Aðgengi að tunnum
Nú er búið að snjóa hressilega og vill Sorpstöðin biðla til fólks að moka vel frá tunnum til að tryggja gott aðgengi við sorphirðu.
Mikilvægt er að moka frá tunnum og ofan af þeim og huga að hálkuvörnum í kringum þær.
Gott aðgengi kemur í veg fyrir seinkanir við sorphirðu og bætir öryggi starfsfólksins.
Gerum þetta saman!