Fundur verður haldinn fimmtudaginn 11 ágúst nk. kl. 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3 (fundasalur, kjallari). Fundarefni er m.a. viðhaldsframkvæmdir á mannvirkjum í þágu fjallskiladeildarinnar. Einnig verða rædd önnur hagsmunamál deildarinnar.
Óskað er eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings ytra. Útboðsgögn eru afhent á rafrænu formi hjá Verkís á Selfossi. Senda skal ósk um gögn á netfangið jons@verkis.is. Afhending gagna fer fram síðdegis 4. ágúst 2016.