17. júní hátíðarhöld á Hellu - Myndir

Þjóðhátíðardagur íslendinga var haldinn hátíðlegur á Hellu þann 17. júní síðastliðinn eins og venja er. Dagskráin var í umsjón forsvarskvenna Heklu-Handverkshúss og þótti takast vel til. Dagskráin byrjaði á helgistund á Lundi og í kjölfarið hélt skrúðganga sem leið lá í handverkshúsið þar sem börn og fullorðnir fengu að spreyta sig m.a. á ýmiskonar þjóðlegum leikjum. Að lokum var hefðbundin kaffisala á vegum kvenfélags Oddakirkju í Íþróttahúsinu.

  • Hér er hægt að skoða myndir af hátíðarhöldunum!

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?