17. júní á Hellu

Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra leitar eftir áhugasömum einstaklingi, fyrirtæki eða félagasamtökum innan sveitarfélagsins til að skipuleggja og sjá um 17. júní hátíðarhöldin á Hellu 2017.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er hátíðisdagur sem inniheldur fastmótaðar hefðir og fjölbreytta skemmtidagskrá sem á að höfða til allra aldurshópa, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Við mat á umsóknum verður þetta haft að leiðarljósi og skal umsækjandi skila inn ákveðnum hugmyndum að dagskrá hátíðarinnar, mögulegum nýjungum og samstarfaðilum ásamt almennum upplýsingum um sig, viðkomandi fyrirtæki eða félagasamtök. Atvinnu- og menningarmálanefnd áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum um umsækjendur svo og til að hafna öllum umsóknum.

Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. mars nk. og er hægt að skila inn umsóknum rafrænt á tölvupóstfangið eirikur@ry.is eða senda til skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hella merkt „17. júní á Hellu“.

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi, í síma 488-7000 eða á eirikur@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?