Friðland að Fjallabaki
Mynd: EVS
Friðland að Fjallabaki
Mynd: EVS

Það er ánægjulegt að sjá hve myndarlegir fjárstyrkir renna til verkefna í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum árið 2021. Alls eru þetta 274 mkr en þetta kom fram s.l. þriðjudag er þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu grein fyrir úthlutunum úr sjóðum á vegum ráðuneyta sinna. Samtals var úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

 

Verkefnin í Rangárþingi ytra eru þessi:

Áningarhólf á Dómadalsleið

0,5 mkr

Ægissíðuhellar

5,6 mkr

Keldur á Rangárvöllum

22 mkr

Rauðufossar

31,5 mkr

Landmannahellir

2 mkr

Friðland að Fjallabaki

17,8 mkr

Suðurnámur

40 mkr

Landmannalaug

76 mkr

Laugavegur

30 mkr

Laugahringur

48,6 mkr

Hægt að skoða kortið og sjá aðeins um hvert og eitt verkefni.

 

https://geo.alta.is/fms/frla/

https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/category/1/rumum-15-milljardi-veitt-til-innvida-og-natturuverndar-a-ferdamannastodum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?