F.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi, Brandur Bjarnason Karlsson, frumkvo…
F.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi, Brandur Bjarnason Karlsson, frumkvöðull, listamaður og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþingi ytra.

Brandur Bjarnason Karlsson kom til fundar við sveitarstjóra og markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins í vikunni til þess að ræða aðgengismál á Hellu. Brandur er frumkvöðull, listamaður og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra. Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug og er þekktur fyrir ferðir hans um landið þar sem hann vekur athygli á aðgengismálum fatlaðra.

Fundurinn var frábær og nauðsynlegur til að minna okkur á hvað skert aðgengi getur verið hamlandi og hreinlega hindrað einstaklinga til þátttöku í samfélaginu. Brandur lagði fram þrjár opnar spurningar á fundinum.

  1. Hver er staða aðgengismála í Rangárþingi ytra ?
  2. Hvaða verkefni eru í framkvæmd eða fyrirhuguð til að bæta úr aðgengi ?
  3. Hvaða fyrirstöður hafið þið upplifað fyrir því að koma aðgengis umbótum í gegn ?

Góð umræða var í kringum spurningar Brands en í framhaldi stendur til að gera úrbótaáætlun yfir það sem betur má fara í sveitarfélaginu. Brandur er einnig reiðubúinn að vera sveitarfélaginu innan handar hvað varðar aðgengismál í framtíðarverkefnum.

Aðgengismál snerta alla og eru brýnt viðfangsefni. Ef íbúar sveitarfélagsins verða varir við staði þar sem úrbóta er þörf þá er hægt að fylla út formið með því að smella á hlekkinn og verður fólk í framhaldi upplýst um í hvaða farveg ábendingin fer.

Ábending vegna aðgengismála

--

Núna er Brandur að skipuleggja herferð til þess að vekja athygli á málstaðnum fyrir bætt aðgengi fólks með hreyfihamlanir.
Til að safna fé fyrir þetta mikilvæga verkefni hans eru til sölu bolir sem stendur á "Velkomin/n aðgengi fyrir alla!" en einnig er tekið á móti frjálsum framlögum.

Hér eru upplýsingar um söfnunarreikning:
Kennitala: 020182-3779
Reikn­ings­núm­er: 515-14-412345.

Einnig er hægt að senda pen­ing í gegn­um Aur eða Kass í núm­erið 770-0221.

Til þess að panta boli er bara að leggja 5000kr inn á reikninginn og senda email á brassi@brassi.is með fjölda og stærð bola sem þú vilt.

Fyrir fyrirtæki sem panta yfir 5 boli færð viðkomandi lógó fyrirtækisins á bolinn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?