Á döfinni hjá Leikfélagi Austur-Eyfellinga

Leikfélag Austur-Eyfellinga hóf æfingar á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman um miðjan September.

Leikritið er sprenghlægilegur farsi, þar sem mörg vandamál og allskonar misskilning þarf að leysa.

Leikritið fjallar um Steindóru, einmana ekkju, sem býr í blokk ásamt fleirum eldri borgurum. Hún rekst óvænt á ókunnan mann í bílnum sínum einn daginn þegar hún kemur úr búðinni. Hann er kaldur, hrakinn og illa áttaður, veit ekki hvaðan hann kom, eða hvert hann er að fara.

Hún tekur hann heim með sér til að hlúa að honum, og þá hefst atburðarrás, sem aðrir íbúar blokkarinnar hafa sínar skoðanir á.

Má bara hirða folk nánast upp af götunni án þess að láta einhvern vita?

Leikstjóri er Gunnsteinn Sigurðsson

Leikendur eru átta, en fjölmargir aðstoðarmenn koma að sýningunni.

Æfingar ganga vel og fara þær fram á Heimalandi

Stefnt er að frumsýningu í byrjun nóvember.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?