Aðventuhátíð að Laugalandi Holtum

Hin árlega Aðventuhátíð Kvenfélagsins Einingar Holtum verður haldin sunnudaginn 1. desember n.k. fyrsta sunnudag í aðventu. 

Sveita- og handverksmarkaður. Hringur kór eldri borgara syngur og tónlistaratriði verður frá nemendum Laugalandsskóla.    Bókakynningar.  Spunasystur sýna ullarvinnslu.  Kaffisala og tombóla til styrktar barnasjóði Einingar.  Jólasveinar koma í heimsókn og kveikt verður á jólatrénu um kl. 15:30.   Hátíðin stendur frá kl. 13 til 16.  Allir velkomnir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?