100 ár frá byggingu fyrstu brúarinnar yfir Ytri Rangá

100 ár frá byggingu fyrstu brúarinnar yfir Ytri Rangá

Föstudaginn 31. ágúst n.k. eru hundrað ár liðin frá vígslu fyrstu brúarinnar yfir Ytri-Rangá við Hellu. Þess verður minnst með stuttri athöfn við Handverkshúsið á Hellu, meðal annars afhjúpað skilti þar sem sagan verður rakin nánar í máli og myndum. Gestum verður boðið uppá kleinukaffi að hætti Handverkshússins og hefst athöfnin klukkan 16:30.

Fh. sveitarstjórnar,
Steindór Tómasson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?