60 ára afmæli Laugalandsskóla og Harry Potter

Góðir sveitungar og aðrir lesendur.

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að endurtaka árshátíðar- og afmælissýningu Laugalandsskóla um galdradrenginn Harry Potter fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 16:30-17:45 í matsal skólans.

Á afmælisári viljum við láta gott af okkur leiða og ætlum því að láta allan ágóða af sýningunni renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Aðgangseyrir verður enginn en framlög til sjóðsins eru vel þegin við innganginn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Starfsfólk og nemendur Laugalandsskóla í Holtum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?