17. júní í Rangárþingi ytra

Mynd frá 17. júní í Þykkvabæ 2016.
Mynd frá 17. júní í Þykkvabæ 2016.

Á Brúarlundi verður byrjað á hópreið kl. 14:00. Í framhaldi verður keppt í fjórum flokkum á hestum (ekki á dæmdum hrossum). Hlaup og reipitog yfir Minnivallalækinn, ásamt þríþraut, kaffiveitingar á eftir – 1500 kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Allur ágóði af kaffi veitingum rennur til uppbyggingar Brúarlunds.

Í Kambsrétt við Lýtingsstaði í Holtum hefst dagskrá kl. 14:00 þar fer fram Smalabúsreið. Einnig verður þar hefðbundin dagskrá fánareið, fjallkona/maður, hestakeppni og leikir. Í hestakeppni verður keppt í öllum aldursflokkum og er algjör hjálmaskylda. Grillmatur boðinn á sanngjörnu verði. Mætum og eigum saman góðan dag. Nefndin.

Í Þykkvabæ  verður byrjað á Kvennahlaupi ÍSÍ kl. 10:30 (farið frá íþróttahúsinu) í beinu framhaldi er pylsusala kl. 11:00. Kl. 13:30 verður verkefnið 1000 ára sveitaþorp „Fjallasýn“ afhjúpað við Kristjónstjörn ofan við Þykkvabæ. Ærslabelgurinn verður vígður í beinu framhaldi. Kl. 14:00 hefst svo hátíðardagskrá í íþróttahúsinu þar sem fram kemur fjallkona, nýstúdent, Jóhanna Guðrún, Hæfileikakeppni barnanna og tónlistaratriði. Fyrir utan Íþróttahúsið verða loftboltar, lestin á fleygiferð og hestvagn sem allir geta farið í. Hátíðarkaffi verður á vegum Kvenfélagsins Sigurvonar og verðandi 10. Bekkingar sjá um sjoppuna. Í tilefni af því að í ár eru 20 ár liðin frá strandi Vikartinds verða myndir til sýnis sem teknar voru á strandstað í Háfsfjöru 1997.

Allir eru velkomnir á alla viðburði!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?