Nýi ærslabelgurinn á útivistarsvæðinu í Nesi
Nýi ærslabelgurinn á útivistarsvæðinu í Nesi

Búið er að setja upp ærslabelg á Hellu. Er hann staðsettur á útivistarsvæðinu í Nesi og virðist hann nú þegar vera farinn að afla sér vinsælda. Er hann ætlaður öllum sem hafa gaman að því að hoppa og leika sér, ungum sem öldnum. 

Hafa skal þó í huga að það eru nokkrar reglur sem þarf að fara eftir þegar hoppa skal á ærslabelgnum til að koma í veg fyrir slys. Reglurnar eru eftirfarandi: 

1. Fara þarf úr skónum áður en að farið er á belginn

2. Ekki er leyfilegt að hoppa með gleraugu

3. Ekki er leyfilegt að hoppa með oddhvassa hluti

4. Ekki  er leyfilegt að hoppa í rigningu

5. Ekki er leyfilegt að borða á belgnum

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?