Álagningarseðlar fasteignagjalda birtir

Álagningarseðlar fasteignagjalda birtir

Álagningarseðlar hafa verið birtir á Island.is. Líkt og á síðasta ári munu álagningarseðlar ekki berast á pappír en eru þess í stað aðgengilegir rafrænt.

Til þess að nálgast álagningarseðlana skal fylgja eftirfarandi:
1. fara inná www.island.is.
2. Velja "mínar síður".
3. Skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
4. Fara í "pósthólfið" og þar má nálgast álagningarseðilinn.

Greiðsluseðla fyrir hverja og eina greiðslu má svo nálgast með því að fylgja eftirfarandi:
1. fara inná www.island.is.
2. Velja "mínar síður".
3. Skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
4. Velja "Íslandstorg".
5. Finna þar undir sveitarfélög "Rangárþing ytra".

Ef einhverjir hafa ekki tök á að nálgast sinn álagningarseðil vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Rangárþings ytra í síma 4887000 eða á netfangingu ry@ry.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?