Ánægjuvogin - Styrkur íþrótta

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.

Mánudaginn 4.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi á Selfossi í Tíbrá Engjavegi 50 og hefst fundurinn klukkan 17:00.

Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.

Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?