100 ár frá byggingu fyrstu brúarinnar yfir Ytri Rangá

Föstudaginn 31. ágúst n.k. eru hundrað ár liðin frá vígslu fyrstu brúarinnar yfir Ytri-Rangá við Hellu. Þess verður minnst með stuttri athöfn við Handverkshúsið á Hellu, meðal annars afhjúpað skilti þar sem sagan verður rakin nánar í máli og myndum. Gestum verður boðið uppá kleinukaffi að hætti Handverkshússins og hefst athöfnin klukkan 16:30.

Fh. sveitarstjórnar,
Steindór Tómasson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?