Áhugaverð námskeið tengd ferðaþjónustu á Suðurlandi

Núna framundan eru fjölmörg spennandi námskeið í boði sem Katla jarðvangur stendur fyrir:

 

VÖRUHÖNNUN OG FRAMSETNING – ÞRÓUN MINJAGRIPA

21. september og 5. október

Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður er leiðbeinandi á námskeiðinu.

Fyrri daginn, 21. september verður kennsla í fjarfundi frá kl. 10:00 til 15:30. Þá verður farið yfir hvað minjagripur er í eðli sínu og hvað hann á að tákna. Hvað einkennir góða minjagripi og hvað ekki. Rætt um sérkenni staða og hvað hægt er að nýta til að gera góðan minjagrip. Hvað getur flokkast sem minjagripur: matur, upplifun, hlutir eða „brot úr náttúrunni“.

Undirbúningur fyrir seinni dag: hver og einn hannar og þróar minjagrip sem hentar þeirra starfsemi. Getur verðið tilbúinn hlutur eða á vel útfærðu hugmyndastigi.

Seinni daginn, 5. október er kennt á Hvolsvelli frá 10:00 til 15:30 og koma þá þátttakendur með hugmyndir sínar og hönnun, spá í útfærslur og fá ráðleggingar um framhaldið. Skoðað, metið og rætt. Hvað er gott og hvað má gera betur. Allir fá tíma til að fara yfir sína hluti og fá gagnrýni frá hópnum.

Verð 6.000 kr. Nánari upplýsingar hjá rannveig@katlageopark.is eða jonabjork@katlageopark.is.

 

Innritun fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða í tölvupósti, steinunnosk@fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer.

 

 

 

STAÐARLEIÐSÖGN I

Sameiginlegt leiðsögunámskeið Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunetsins hefst laugardaginn 28. september með sameiginlegum fræðslufundi.

Næstu sex miðvikudagskvöld verða fyrirlestrar á Selfossi  sem sendir verða með fjarfundarbúnaði til Hvolsvallar, Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Þessir fyrirlestrar fjalla um jarðfræði, náttúrufræði, ferðamennsku, sögu og mannlíf svæðisins. Námskeiðinu lýkur laugardaginn 16. nóvember þegar nemendur setjast í rútu og flytja fræðslupistla sína.

  -  Gert er ráð fyrir framhaldsnámskeiði á vorönn 2014.

Námskeiðið er alls 36 kennslustundir. 

Námskeiðið er niðurgreitt af IPA styrk Háskólafélagsins og með stuðningi frá Nordplus , norrænu menntaáætluninni, og er námskeiðsgjaldið því aðeins 10.000 kr.

 

Innritun fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða í tölvupósti, steinunnosk@fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer.

 

 

Einnig verður boðið upp á fleiri námskeið og mun nánari auglýsing byrtast fljótlega:

 

ÖRYGGI Í ÓBYGGÐUM

South Iceland Adventure og Björgunarsveitin Dagrenning standa sameiginlega að námskeiði þar sem farið verður í rötun, notkun GPS tækja, kortalestur og útbúnað. Námskeiðið verður í fjarfundarbúnaði og ein verkleg æfing í nágrenni Hvolsvallar.

Haldið í október, 12 til 18 stundir.

 

NORÐURLJÓS

Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrstofu Suðausturlands fjallar um norðurljós og fer meðal annars í sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar auk tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar. Í lokinn verður farið í nokkur gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.

Námskeiðið verður í fjarfundarbúnaði tvö kvöld í nóvember, alls 4 stundir.

 

VEÐURFRÆÐI Í KÖTLU JARÐVANGI

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður á Náttúrstofu Suðausturlands fjallar um staðbundið veður á svæðinu, ný og gömul veðurmet og fleira.

Námskeiðið verður sent út í fjarfundarbúnaði frá Kirkjubæjarklaustri eitt kvöld í lok nóvember, 2 -3 stundir.

 

AÐVENTA Í SKÓGARSAFNI

Starfsmenn Skógasafns taka á móti þátttakendum og fara í gamla jólasiði, jólasögur, jólamat og fleira sem tengist jólunum.

Staðarnám 8. des (2. sunnudagur í aðventu) á Skógum. 3-4 stundir.

 

ÍSLENSKAR SAGNIR OG ÞJÓÐTRÚARHEFÐI

Júlíanna Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi í sagnamenningu og þjóðtrú fer í grunn að íslenskum sögnum og þjóðtrúarhefð. Telur til elstu dæmi sagna og þjóðtrúarefni og tengsl við önnur lönd. Farið verður í helstu efnisflokka íslenskra þjóðsagna á 19. og 20. öld, sérkenni þeirra og tengsl. Í lokin er áherslan á svæðisbundna sagnahefð og upplýsingaöflun um hana.

Kennt í fjarfundarbúnaði, ýmist sent út frá Kirkjubæjaklaustri eða Hvolsvelli. Þrjú kvöld í desember, alls 8 stundir.

 

Frekari upplýsingar verður svo að finna á www.katlageopark.is þegar nær dregur og einnig er hægt að hafa samband við Jónu Björk, jonabjork@katlageopark.is eða Rannveigu, rannveig@katlageopark.is .

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?