41. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

41. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 11. janúar 2013, kl. 13.00.

FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ

Sveitarstjóri og oddviti gera grein fyrir helstu verkefnum á milli funda.

1.      Fundargerðir hreppsráðs:

         Engin fundargerð liggur fyrir þessum fundi.

2.      Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:                                                                                  

         2.1    Stjórn byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa, fundur 19. desember 2012 í sex liðum.

         2.2    Stjórn byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa, fundur 28. desember 2012 í sex liðum.

         2.3    Rekstrarstjórn stofnana að Laugalandi, fundur 29. nóvember 2012 í þremur liðum.

        

3.      Tillaga að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og aðra stjórnendur Rangárþings ytra - fyrri umræða.

4.      Tillaga að umsögn til Orkustofnunar vegna umsóknar um nýtingarleyfi vegna hitaveitu í Landsveit.

         Eftirtalin gögn eru lögð fram auk tillögunnar:

         Umsögn Landgræðslu ríkisins til Orkustofnunar frá 27. nóvember 2012.

         Viðbótarumsögn Landgræðslu ríkisins til Orkustofnunar frá 7. desember 2012.

         Orkustofnun 2. nóvember 2012 - beiðni um umsögn vegna umsóknar Íslenskrar Matorku ehf. um nýtingarleyfi vegna          hitaveitu í Landsveit.

5.      Tillaga að dagskrá íbúafundar 24. janúar 2013.

6.      Tillaga um skoðun á hagkvæmni í rekstri grunnskóla Rangárþings ytra.

7.      Félagsmálastjóri - beiðni um að eftirtaldar tillögur að samræmdum reglum verði samþykktar af sveitarstjórnum:

         7.1    Tillaga að samræmdum reglum vegna heimsendingu matar.

         7.2    Tillaga að samræmdum reglum um liðveislu.

         7.3    Tillaga að samræmdum reglum fyrir ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

8.      Krókur. félag sumarbústaðaeigenda í Reynifellslandi 10.12.12 - beiðni um viðræður um sorphirðu og álagningu grunngjalds vegna meðferðar úrgangs.

9.      Frá Á-lista vegna málefna sveitarstjórnar og viðbyggingar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili:

         9.1    Beiðni um upplýsingar um hver annist fjármálastjórnun Rangárþings ytra eftir 12. nóvember 2012.

         9.2    Beiðni um upplýsingar um kostnað við ráðgjöf Indriða Indriðasonar eftir 12. nóvember 2012.

         9.3    Beiðni um upplýsingar um kostnað vegna vinnufunda hreppsráðs við fjárhagsáætlun 2013 - 2016 eftir 12. nóvember 2012.

         9.3    Beiðni um upplýsingar um útfærslu á fjármögnun hluta Rangárþings ytra til uppsteypu og frágangs utanhúss, 1. hluta (viðbyggingar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili).

         9.4    Beiðni um sundurliðun á útfærslu skv. lið 10.3 og um það hvaða starfsmenn Rangárþings ytra komi að verkefninu, hlutverk þeirra við stjórn og umsjón verkefnisins, vísað í bókun sveitarstjórnar á 36. fundi, 8. tl.

         9.5    Beiðni um upplýsingar um hvernig verkefnið uppsteypa og frágangur utanhúss, 1. hluti verði fjármagnað að fullu og hverjir séu helstu kostnaðarliðir utan útboðs.

         9.6    Beiðni um upplýsingar um hvernig fjármögnun 2. hluta (innréttinga og búnaðar) verði háttað.

10.    Ráðning leikskólastjóra.

11.    Tillaga um að hreppsráði verði falið að yfirfara og gera nauðsynlegar breytingar á gjaldskrám skólamötuneyta og skóladagheimilis.

 

12.    Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:     

         12.1     Sóknarnefnd Oddakirkju 21.12.12 - umsókn um styrk vegna vinnu vinnuskólans á lóð safnaðarh. 2012.

         12.2     Kvenfélagið Eining 18.12.12 - umsókn um styrk á móti húsaleigu að Laugalandi.

 

13.    Annað efni til kynningar:

         13.1     Ársskýrsla Leikskólans Laugalandi fyrir skólaárið 2011 - 2012.

         13.2     Magnús H. Jóhannsson - Skýrsla til velferðarráðuneytisins um talþjálfun í Rangárþingi ytra 2012.

         13.3     Kolbrún Sigþórsdóttir, skólastjóri Laugalandsskóla 11.12.12 - skýring til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna skýrslu um fjölda skóladaga.

         13.4     Vaskur á Bakka 18.12.12 - kynning á minkasíum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?