinsunarátak í Rangárvallasýslu undir forystu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna þriggja í sýslunni. Átakið stendur til 15. júní og við stefnum að því að sveitarfélögin hafi tekið stakkaskiptum fyrir þjóðhátíðardaginn.
Suðurlandsvegur 1-3

Suðurlandsvegur 1-3

Tengibyggingin á milli húsanna við Suðurlandsveg 1 og 3 hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri og er einnig áberandi í ársreikningi sveitarfélagsins.  Byggingarkostnaður og annar kostnaður við verkefnið nemur nú nálægt hálfum milljarði en verkinu er þó ekki lokið að fullu, t.a.m. á eftir að klæða bæði hliðarhúsin og ganga frá baklóð.
Fjölskylduganga Umf Heklu

Fjölskylduganga Umf Heklu

Umf. Hekla ætlar að standa fyrir fjölskyldugöngu mánudaginn 28. maí næstkomandi (annan í Hvítasunnu). Fyrirhugað er að koma saman við gamla Árhús Kl:10.00 og labba niður að Ægissíðufossi. Viljum við hvetja fólk til að koma og fá sér hressandi göngutúr í morgunsárið (spáin er mjög góð).
Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun

Dagana 22. maí - 15. júní 2012 verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.  Gámar verða á tímabilinu staðsettir m.a. á eftirtöldum stöðum, þ.e. á „gömlu“ gámastæðum þessara staða: Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum.
Tómstundanámskeið UMF Heklu

Tómstundanámskeið UMF Heklu

Íþrótta og Tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 4. – 22. Júní á virkum dögum frá kl. 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður, er möguleiki á að námskeiðið lengist um viku eða jafnvel vika í ágúst.  Vinsamlegast látið vita af áhuga á lengingu námskeiðs við skráningu.
Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Íþróttafélagið Dímon, Íþróttafélagið Garpur og Ungmennafélagið Hekla ætla að standa saman að frjálsíþróttaæfingum á íþróttavellinum á Hellu í maí og júní í sumar.  Æfingarnar verða á þriðjudögum kl: 17.00 – 18.30 og er fyrsta æfing þriðjudaginn 22 maí. Öllum er heimilt að mæta og taka þátt.
Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Mikill ruslgjörningur eða listaverk hefur verið sett upp á vegg í tengibyggingunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Þessi gjörningur hefur vakið eftirtekt vegfarenda og umræða skapast í samfélaginu vegna þessa.  Sumum finnst óþægilegt að sjá þetta, en til þess var leikurinn gerður.