Álagning fasteignagjalda 2015

Álagning fasteignagjalda 2015

Álagning fasteignagjalda 2015 liggur fyrir hjá sveitarfélaginu og nálgast má álagningarseðlana inni á www.island.is.

Álagningarseðlar verða einnig sendir í bréfpósti og munu berast fasteignaeigendum eftir helgi. 

Allar nánari upplýsingar um gjaldskrár sveitarfélagsins má sjá á heimasíðunni.

Athygli er vakin á að greiðsluseðlar á pappír verða einungis sendir þeim sem fæddir eru 1945 og fyrr. Ef aðrir óska eftir að fá seðlana á pappír þarf að biðja sérstaklega um það með tölvupósti á ry(hjá)ry.is eða í síma 488-7000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?