Áfram Rangárþing ytra!

Áfram Rangárþing ytra!

Næstkomandi föstudag, þann 16. janúar, eigast við í spurningaþættinum Útsvari Rangárþing ytra og Skagfirðingar. Útsending hefst kl. 21:25 en þeir sem hafa hug á að mæta í sjónvarpssal og styðja okkar fólk þurfa að vera mættir í síðasta lagi kl. 21:10 í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Liðið hittist í gærkvöldi, æfði og fór yfir ýmis atriði. Mikill sigurvilji í liðinu og væri ekki verra að fá stuðning í sjónvarpssal - það getur ráðið úrslitum! 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?