17. júní hátíðarhöld í Rangáþingi Ytra

Fjölbreytt hátíðarhöld verða í sveitarfélaginu á þjóðhátíðardaginn og eru allir hvattir til þess að mæta og taka þátt.
Hér má sjá dagskrá á hverjum stað fyrir sig.

Dagskrá:

Hella 

13:00 Blöðrusala á vegum 10. Bekkjar í Miðjunni á Hellu
13:30 Skrúðganga frá Miðjunni í Íþróttahús
14:00 – 16:00 Hátíðardagskrá í og við Íþróttahús

 • Kökuhlaðborð kvenfélagsins Unnar
 • Sirkus Daníel
 • Hátíðarræða
 • Ávarp fjallkonu
 • Ræða nýstúdents
 • Söngatriði
 • Hoppukastalar og loftboltar
 • Andlitsmálun

Hátíðardagskrá fer fram í íþróttahúsi, gert er ráð fyrir því að loftboltar og hoppukastali verði utandyra.

Verðandi 10. Bekkur flytur blöðrusölu sína á hátíðarsvæði ásamt því að vera með sælgæti, pylsur, krap, kaffi o.fl. til sölu.

Verð í kökuhlaðborð er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára.


Búarlundur

 • Dagskráin hefst með hópreið og ávarpi kl. 14:00.
 • Keppt verður í fjórum flokkum á hestum (að sjálfsögðu ekki dæmdum hrossum)
 • Hlaup fyrir alla aldursflokka.
 • Hoppukastali
 • Loftboltar
 • andlitsmálning og fleira.


Kaffiveitingar á kr. 1.500 (ekki posi) en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Ágóðinn rennur sem fyrr til uppbyggingar Brúarlunds.


Þykkvibær 

Hátíðardagskrá verður í og við íþróttahúsð í Þykkvabæ með svipuðum hætti og undanfarin ár.
Kl. 10.30 verður fjölskylduganga.
 
 • Að henni lokinni eða um hádegisbil ætlar Ungmannafélagið FRAMTÍÐIN að grilla pylsur.
 • Kvenfélagið Sigurvon mun bjóða upp á kaffi og kökur eftir pylsuveislu.
 • Pönnuvöllurinn verður settur upp.
 • Hoppukastalar
 • Gasblöðrur
 • Nammi
 • Lestin verður á ferðinni fyrir alla
 

Fögnum þjóðhátíðardeginum saman!
Allir eru velkomnir!
Gleðilega hátíð!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?