Ágúst Sigurðsson verður fyrsti forstöðumaður Lands og skógar.
Mynd: STÖÐ 2/SIGURJÓN
Ágúst Sigurðsson verður fyrsti forstöðumaður Lands og skógar.
Mynd: STÖÐ 2/SIGURJÓN

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Ágúst hlaut doktorsgráðu í erfðafræði frá sænska Landbúnaðarháskólanum í Uppsölum árið 1996 og útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 1989.

Ágúst var sveitarstjóri Rangárþings ytra frá árinu 2014 til 2022 og var rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2004 til 2014 þar sem hann stýrði m.a. sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Þá starfaði Ágúst sem landsráðsnautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá Bændasamtökum Íslands frá árinu 1996 til 2004.

Ágúst hefur setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars landbúnaði, landgræðslu, hrossarækt og háskólamálum. Hann hefur ritað fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísinda- og ráðstefnuritum ásamt greinum í fagtímarit og blöð.

Land og skógur tekur formlega til starfa þann 1. janúar 2024. Embætti forstöðumanns var auglýst í júní síðastliðnum og sóttu níu um embættið. Hæfnisnefnd var ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum.

Frétt: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/09/15/Agust-Sigurdsson-skipadur-forstodumadur-Lands-og-skogar/ 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?